Morgunblaðið - 29.06.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 29.06.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is „ÞAÐ eru vonbrigði að ríkisstjórn sem gefur sig út fyrir að standa fyrir velferð og réttlæti sé í raun og veru að taka frá útgerðarmönnum, sem fengið hafa úthlutað byggðakvóta, og rétta upp í hendurnar á mönnum sem voru búnir að selja veiðiheimildirnar frá sér og þar af leiðandi farnir út úr greininni. Hvaða rétt- læti er fólgið í þessu?“ spyr Tryggvi Ársæls- son, útgerðarmaður á Tálknafirði, en frjálsar strandveiðar, sem nú eru að hefjast, hafa verið harðlega gagnrýndar af útgerðarmönnum inn- an kvótakerfisins. Tryggvi gerir út einn bát og festi síðast kaup á kvóta snemma árs 2007, 14 þorskígild- istonnum, og gaf fyrir hann 28 milljónir króna. Hann áætlar að þetta sé svipað magn og bát- urinn sem hann keypti kvótann af getur veitt fram til ágústloka, án þess að greiða krónu fyr- ir. Ef að líkum lætur róa þessir bátar hlið við hlið á miðin það sem eftir lifir sumars. „Er það rétt- læti?“ spyr hann aftur. Fljótlega eftir að Tryggvi keypti kvótann lenti hann í 33%-skerðingunni, auk þess sem bankahrunið síðastliðið haust sá ekki ástæðu til að sneiða hjá honum, frekar en öðrum. „Svo eru menn að tala um gjafakvóta!“ segir hann. Á sama tíma og skuldir Tryggva hafa vaxið vegna ytri aðstæðna þykir honum súrt í broti að menn sem áður höfðu selt sig út úr kerfinu fyrir tugi, jafnvel hundruð milljóna, eins og hann veit dæmi um, geti nú hafið veiðar eins og ekkert hafi í skorist. Árásir stjórnvalda Tálknafjarðarhreppur fékk úthlutað 150 tonna byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiði- tímabili. Tryggvi segir þá hefð hafa skapast þar um slóðir að byggðakvótinn sé hlutfall af lönduðum afla, t.d. sá sem hefur landað 10% af öllum afla til vinnslu á Tálknafirði, á rétt á 10% af úthlutuðum byggðakvóta. Þetta þykir Tryggva sanngjarnt. Byggðakvótinn lækkar um helming með til- komu strandveiðanna og hefur Tryggvi miklar efasemdir um að trillurnar á Tálknafirði komi til með að hafa burði til að landa 75 tonnum af afla. Sjálfur var hann með 28 tonna byggða- kvóta en er nú með 14 tonn. Í strandveiðikerfinu má veiða 800 kg af kvótabundnum tegundum á 14 klst. fimm daga vikunnar. Slíkt kerfi býður að mati Tryggva hættunni heim hvað varðar brottkast á verð- minni og smærri fiski. Handfæratrillurnar koma til með að fiska á grunnslóð og Tryggvi fullyrðir að fiskurinn þar sé mun lakari en þegar utar er komið. „Til að bíta höfuðið af skömminni verður fisk- vinnslan síðan lokuð yfir hásumarið þannig að þessi fiskur mun fara meira og minna á mark- að. Þessar strandveiðar eru ekki atvinnuskap- andi fyrir fimm aura. Það er óþolandi að kort- eri fyrir kosningar skuli greinin verða fyrir árásum stjórnvalda með fáránlegum loforðum um eitthvert annað kerfi án þess að útlista hvernig það á að vera.“ Honum þykja þetta kaldar kveðjur til út- gerðarmanna sem þraukað hafa mörg mögur ár í kerfinu. „Það hefur sjaldan verið auðveld- ara að veiða fisk. Togararnir gætu hæglega veitt 200 tonn af þorski á sólarhring, mokveiði er á handfæri, mokveiði er í dragnót og allir á flótta undan þorski. Það er hvorki fólkið í greininni né kvótakerfið sem er í ólagi, heldur ráðgjafarnir, það er ekkert hlustað á skip- stjóra og sjómenn allt í kringum landið sem sjá hvernig ástandið er á miðunum. Ráðgjöfin er kolröng. Það er einfaldlega miklu meiri þorsk- ur í sjónum en fræðingarnir segja. Það væri nær að setja lög á þá.“ Veiðarnar ekki atvinnuskapandi  Útgerðarmaður á Tálknafirði keypti 14 þorskígildistonn árið 2007 og greiddi fyrir þau 28 milljónir kr.  Báturinn sem var áður með kvótann gæti nú veitt jafnmikið kvótalaus með strandveiðileyfi Tryggvi Ársælsson Í HNOTSKURN »Fiskistofa er nú í óðaönn að gefa útleyfi til frjálsra strandveiða eftir að Alþingi samþykkti ný lög þar um á dög- unum. »Auk þeirra aflaheimilda sem út-hlutað er á yfirstandandi fisk- veiðiári er til loka ágúst heimilt að veiða á handfæri allt að 3.955 lestir samtals af óslægðum þorski, sem ekki reiknast til aflamarks eða krókaaflamarks þeirra fiskiskipa sem stunda handfæraveiðar samkvæmt þessu ákvæði. Í DAG fer af stað alþjóðlegur sum- arskóli í stjörnulíffræði á vegum NASA, NordForsk, Háskólans á Hawaii og Háskóla Íslands. Við skólann, sem ber heitið ,,Vatn, ís og uppruni lífs í alheimi“, kenna ýmsir af fremstu vísindamönnum heims á þessu sviði. Boðið er upp á fyrir- lestur um Mars í kvöld, mánudags- kvöld. Nemendur eru 43 framhalds- nemar frá Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Á fundinum í kvöld munu þrír er- lendir vísindamenn flytja stutta fyr- irlestra um reikistjörnuna Mars, ístungl ytra sólkerfisins og hala- stjörnur í Sal 1 í Háskólabíói frá kl. 18.30 til 20.15. Er aðgangur ókeyp- is og öllum opinn en að fyrirlestr- unum loknum verður sýnd stutt fræðslumynd um leit að lífi á suð- urheimskautinu og á Mars. Marsvagn Mikill áhugi er á öllu sem viðkemur rannsóknum á Mars. Um Mars í máli og myndum Fyrirlestrahalda í sumarskóla NASA ÞORGERÐUR brák var ambátt Skallagríms og fóstra Egils. Hún var mikil fyrir sér, sterk sem karl og fjölkunnug mjög. Skallagrímur reiddist henni ákaflega er hún varði son hans í deilum þeirra feðga. Lagði hún á flótta og fleygði sér til sunds þar sem nú heitir Brákarsund. Skalla- grímur kastaði steini í höfuð henni og voru dag- ar hennar þar með taldir, þar til nú! Brúðan Brák, sem gerð var af brúðugerðarmeistaranum Bernd Ogrodnik og krökkum í vinnuskóla Borg- arness, var tákn Brákarhátíðar sem haldin var í Borgarnesi á laugardaginn. svanbjorg@mbl.is Morgunblaðið/Eggert BRÁK ER OG VAR MIKIL FYRIR SÉR Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ENGAR breytingar voru gerðar frumvarpi til neyðarlaga hvað varðar skilanefndirnar. Það að Seðlabank- inn hafi verið strikaður út og FME sett í staðinn er einfaldlega rangt,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrr- verandi viðskiptaráðherra. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að miklar breytingar hefðu verið gerðar á frumvarpinu rétt áður en það var lagt fyrir Alþingi hinn 6. október sl. Nánast alls staðar þar sem Seðlabankinn kom við sögu hefði nafn hans verið strikað út og nafn Fjármálaeftirlitsins, FME, sett í staðinn. Hlutverk Seðlabankans hefði þannig verið minnkað og ábyrgðin falin FME. „Það stóð aldr- ei annað til en að FME hefði þessar heimildir en ekki Seðlabankinn,“ segir Björgvin. Hann segir að grunnur að neyðarlögunum hafi leg- ið fyrir hjá viðbragðshópi Seðla- banka, FME og þriggja ráðuneyta. „Ég sá þessi drög aldrei öðruvísi en nákvæmlega eins og þau voru kynnt,“ segir hann. „Ég var ekkert á landinu þegar þetta var til meðferðar,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, en hún fór í að- gerð vegna veikinda sinna hinn 29. september. „Ég þekki ekki hvernig unnið var að neyðarlögunum í rík- isstjórninni,“ segir hún. Daginn eftir setningu laganna, hinn 7. október, lagði Geir H. Haarde til á fundi nokkurra ráðherra að skipaður yrði starfshópur til að hafa yfirumsjón með efnahagsaðgerðum stjórnvalda, að því er fram kemur í bókinni Hruninu eftir Guðna Th. Jóhannes- son. Lagði Geir til að Davíð Oddsson yrði formaður hópsins. Ráðherrar Samfylkingarinnar munu hafa beðið um fundarhlé en síðan hafnað tillög- unni með öllu. Spurð hvort hún hafi haft vitn- eskju um þennan fund segir Ingi- björg svo ekki vera. „Þetta var viku eftir að ég fór í aðgerð og ég var ekk- ert inni í myndinni þá viku.“ Björgvin G. sat umræddan fund. „Við töldum að það væri heppilegra að hafa þetta milliliðalaust, beint undir ráðherrana,“ segir hann. Því hafi þeir hafnað tillögu Geirs. Kannast ekki við breytingar á frumvarpi til neyðarlaga Fyrrverandi viðskiptaráðherra vísar á bug minnkuðu hlutverki Seðlabanka Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Björgvin G. Sigurðsson HÆGT er á ný að kaupa og selja ís- lenskar krónur á flugvöllum í Bret- landi. Að sögn vefsíðunnar IceNews ætti að forðast að skipta við gjald- eyrisborð þar því mikill munur er á kaup- og sölugengi. Vilji maður selja fást 186 krónur fyrir pundið á flug- völlum í Lundúnum. Þeir sem vilja kaupa pund þurfa að greiða 245 krónur fyrir hvert pund. Munurinn er 25%. Á Íslandi fást nú 210 krónur fyrir pundið og þeir sem vilja selja krónur þurfa að borga 212 krónur fyrir pundið. 25% munur á krónugengi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.