Morgunblaðið - 29.06.2009, Síða 9
Vaxtalaus
þjónustulán
0% vextir!
í allt að 12 mánuði
Þegar nauðsynlegt er að ráðast í viðhald eða viðgerðir á bíl frá HEKLU borgar sig að leita
ekki langt yfir skammt. HEKLA býður nú upp á vaxtalaus lán til að standa undir kostnaði á
viðgerðum*. Þannig getur þú tryggt endingu og öryggi bílsins án þess að það setji stórt strik
í heimilisbókhaldið. Pantaðu tíma hjá þjónustudeildum HEKLU strax í dag í síma 590 5030.
Hér tökum við á móti þínum bíl
*h
ám
ar
ks
up
ph
æ
ð
á
va
xt
al
au
su
m
gr
ei
ðs
lu
ko
rt
as
am
ni
ng
ie
r5
00
.0
00
kr
.o
g
lá
gm
ar
ks
up
ph
æ
ð
er
kr
.6
0.
00
0.
Lá
nt
ök
ug
ja
ld
er
3%
.
Atvinnubílar
LAUGAVEGUR
168 170-172 174
N
Ó
AT
Ú
N
BRAUTARHOLT
SKODA
MITSUBISHI AUDI
VOLKSWAGEN
Laugavegi 168-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur eru opnar frá 8-18 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@thjonusta.is
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ORKUNÝTNI venjulegrar sól-
arsellu er yfirleitt á bilinu 7-20%.
Heimsmetið er um 40% en þá eru á
ferð mjög flóknar sellur með 10
þunnflögum eða svo. Ég er að reyna
nýjar aðferðir til að auka nýtingu
sólarljóss,“ segir Róbert Magn-
ússon, heiðursprófessor við Univers-
ity of Texas, um eitt af rannsókn-
arsviðum sínum.
Viðfangsefni hans eru á sviði ljós-
eindatækni á nanóskala – örstærðir
upp á einn milljarðasta úr metra –
við þróun örsmárra leysa, örþynna,
ljóssía, efnanema, sólarsellna, auk
annars, með fræðilegri nálgun og til-
raunum.
300 milljónir króna í
rannsóknarstofu
Staðan sem Róbert var skipaður í
hlaut 300 milljóna króna styrk úr
tæplega 40 milljarða króna nýsköp-
unarsjóði í Texas. Staðan, Texas
Instruments Distinguished Univers-
ity Chair in Nanoelectronics, er
nefnd eftir stórfyrirtækinu Texas
Instruments sem leggur til um 130
milljónir króna, eða jafn mikið og
University of Texas, helsta mennta-
stofnun fylkisins.
Af þessu fé nýtast 300 milljónirnar
strax til uppbyggingar á rannsókn-
arstofu sem Róbert fer fyrir, en 260
milljónirnar sem koma frá háskól-
anum og Texas Instruments nýtast
hins vegar á þann veg að honum er
heimilt að ráðstafa 5% þess fjár á
ári, eða um 13 milljónum króna. Við
þetta bætast um 78 milljónir króna í
þróun rannsóknarstofunnar, auk
annarra smærri styrkja til rann-
sóknarstarfa. Skipað er í stöðuna til
5 ára og á Róbert kost á að sækja um
að gegna henni áfram. Hann er sem
fyrr segir að rannsaka leiðir til að
auka orkunýtni sólarsellna með svo-
kölluðum þunnflögum. „Venjulegar
sólarsellur eru mjög þykkar, eða 300
míkrómetrar (0,3 millimetrar) á
þykkt. Það felst margvíslegur ávinn-
ingur í því að fara í 1-2 míkrómetra
þykkt. Ég er að rannsaka hvernig
hægt er að hanna slíkar þunnsellur
og hvernig auka megi ísog eða upp-
töku sólarorkunnar í þunnfilmu. Ég
legg áherslu á að við erum á þessu
stigi aðeins að fást við útreikninga
en ný niðurstaða bendir til 60%
aukningar í ísogi. Þetta gæti ef til vill
skilað sér í 30% meiri raforkufram-
leiðslu en í sólarsellum af eldri gerð.
Tilraunir eru að fara í gang.“
Yrði bylting í lyfjaiðnaðinum
Róbert og félagar hans vinna
einnig að þróun nýrrar tækni fyrir
lyfjaiðnaðinn.
Í því skyni stofnaði Róbert fyr-
irtækið Resonant Sensors Incor-
porated með fyrrverandi nemanda
sínum til að þróa efnanemana.
„Við erum að þróa kerfi sem eru
notuð í lyfjaframleiðslu. Takmark
okkar er að sjá hvaða sameindir
„tala saman“, ef svo má að orði kom-
ast. Efnanemarnir mæla breyt-
inguna sem verður þegar efni bregst
við öðru efni á sértilgerðri plötu. Það
fer venjulega ótrúlega mikil handa-
vinna í að prófa hvaða efni virka.
Þetta skýrir að hluta hvers vegna
það er gífurlega dýrt að koma með
eitt gott lyf á markað. Margir hafa
sýnt þessu áhuga. Tæknin nýtist á
öðrum sviðum og nú fyrir helgi
gengum við frá styrk frá Bandarísku
heilbrigðisstofnuninni (NIH) vegna
krabbameinsrannsókna.“
Miklu betri og ódýrari tækni
Róbert segir þróunina geta skilað
miklu.
„Ávinningurinn er sá að við erum
með miklu betri og ódýrari tækni en
það sem notast er við í dag. Við
stimplum út plöturnar þar sem efna-
prófunin fer fram með nanótækni,
sem fæst við stærðir upp á einn
milljarðasta úr metra. Þetta er nanó-
prentun í stórum plötum, en hver
plata er margir fersentimetrar.
Kerfin eru nú á markaði með 96 og
384 eininga plötur,“ segir Róbert
Magnússon rafmagnsverkfræð-
ingur, sem telur University of Texas
hafa sýnt sér mikinn heiður með pró-
fessorsstöðunni.
Prófessorsstaðan mikill heiður
Ljósmynd/University of Texas, Arlington
Nýsköpun Róbert rannsakar leiðir til að stórbæta orkunýtni sólarsellna.
Róbert Magnússon skipaður í nýja prófessorsstöðu í nanórafmagnsfræði við University of Texas
Rannsakar leiðir til að stórbæta orkunýtni sólarsellna og til að umbylta framleiðsluferlum í lyfjaiðnaði
RÓBERT Magnússon lauk dokt-
orsprófi í rafmagnsverkfræði frá
Georgia Institute of Technology ár-
ið 1976 og sneri til Íslands árið 1979
og starfaði við áætlanagerðir í sam-
bandi við orkudreifingu. Hugurinn
stóð hins vegar frekar til rannsókna
á ljósleysitækni og rafeindatækni á
örflögum og fór svo að hann leitaði aftur vestur. Hann fékk í kjölfarið tilboð
frá tveimur háskólum, Virginia Tech og University of Texas, og valdi þann
síðari.
Þar fékk hann fasta stöðu og gegndi stöðu prófessors fram til 2001. Hjá
University of Texas fékkst hann m.a. við rannsóknir á sviði ljósfræði og
fann upp nýja tækni efnanema. Árið 2001 söðlaði hann um og gerðist deild-
arforseti rafmagnsverkfræðideildar University of Connecticut. Árið 2007
var honum boðið að sækja um sérstaka prófessorsstöðu í Texas sem hann
gegnir nú. Margir komu að umsóknarferlinu sem tók 18 mánuði.
Hringnum lokað
Efnanemi sem Róbert hefur þróað.
Ljósmynd/University of Texas,
Arlington