Morgunblaðið - 29.06.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.06.2009, Blaðsíða 23
Velvakandi 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand Á FÖSTUDAGINN? OG ÞÚ BORGAR?... HLJÓMAR VEL LÍSA VAR AÐ BJÓÐA MÉR ÚT AÐ BORÐA... MÁ ÞAÐ? ÞÚ ÆTTIR AÐ KÍKJA Í LEIÐARVÍSINN ÉG KEM FLUGDREK- ANUM EKKI Á LOFT AF HVERJU SKILUR ÞÚ HANN EKKI BARA EFTIR Á GRASINU? HANN LÍTUR VEL ÚT HÉRNA. RAUÐI LITURINN PASSAR VEL VIÐ GRÆNA GRASIÐ HANN MYNDI EKKI LÍTA NÆRRI ÞVÍ JAFN VEL ÚT ÞARNA UPPI. ÉG VEIT EKKI HVORT BLÁR OG RAUÐUR FARA NÓGU VEL SAMAN... BURT MEÐ ÞIG! MEIRA VATN, HOBBES! ÉG ÆTLA AÐ FRYSTA ÖLL SNJÓSKRÍMSLIN Á MEÐAN DRAGÐU SLÖNGUNA LENGRA ÚT! ÞESSI SKRÍMSLI VERÐA FROSIN ÞANGAÐ TIL Í JÚLÍ VIÐ NÁÐUM ÞEIM ÖLLUM! ÉG ÆTLA AÐ SPRAUTA AÐEINS MEIRA VATNI Á ÞAU TIL AÐ VERA ALVEG VISS! LJÓSIÐ HJÁ FORELDRUM ÞÍNUM ER KVEIKT. PABBI ÞINN ER Á LEIÐINNI FINNST ÞÉR AÐ ÉG ÆTTI AÐ SPRAUTA HANN LÍKA? ÞAU SOFA HVAÐ ER PABBI AÐ GERA? HANN ER BARA AÐ VERA ERFIÐUR HANN SULLAÐI NIÐUR, OG ÉG BAÐ HANN AÐ HALLA SÉR YFIR BORÐIÐ EKKI SATT, MAMMA? HMM?ÞAÐ ER SATT...MAÐUR ER ÞAÐ SEM MAÐUR BORÐAR ÞAÐ ERU AÐ BYRJA NÁMSKEIÐ Í LÍKAMS- RÆKTARSTÖÐINNI MINNI. ÉG ÆTLA AÐ SKRÁ MIG ER ÞAÐ? Í HVAÐ ÆTLARÞÚ AÐ SKRÁ ÞIG? SPINNING? JÓGA? NEI, Í MAGADANS ÞAÐ HLJÓMAR EKKI ILLA HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA Í BÚN- INGSHERBERGINU HENNAR M.J.? ÉG GÆTI SPURT ÞIG AÐ ÞVÍ SAMA KANNSKI ER EITTHVAÐ TIL Í ORÐRÓMUNUM UM YKKUR TVÖ! KOMIÐ YKKUR ÚT HÉÐAN... Á STUNDINNI! BÁÐIR TVEIR! GULBRÖNDÓTTUR köttur gerði sér glaðan dag, gekk í kringum Ráð- herrabústaðinn við Tjarnargötu og hélt sem leið lá niður að Tjörn. Kannski væri ráð að taka kisa til fyrirmyndar og fara í göngutúr í dag? Morgunblaðið/Eggert Á rölti við Ráðherrabústað Hamingjuleit í hamrandi einelti einverunnar Í MORGUN- BLAÐINU á dögunum var grein frá manni sem lýsti sínum lang- varandi vanda út af ein- elti sem leiddi fljótlega til félagslegrar ein- angrunar. Þetta var einnig vandamál hjá mér í æsku, á unglings- árum og það ber jafn- vel á því enn í dag þó maður sé að komast á miðjan aldur. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að fólk leitar stöð- ugt meira eftir ráðgjöf sem fórn- arlömb eineltis/andlegs/líkamlegs ofbeldis innan heimilis og utan, hvort sem það er tengt kreppunni eða ekki. En einelti og einvera eru eiginlega andstæðingar, og þó: Í örvæntingu af völdum áfalls af völdum slyss/ látins ættinga/vinar/kynferðis of- beldis/eineltis eða annars vanda hverfur einstaklingur inn í einveru. Þar tekur við ef svo mætti segja „eina hamingjan“ – eina athvarfið. En fljótlega kemst viðkomandi að því að það er líka versta mál. Tengsl- in við annað fólk eru rofnuð og það er orðið versta mál að fara út í búð að kaupa sér brýnustu nauðsynjar því að enginn vill láta sjá sig skjálfandi og með sjálfstraustið í molum. Hugs- unin verður ósjálfrátt sú að taka líf sitt, en þá verður málið fyrst ennþá flóknara: Hvernig ætla ég að enda þetta? Aðferðir sem koma upp í hug- ann verða ekki raktar hér. Það vita allir um þau skelfing- armál. Í slíkri örvænt- ingu þurfa flestir hjálp sérfræðings. Ég er sjálfur búinn að fara í gegnum meðferðir hjá fagfólki og er betri maður eftir og höndla nú lífið á allt annan hátt en í fyrstu örvænt- ingu. En best er að vinna þetta allt saman á fyr- irbyggjandi hátt með því t.d. að takast á við áskoranir, og hugsa á vandræðalegustu augnablikum: Fall er fararheill, en ekki ferð til fjandans. Elín Ebba Ásmundsdóttir er einn þekktasti iðjuþjálfi okkar og hún hefur kynnt fyrir fólki „geðrækt- arkassann“, þar sem eru geymdar minningar frá vinum og ættingjum, bréf, myndir og jafnvel tau, (með persónulykt viðkomandi). Ég hef ekki sjálfur komið mér upp slíkum kassa, en ég er að vinna í handriti, leikhúsverki, þar sem þessi geðvæni kassi kemur við sögu. – Neikvæðar öfgar í okkar lífsorku geta fryst mann í örvæntingu, en já- kvæðar öfgar geta fengið Pollýönnu til að syngja. Ræktað upp hlýjan, bjartan skrúðblómagarð í dimmasta skammdegi, allt eftir því hvernig maður breytir orku sinni og lærir að breyta henni á drauma sína og mark- mið, en síður á eigin martraðir. Atli Viðar Engilbertsson, fjöllistamaður.         Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8-15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | 13-14 ára stúlkur og sýna stuttan leikþátt og verða með ljóðalestur kl. 9.30. Handavinna, fóta- aðgerð, kaffi/dagblöð. Dalbraut 18-20 | Brids kl. 13. Eftirlaunadeild símamanna | Nokkrir geta bæst við í sumarferðina 21.-26. júlí til Austfjarða og Norðausturlands: Þór- bergssetur á Hala, Papey, Kárahnjúkar, Raufarhöfn, Melrakkaslétta, Tjörnes, Hágöngulón á Sprengisandi o.fl. Uppl. hjá Ragnhildi í s. 551-1137 eða 898- 4437 eða Valgarð s. 897-7550. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffitár kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, bossía kl. 10, hádeg- isverður og lomber kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 11, matur kl. 12-13, kaffi kl. 14.30-16. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9-14, matur kl. 12. Félagsstarf Gerðubergi | Leiðsögn í vinnustofum fellur niður frá kl. 12 vegna ferðalags. Frá hádegi er spilasal- ur opinn. Farið í ferðalag um Árnesþing kl. 13. Uppl. á staðnum og í síma 57- 57720. Hraunsel | Ganga kl. 10, opnunarmót á púttvelli við Hrafnistu kl. 13-14. Í sumar geta félagar í FEBH notað púttvöllinn við Hrafnistu á mánudögum kl. 13-14 og fimmtudögum kl. 11-12. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall og æfingar kl. 10.30, handverks- og bókastofa opin kl. 11.30, fræðslustund um Frakkland kl. 13, kaffi kl. 14.30, söng- og samverustund kl. 15. Fótaaðgerðastofa opin, s. 552-7522. Norðurbrún 1 | Heitur matur í hádegi alla daga, veitingar og blaðalestur. Fé- lagsvist alla miðvikudaga kl. 14. Á þriðjudag er handavinna eftir hádegi og leikfimi með Janick kl. 13. Vesturgata 7 | Blöðin og kaffi í setu- stofu kl. 9, handavinna kl. 9-15.30, leik- fimi kl. 11 (júní - ágúst). Matur kl. 11.30 og kaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir og hár- greiðsla kl. 9-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg- unstund kl. 9.30, handavinnustofa opin, spilað, stóladans. Fótaaðgerðarstofan opin alla daga. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Salurinn er opinn frá kl. 9, kaffi kl. 15, kubb/boccia kl. 15.30, ganga kl. 16.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.