Morgunblaðið - 29.06.2009, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2009
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
SÝND M
EÐ
ÍSLENS
KU OG
ENSKU
TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
FLOTTASTA
HASARMYND
SUMARSINS
Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt
stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo
og kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox
„STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ...
EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA,
ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
SÝND Í KRINGLUNNI
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
TRANSFORMERS 2 kl. 4D - 7D - 10D POWERSÝNING KL. 7 10 DIGITAL
THE HANGOVER kl. 4 - 6D - 7 - 8D - 9:10- 10:20D 12 DIGITAL
CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 43D L 3D DIGTAL
TRANSFORMERS 2 kl. 5D - 8D - 11D - Powersýning kl. 11 10 DIGTAL ADVENTURELAND kl. 3:40 - 5:50 12
TRANSFORMERS 2 kl. 5 - 8 - 11 - Powersýning kl. 11 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 10:20 10
THE HANGOVER kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 8:10 - 8:30 - 10:20 - 10:30 - 11 12 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 4 - 6 L
MANAGEMENT kl. 5:50 - 8 10 HANNAH MONTANA kl. 3:40 L
GLASTONBURY-tónleikahátíðinni
lauk í gær en það voru tónleikar
„yfirmannsins“ Bruce Springsteen
á laugardagskvöldið sem vöktu
hvað mesta lukku. Þetta er í
fyrsta skipti sem bandaríski rokk-
arinn kemur fram á tónleikahátíð
í Bretlandi. Springsteen lék á als
oddi og hoppaði m.a. niður í gryfj-
una til þess að vera nær aðdáend-
um sínum. Fyrr um kvöldið hafði
Springsteen óvænt birst á sviði
með sveitinni The Gaslight Ant-
hem er lék á minnsta sviði hátíð-
arinnar.
Mikill spenna var fyrir síðustu
tónleika hátíðarinnar en í gær
komu fram Blur, Glasvegas, Nick
Cave og Yeah Yeah Yeahs. Nokkr-
ir tónleikar þóttu standa upp úr í
ár en þar má nefna uppákomur
LadyGaga, Neil Young og Flo-
rence and the Machine.
Rúmlega 175 þúsund manns
sóttu Glastonbury í ár sem var
óvenju þurr miðað við sögu hátíð-
arinnar. Ekkert rigndi á laug-
ardaginn og var því hvergi jafn
mikið um leðju og oft hefur verið
þrátt fyrir skúri á fimmtudag- og
föstudag.
Margir listamenn vottuðu Mich-
ael Jackson virðingu sína en rapp-
arinn Dizzee Rascal stýrði aðdá-
endum sínum í fjöldasöng á laginu
Thriller af Pyramid-sviðinu sem
er það stærsta á svæðinu. Aðrir
listamenn sem minntust Jackson
voru Pharrell Williams, The
Streets, Lily Allen og Gabriella
Cilmi.
Reuters
Glastonbury lauk í gærkvöldi
Bruce Springsteen Tók slagarana með E-Street sveit sinni, en ekki Born in the USA þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir áhorfenda.
Jackson minnst En kannski ekki á fallegan hátt en popparinn var oft kallaður Wacko Jacko í bresku pressunni.
Brak hljómplötur halda áframgróskumikilli útgáfu meðplötunni Rokk og róleg lögmeð DJ flugvél og geim-
skip, sem er þó ekki plötusnúður held-
ur listamannsnafn Steinunnar Harð-
ardóttur. Á þessari
sautján laga plötu
hristir hún fram úr
erminni músík sem
væri best lýst sem
öfgafullri krútt-
tónlist sem fór út
af sporinu og hætti
skyndilega að vera krúttleg og varð
ógnvekjandi og ágeng. Textarnir
sækja í æskuna og fjalla um póníhesta
(læsta inni í búrum), komu sumarsins
og vonbrigði með lokaða ísbúð, en
einnig alls kyns barnalegar en myrk-
ar fantasíur um dularfulla morðingja
með pípuhatta, yfirvofandi innrás
geimvera eða drungalega frumskóga.
(Ó)Líkindin ná lengra: Þótt rödd
Steinunnar sé vissulega barnaleg þá
er það á annan hátt en rödd Kristínar
úr múm eða Kiru Kiru, og hún hikar
ekki við að öskra þegar þess þarf; hún
er eiginlega miðja vegu milli þeirra
krúttstallna og Peaches. Umslagið er
í sama dúr, það er handteiknað og
sýnir glaðlynda stúlku við orgel ásamt
herskara brosmildra dýra auk vísunar
í hinn fræga breska útvarpsplötusnúð
John Peel sem hælir plötunni í hví-
vetna. Hér er nægur húmor.
Lögin rokkuðu og rólegu væri
kannski réttast að kalla skissur; fæst
lögin ná tveggja mínútna markinu,
hljómurinn er eins hrár og orðið get-
ur, frumstæðir orgelskemmtarar
(eins og er heima hjá ömmu þinni) sjá
um undirleikinn í ansi mörgum lögum,
og textarnir eru sérstaklega hroð-
virknislegir – hér hefur það fyrsta
sem komið upp í hugann verið hripað
niður eða sungið beint inn. En það
breytir engu; Rokk og róleg lög er
fyrst og síðast uppfull af skemmti-
legum hugmyndum. Oftast þegar tón-
listarmenn gleyma sér við dútl og
gefa það út verður útkoman herfileg,
og til þess að þetta yrði verulega eigu-
leg eða „góð“ plata í hefðbundnum
skilningi hefði þurft ritstjórn og yf-
irlegu. Hér er það aukaatriði – vissu-
lega hefði um helmingur laganna mátt
missa sig og það hefði verið gaman að
heyra frekari úrvinnslu á sterkasta
efninu – yfirleitt hrífst hlustandinn
einfaldlega af sköpunargleðinni.
Krútt hittir
Peaches
Geisladiskur
DJ flugvél og geimskip –
Rokk og róleg lög
bbbnn
ATLI
BOLLASON
TÓNLIST