Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Síða 6
2
NÝTT IÍVENNABLAÐ
Katrín Viðar:
Menntun
kvenna.
(Útvarpserindi,
flutt 19. júní 1942.)
Þegar örlagaríkasta stund finnsku þjóðarinn-
ar rann upp, eflir að liún liafði lieimt aftur
sjálfstæði sitt, flutti forseti finnsku kvenfélag-
anna ávarp til þjóðar sinnar og komst þá svo
að orði:
„Finnskar konur hafa fengið svo góða niennt
un og gott uppeldi, að þær geta tekið að sér
íiverskonar störf á alvörutímum.“
Hvernig er menntun islenzkra kvenna?
Ég spyr ykkur, íslenzku konur: Eruð þið á-
nægðar með þá menntun, sem þið liafið fengið?
Ég lief talað við íslenzkar konur af ölluiri
stéttum og ólíkum þjóðmálaskoðunum, sem
liafa saknað þess sárt, að þær liöfðu ekki i upp-
vexti sínum orðið þeirrar menntunar aðnjót-
andi, sem gerði þeim ldeift að annast sjálf-
stæða vinnu, ef þær þyrftu á að lialda.
Þegar rætt liefur verið um menntun kvenna,
hefur því oft verið horið við, að konumar giftusl
og þyrftu þvi ekki á annari fræðslu eða starfs-
hæfi að halda en þeirri, sem lyti að stjórn lieim-
ilisins, hinni svo kölluðu húsmæðrafræðslu.
Ég ætla ekki að ræða um húsmæðrafræðsluna
i kvöld, því að til allra heilla er nú kominn góður
skriður á það mál, hæði víðsvegar um land og
hér í Reykjavik. Húsmæðraskólar eru nú víða
starfandi, en á öðrum stöðum í undirhúningi.
Enginn má heldur skilja orð mín þannig, að
ég meti störf konunnar á heimilinu lítils. Kon-
an er einmitt oft svo ofhlaðin störfum, að hún
verður jafnvel að ganga sjúk til vinnu, ef svo
her undir.
Á litlu nýstofnuðu heimili eru störfin venju-
lega ekki ofvaxin konunni. En eins og iðnfyrir-
tæki eða verzlun þarf að fjölga starfsfólki sínu
eftir því sem fyrirtækið vex, eins þarf að auka
starfsfólk heimilisins eftir því sem fjölskyldan
stækkar og heimilið verður umfangsmeira.
Þeir erfiðleikar, sem nú eru á að fá næga
lijálp til heimilisstarfa, híða úrlausnar, og verð-
ur að vinna að því máli eins og hverju öðru
þjóðfélagsvandamáli, þvi að konur geta ekki,
fremur en karlmenn, unnið svo að segja livíldar-
laust nótl og dag, án þess að híða tjón, andlegl
(>g likamlegt.
Hver kona hlýtur að unna heimili sínu, og
ósk hennar verður ávallt sú, að vinna heimili
sínu af öllum mætti.
Ég hef oft lieyrt talað um það i alvöru, að
konur séu lakari húsmæður á heimilum sín-
um, ef þær hafi stundað nám i hærri skólum,
eða unnið önnur störf utan lieimilisins, áðui
en þær giftust, En við þurfum ekki annað en
líta inn á mörg heimili á íslandi, til að sannfær-
ast um hvilík fásinna þetta er. Því að fjöldi
kvenna, sem liafa lokið námi í hærri skólum,
unnið skrifstofustörf, eða einliver önnur störf
utan heimilisins, þar til þær giftust, veita for-
stöðu mörgum stærstu og fullkomnustu lieim-
ilum þessa lands, með mestu rausn og prýði,
og hef ég aldrei heyrl nokkurn mann kvarta um
vankunnáttu þeirra eða vanrækslu á heimilum
þeirra.
Tilgangur minn með þessum orðum mínuni
er sá, að livetja íslenzlcar meyjar og konur til
meira náms, hæði hóklegs og verklegs.
Fornt máltæki segir: „Bókvitið verður ekki
i askana látið“, og sýnir það glöggt við liver
ytri kjör andlegur þroski liefir ált að húa hér
á landi, og er það harla merkilegt um þjóð, sem
á jafn dýrmætar gullaldarbókmenntir og is-
lenzka þjóðin.
En tímarnir breytast og mennirnir með, og
ég vil lialda því fram, að þetta sé breytt orðið,
þvi að nú er menntun aflgjafi framlaks og dáða.
Því segi ég: Konur, lærið eilthvað nytsamt,
meðan þið eruð ungar, svo að þið getið orðið
sjálfhjarga seinna, ef lífið krefst þess af ykkur.
Það er algert ábyrgðarleysi, að láta ekki stúlk-
ur jafnt og drengi læra einliver störf sér til lífs-
viðurværis. Kona er oft dæmd til hinna grimm-
ustu örlaga, vegna ríkjandi tómlætis um at-
vinnumál liennar, þótt hún hafi jafnan rétt við
karlmenn.
Kona er oft neydd til að sjá sér og hörnum
sínum farljorða meiri hluta ævi sinnar, og eí
liún kann ekki neilt slarf, er það oft það sama
og hún og börnin séu borin ósjálfbjarga út á
gaddinn. Það þarf þó ekki að vera vegna þess,
að liana vanti hæfileika, gáfur eða þrek til vinnu,