Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Qupperneq 9

Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Qupperneq 9
NÝTT KVENNABLAÐ 5 ltemur húsmóðirin sjálf, listakonan Barbara Williams Árnason. Hún er miklu yngri en ég hélt, með barna- bros á vör og blikandi augu. Með framrétta bendi kemur hún á móti mér og býður mér til stofu, sem er einföld að húsbúnaði og íburð- arlaus. Mér hverfur fljótlega feimnin og sú tilfinning að ég sé framur fréttasnápur að afla mér efni í nokkra dálka. Það er miklu meira en efni í stutta blaða grein að lýsa verkum frú Barböru, enda verð- ur hér aðeins lauslega ságl frá. Hún sýnir mér nokkrar tréskurðarmyndir, gerðar af hin- um undraverðasta finleik og næmni. Þar á meðal eru tvær, sem ég vildi kalla ástaræfintýri blómanna. önnur, er hún hefir valið nafnið Frjógvunin (The Act) er fiðrildi er situr i blómbikarnum og sýgur hunang, en á vængjunum. ber það með sér fræ er það flýgur blóm af blómi. Hina kallar hún Brúðurin (The Bride). Það er einnig blóm, en fræin, sem bor- izt liafa með blænum á svifhárum, sínum, hafa sum fallið á blöðin en önnur svifa allt í kring. Brjóstmylkingurinn er snilldarverk. Korna- barnið, sem með fyrstu fálmandi handtökunum grípur um móðurbrjóstið og teygar heilsu og þrótt úr sjálfri uppsprettulind lífsins. Frú Barbara heldur á ferhyrndum trékubbn- um í lófanum: „Ef kviknaði í húsinu okkar, ]>á myndi ég fyrst bjarga þessu“. Svo mikið af sjálfri sér og sinni eigin sál Iiefir hún lagt í listaverkið. Þegar maður horfir á myndina Gamall ís- lenzkur sveitabær, sér maður hvernig allt er komið að hruni, bærinn er ekki lengur hluti bins starfandi lifs, heldur samrunninn grasi- grónum hólunum í kring. En jafnframt er mvndin fullkomin ímynd friðsældar og værðar. Næst kemur þykk mappa með blýantsteikn- ingar, rauðkrítarteikningar og vatnslitamynd- ir. Æfisaga Vifils í myndum, allt frá því að hann er tveggja daga gamall. Og Vífill litli stendur lijá og horfir á. „Vífill var lítið barn þá“, segir liann og bendir á hnubbaralegan stripling með kreppta hnefa. — Ég skil að Vífill er ekki lengur litið barn, heldur stór fjögra ára karlmaður. — — Ég befi minnst hér á tréskurðarmyndir og teikningar frú Barböru vegna þess að mér finnst að þar komi skýrast fram persónuleg sérkenni hennar, mýkt og innsæi. En hún á einnig margar vatnslitamyndir á vinnustofu þeirra hjóna, þó flestar eldri myndir bennar séu seldar. Hún sýnir mér tvær er liún hefir verið að mála þennan sama dag. Út um gluggan sér hún snjóinn byrja að bráðna, visin stráin á þúfna- kollunum og feysknir njólaleggir standa upp úr, en fölir geislar janúarsólarinnar glitra með rauðlitum blæ. Viðfangsefni liennar eru ekki hrikaleg. Ekki stórbrotnar náttúrulýsingar eða sterkir litir. En yfir öllum myndum hennar er fyrir mínum leikmannsaugum þetla ólýsanlega „eitthvað“. sem byggir brú milli listamannsins og áhorf- andans. Það er óvenjulega heillandi að lilusta á frú Barböru tala um list. „Það er ekki hægt að benda á eittlivað eitt og segja: „Þetta er gott, þetta er list. Allt hitt er ekki list“ Listin á svo óendanlega mikla fjölbreytni. Það sem er kallað list í dag er það kannske ekki eftir nokkurn tima. Við þroskumst livert á sinn hátt, við gerum okkar bezta, eða við gerum aldrei okkar bezta, Iive lengi verk okkar lifa, veit framtíðin ein.“ Frú Barbara er ensk, fædd og uppalin i Suð- ur-Englandi. Hingað til lands kom hún fyrst fyrir sex árum en kann vel við sig á íslandi og talar málið vel en með dálitlum útlendum hreim,. Hún er gift Magnúsi Árnasyni lista- manni. Þau hjónin ferðast um landið á sumrin. Síðastliðið sumar voru þau í Vik i Mýrdal, sum- arið áður á Snæfellsnesi. Þannig ætlar hún að kynnast landinu smátt og smátt. — Mér finnst ég hafa verið að blaða i æfintýra- bók ])essa stund, sem ég var gestur bennar, eins og mér segir svo hugur, að hún, flestum fremur, sé gædd þeim hæfileika að kunna að bregða æfintýragliti yfir hversdagslegustu at- burði og hluti, eiginleiki, sem er óendanlega dýrmætur okkar gráa og gleðisnauða heimi M. J. K. Ef þrír ernir fljúga hver á eftir öðrum, er það fyrir stórtítSindum. Fátt er þrælum hent.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.