Nýtt kvennablað - 01.01.1943, Qupperneq 14
10
NÝTT KVENNABLAÐ
undir þeirri ábyrgð, seni á þeim hefir livílt,
sem hrautryðjendum. Þær liafa gert það þann-
ig, að þráfaldlega haffa komið fram tillögur
um að liafa Menntaskólann eingöngu fyrir
pilta og stofna sérstakan kvennaskóla. Þetta
sýnir átakanlega, hve kvenfólkið hefir haft
litinn skilning á ])eim byltingum, sem eru að
eiga sér stað, og á þeirri baráttu, sem ])að
beyir fyrir frelsi sinu.
Þið megið ekki láta erfðasyndir ykkar eyði-
legja ykkur eins og þær stúlkur, sem á undan
ykkar eru komnar. Þið munið cf til vill, að
Tómas Guðmundsson sagði í kvæðinu, sem
birtist i síðasta Skólablaði:
Og enginn fær til æðri tignar Iiafizt
né öðlast dýrri rétt en þann
að gela væn/^t af sjálfum sér og krafizt
að saga landsins blessi hann.
Þessi orð getið þið eins vel tekið ykkur í
munn og við skólabræður ykkar, ef þið skiljið
köllun ykkar og horfið með bjartsýni og bar-
áttuhug til framtíðarinnar. Slik stefnubreyt-
ing mundi ekki aðeins landi og þjóð til bless-
unar, heldur sjálfum ykkur til manndómsauka
og félagslífi skólans til þrifa.“
Jóhannes Nordal.
Eftirvænting.
Um haustsvalar nætur ég hlusta
hvort hamingjan eigi ekki leið
um götuna — og guði á gluggann minn
svo gisti hún hjá mér um skeið.
Á vorin ég horfi til hafsins
og heiðanna blánandi slóð. —
Kemur gæfan með golunni að austan
eða í gærdagsins purpuraglóð?
M e 1 k o r k a.
Þú ert ekki það sem þú hugsar að þú sért, en það,
sem þú hugsar, ert þú.
n. n.
Guðbjörg Jónsdóttir,
Broddanesi:
Herltorg á Heiíi
(Brot)
Vonbrigði
Bærinn IIoll stendur í fjallshlíðinni, neðan
til i dalnum. Hann dregur nafn af holti, sem
er skannnt fyrir sunnan túnið, holtið skyggit'
á veginn, sem liggur framan úr dalnum og
ofan i sveitina. Fyrir sunnan lioltið skiptas!
vegirnir, liggur þá önnur gatan heim að Holti,
en hin ofan á þjóðveginn.
Það er hráslagalegur haustdagur. Norðan-
stormurinn strýkur hrjúft um vanga vinnu-
mannanna í Holti; þeir eru að smala heim
kindunum til þess að taka frá sláturfé, og líka
til þess að mjólka ærnar sem búið etr að
færa frá.
Baðslofan í Holli er þokkaleg, nýbyggð, öll
undir skarsúð. Gluggar á þekju, nema einn i
suðurenda, þar er stafngluggi og ber hann góða
birtu um herbergið, sem er snoturt og vel um
gengið. Ilúsið er opið svo að sést fram í bað-
stofuna. Inn í þessu liúsi sitja þær Guðríður
húsfreyja og Álfheiður dóttir Iiennar. Hús-
freyjan prjónar sokk en dóttirin saumar. Báð
ar virðast hafa liugann við störfin, en hver
veit, Iivort svo er. Hugur og hönd vinna ekki
ætíð að því sama og æskan og ellin eiga ekki
ætíð samleið. Unga stúlkan stendur við og við
upp og lítur út um gluggann, hún sér bleik-
fölva haustsins í hlíðarbrekkunum og hrörn-
unarmerki á öllu. En það er ekki það sem hún
festir Iiugann við, nú, á ævinnar vori. Hún er
að hugsa um unga manninn, sem hún hefir
gefið hjarta sitt og á svo margar sælustundii
með. En þó er ekki sólfar um öll þau vona-
lönd; undarlegt að lífið skuli eklci vera ský-
Jaus heiðríkja meðan maður er ungur. Hún
veit, að móður hennar geðjast ekki að þessum
ráðahag. En livað finnur hún að .Tónasi? Að
hann er hara vinnumaður, hugsar liún. En
])á að láta hann verða óðalshónda! Þau pabbi
og mamma eiga sjálf jörðina sem þau búa
á. Ekki vantar Jónas dugnaðinn og ráðdeild-
ina, það viðurkennir mamma. En það er ættin
hans, sem mömmu líkar ekki. — Ég ætla nu
ekki að giftast allri ættinni! Hún hló að þess-
ari fáránlegu liugsun.