Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Síða 8

Nýtt kvennablað - 01.02.1946, Síða 8
ásamt heimilisstörfunum, og er því enginn sér- stakur livíldartími ákveðinn, hversu þreytt og hvíldarvana sem hún er, enda hverfur yndis- þokki hinnar glöðu æsku furðu fljótt frá þeim og hávær, æskufullur hlátur heyrist vart í húsum þeirra. Barátta lífsins veldur því, að kaupstaðar- fólk nýtur betur sumarsins en sú kona, sem þar á Iieima. Við, sem höfum kosið okkur sveitabú- skap, þurfum að búa okkur betri samtök, þurf- um að kynnast svo vel að við getum betur bætt úr þörf hinnar fátæku systur. í það minnsta ætti engin kona að vera svo ólánssöm, að hafa ekki náin kynni yfir alla sína sveit og vera fús til hjálpar ef á liggur. Þannig samúð er dýrari en orð fá lýst. Ég vildi óska, hvert sem leið ykk- ar liggur um lönd eða höf, að þið gæfuð sér- hverjum sólskin og sumar að gjöf. Þannig á hin félagsbundna skylda að vekja hið bezta, sem konu hjartað hefur yfir að ráða. Það eru þeir ókunnu, sem dæma og leggja oft stein í götu annarra. Eg er alveg viss um, ef við sarnein- uðumst betur, reyndum að kynnast hver ann- arri, þá mótaðist líf okkar á annan veg. Við ætt- um fleiri geisla innan dyra okkar. Flyttum á milli okkar bæði ýmsar nýjungar og skemmti ntinningar, sem við svo iljuðum okkur á til næstu samfunda. Þannig legðum við þá gæfu- braut okkar sjálfra og ynnist þá ekki lítið. SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR: Slörf og kjör sveiiakonunnar Það mun fátt vera meira alvörumál fyrir okkur íslendinga, en straumur fólksins úr sveit- unum til kaupstaðanna. Það væri að minnsta kosti ekki óeðlilegt að það væri hverjum hugs- andi góðum íslending hið mesta áhyggjuefni. Síðustu árin hefur þessi straumur verið svo ör, að sums staðar hafa sveitirnar næstum tæmst af vinnandi fólki, víða á heimilum er ekki annað fólk eftir, en húsbændur með skyldulið sitt. Virðist það bersýnilegt að við það hljóti sveit- inar og sveitabúskapurinn að bíða hinn mesta hnekki. Stórar jarðir verða tæplega nytjaðar að fullu með 2—4 vinnandi manneskjum. Ástæður, sem Hggja fyrir þessum fólksflutningi, geta ver- ið og eru margvíslegar, en höfuðástæðan er þó sú, að nú er vinnandi fólk orðið það sjálfstætt, að það getur setið við þann eldinn sem bezt brennur, eða með öðrum orðum: Verið þar sem því líkar bezt og það kýs helzt. í sjálfu sér er þetta ósköp eðlilegt og lýsir gróanda í þjóð- lífinu, að hver maður geti notið frelsis síns. Kaupstaðirnir laða fólkið til sín. Þar er skemmti- legra, meiri félagsskapur, vinnutími styttri, meiri frí. Þetta allt virðist vera ósköp einfalt mál, og hætt við að þau spor verði varla stígin aftur á bak, sem nú hafa þokast áfram, ég held að við myndum heldur ekki kjósa það. Ég býst við að bezt fari á að hver einstaklingur þjóð- félagsins sé frjáls, — cn þrátt fyrir það mega 6 sveitirnar ekki verða fyrir óbætanlegu tjóni. — Það er nú alltítt að maður sér í dagblöðum, að þessi og þessi jörð sé til sölu, fáist viðunanlegt verð fyrir hana. Oftast eru þetta með betri eða stærri jörðum héraðanna, sem í boði eru. Spyrji maður svo um orsakir til þess að viðkomandi óðalseigandi vilji selja, þá er alloftast ástæðan, ekki liægt að búa fyrir fólksleysi. Um þessi mál hefur bæði verið ritað og rætt, en lítið mun ennþá liafa verið gjört til verulegra úrbóta á þessu, enda er til vill ekki hægt um vik. Þessi vinnuekla hvílir þungt á mörgu sveitaheimilinu nú á dögum, og þyngst mun það hvíla á hús- móðurinni, sem annast verður um heimilisverk- in inni við, og ganga einnig að útistörfum. Stærstu jarðirnar verða erfiðastar eða þær sem fólksfrekastar hafa verið. Svo er það líka annað, sem er að vísu ömurleg staðreynd, að sveitabú- skapurinn ber sig alls ekki með þessum dýra vinnukrafti, þó að hann byðist. Það mun því vera nokkurn veginn sjálfsagt, að vinna beri að því, í allra nánustu framtíð, að bæta kjör sveitanna eftir því sem unt er, eigi íslenzkt sveitalíf tilverurétt,, sem ég mun seinna færa nokkur rök fyrir. Ég veit vel að landið sjállt, stærð þess og landslag, torveldar ntjög snöggar breytingar til hóta í sveitinni. Þó er ég ekki í nokkrum vafa NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.