Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Blaðsíða 3
NYTT KVENNABLAD 11. árgangur. 3. tbl, marz 1950. Ætli margir fái skilið, hvernig ásigkomulagi þeirrar mannveru er háttað, sem hefur verið dauð árum saman, en er svo skyndilega vakin til lífs á ný, vakin upp frá dauðum? — Mér finnst, að minnsta kosti, að ég geti skilið það. Var Lazarus ef til vill vakinn upp frá dauðum á þennan hátt, þótt frásögn guðspjallsins sé á annan veg? Hafði hann misst ráð og rænu, verið ónaemur fyrir áhrifum, lokaður inni í búri, svo að hann naut hvorki þess að sjá morgunroðann á hvelfingu himins, né sólina rísa gullbjarta og glitra á fannhvítum fjalltindum? Hver getur svarað því? — Og hver fær skilið þann, er hefur frá slíkri reynslu að segja? — Mannabörn vitið þið, hve mikið sú jörð, er við byggjum, hefur að bjóða af fegurð og yndi? Hafið þið látið hug- ann dvelja við það? Hugsið ykkur, að standa í sporum þess manns, er aldrei á æfinni hefði séð sólina — og sæi nú uppkomu sólar í fyrsta sinni! Á veröldin nokkuð til, er jafnast á við þá sjón? — Hve fjölmargir eru þeir, er hafa komið auga á þetta á undan mér? Þeir eru vafalaust ekki töl- Um teljandi. Ég vissi það einn'g áður, en nú hef ég skilið það til fullnustu. — Menn tignuðu þig til forna, lífgjafi alls er lifir og anda dregur. Á öllum öldum hafa þeir dýrkað þig í ljóðum sín- um. Sólarljóðin eru óteljandi. „Eldur er beztur með ýta sonum og sólarsýn". stendur í Hávamálum. Hálærðir menn hafa bent á þetta í ræðu og riti. Útvarpserindi er flutt, sólarljóð lesin. „Hann lætur sína sól upp renna, jafnt yfir vonda og góða", segir bók bókanna, serasvo hef- ur verið nefnd — og „Indælt er ljósið, og liúft er íyrir augun að horfa á sólina." — Kveðið hef- NÝTT KVENNABLAÐ ur verið um sólina vafalaust á flestum eða öll- um tungumálum og á ýmsa lund. íslenzku skáld- in og Islendingar hafa beygt kné sín fyrir henni alla tíð frá dögum Þorkels Mána og fram á okk- ar daga. Sumir hafa beðið hana að dvelja hjá sér, eða óskað þess, að hún vildi standa kyrr. Listaskáldið góða bað landa sína að gleðjast, ef þeir sæju sólskinsblett í heiði. Hann nefnir sól- ina „guðs auga", eins og reyndar margir hafa gert, og blessár hana aftur og aftur. Stjórnmála- maðurinn og skáldið, fyrsti ráðherra íslands, fær ekki orða bundizt né útmálað tilfinningar sín- ar. Hann svo að segja hrópar upp, er hann hefur dásamað sólina: „Himneskt er að lifal" Alþýðu- maðurinn sagði: „En gangirðu undir gjörist kalt, þá .errætur þig h'ka allt". Æðsti prestur eða biskup viðreisnar tímans á 19. öld segir: „Hvað- boðar nýjárs blessuð sól, — hún boðar náttúrunn- ar jól." Söngvasvanur 20. aldarinnar álítur, að þegar sólin felur sig bak við skýin, þá gráti guð og guðs augað yfir því að mennirnir elska myrkr- ið me'ra en ljósið. Þannig mætti halda áfram svo að segja í það óendanlega. Skáldspekingurinn mikli lýkur einum kafla leinhvers ódauðlegasta Ijóðs síns með þessum orð- um: „— — Voldug og hljóð reis verkmannasól yf- ir múranna eggjum." Eru það ekki líka menn starfsins er helzt sjá sólina rísa? Mennirnir við orfið og plóginn, fjár- hirðar og fiskimenn. Sjómennirnir, sem bera að minnsta kosti nú þyngstu byrðarnar h]a íslenzkri þjóð á sínum hraustu herðum! Forn-íslendingar gáfu sólinni mörg nöfn og fögur: Sól, eygló, sunna, glóey, fagrahvel, líkn- skin, röðull og ljósfari o. fl. Er undarlegt þó að sá, er nýlega hefur verið reistur upp frá dauðum krjúpi í lotning og

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.