Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Blaðsíða 9
Hausirétíardagur (Einn dagur úr æfi íslenzkrar sveitastúlku). Við Lína hrökkvum upp viö bylmingshögg á her- bergishuröina, og stórskorna andlitið á honum Valda gægist inn fyrir dyrastafínn: „btelpugæsir, klukkan er oiöin átta og við' eruin búnir að ná í hestana og bíðum eftir ykkur í smolunina. Bölvaðar svefnpurk- ur! Komið þið strax eða við förum á undan ykkur". Og eftir þrumuræðuna lokast dyrnar. Eg nudda augun og lít út um gluggann. Bara venju- legur, grár og pungDuinn haustmorgunn, samt bezta réttarveöur. „Jæja. Lina! fram úr með þig. Það er orðið framorðiö manneskja". Eg dríf mig tram úr, og Lína silast á eftir, nudclandi stírurnar úr augunum. Við erum röskar að búa okkur. 1 galiabuxur og pykk- ar peysur förum við, því að blessuð haustgolan getur verið kóld og nöpur. Filtarnir eru að sækja hestana. Valdi hefur kunnað betur við að segja okkur að þeir væru tilbúnir. Við Lína gleypum í okkur brauðbita og sötrum kaffibolla. Og síöan af stað með beizli um öxl og snöru til að ná Léttfeta í, hestinum, sem ég á að vera á. Það er bezti hesturinn á heimilinu, en ákaflega styggur. Eftir nokkurn eltingaleik náum við Léttfeta, leggjum hnakkana á hestana og svo er lagt af stað í smolunina. Við Lína erum látnar smala Hálsalandið. Lína er á kerruhryssu, sem kölluð er Brynja. Það er frekar lið- legt hrrjss og ófælið, en ég er alltaf langt á undan á blessuðum gæðingnum mínum. Eg er líka í ágætu skapi. Hvílík dásemd! að taka sér hvíld frá kartöflu- upptekningunni og þjóta á viljugum hesti um vegi og vegleysur. Okkur gengur vel að smala. Við smölum Hálsa- landið eftir beztu getu og komum fjárhópnum heim á leið, í veg fyrir Valda og Guðna, sem koma með stóran hóp vestan af Bökkum. Þarna eru líka komnir þrír menn frá Brekkugerði, sem er næsti bær við Hregg staði, en þar á ég heima. Við erum nokkuð lengi að koma fénu í réttina, en tekst það að lokum og engin kind sleppur úr. Við Lína förum svo heim að borða, það er komið fram yfir hádegi, en þegar í réttina kemur aftur, er okkur sagt að fara með Höskuldi, yngispiltinum frá Brekkugerði, út á Hólmatanga að vitja um kindur. Við tökum þeirri fregn fegins hendi, því auðvitað finnst okkur skemmtilegra að þeysast um á hestunum en hanga í réttinni. Það er hræðilegur vegur út á tangana. Ég er heldur ekki talin hetj*a í illfærum. Hestarnir sökkva oft hrylli- lega dj'úpt í sandbleytu. Lína er voða köld, og ég reyni NÝTT KVENNABLAÐ Ekki eru hvítu skyrturn- ar hentugar á litlu dreng- ina —. En fallegt er á sumrin, Ipegar fariS er úr prjónapeysunni, að vera í rúSróttum skyrtum. Böndin upp á axlirnar eru sjálfsögS og leSur- beltiS. að bíta á jaxlinn og þegja. En bannsett stelpan veit víst fullvel hvernig mér er innanbrjósts. Mér til mikillar hræðslu hrópar hún hástöfum: „0, Hilda varaðu þig! Léltfeti sekkur, ó, sj'áið þið, hann er að sökkva." Mér liggur við sturlun af hræðslu. Ekkert kemst að, annað en hin venjulega upphrópun, sem sagt er að ég noti bæði í tíma og ótíma: „Guð, Jerimías, þetta er agalegt!" Lína skellihlær. Vesalings Léttfeti losar hófana upp úr bleytunni, ekkert sokkinn dýpra en hinir hestarn- ir. Ég roðna af blygðun yfir hræðslunni og hrópunum. Þau hlæj'a, og Lína endurtekur: „0, Jerimías!" Yngispiltinum, Höskuldi finnst víst ekkert til um talsháttinn hjá mér. Hann er nefnilega háskólageng- inn herramaður og kallar ekki allt ömmu sína. Jæja, skítt með það, hugsa ég og reyni að halda i Léttfeta, sem vill æða á undan, en mér er ekki um það gefið, fyrr en við erum komin á þurrt land. Eftir að við komum uj)j) á harða bakkana gef ég honum lausan tauminn, og er nú sízt óriddaralegri en þau Höskuldur og Lína. Þarna á töngunum finnum við enga kind og höld- um því heimleiðis aflur. Strax og við höfum sprett af hestunum förum við Lína heim að ná í „kaffið". En svo eigum við að fara með Guðna suður að Nesi að ná í kindur, sem þar eru í rétt. Við þykjum svo ákaflega duglegar að smala og reka féð. Þegar við komum að réttinni í Nesi eru þar ótal margir karlar. Við Lína erum nú, eins og eðlilegt er um ungar stúlkur, voða montnar og miklar með okkur. En það lækkar fljótt í mér rostinn, þegar Guðni kall- ar innan úr réttinni: „Komdu inn fyrir Hilda og hjálp- aðu mér að draga féð. Lína passar hliðið."

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.