Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Qupperneq 9

Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Qupperneq 9
Hausivétíav dagur (Einn dagur úr æfi íslenzkrar sveitastúlku). Við Lína hrökkvum upp við bylmingshögg á her- bergishuröina, og stórskorna andlitið á honum Valda gægist inn fyrir dyraslatinn: „btelpugæsir, klukkan er orðin átta og við eruin búnir að ná í hestana og bíöum eftir ykkur í smolunina. Bölvaðar sveinpurk- ur! Komið þiö strax eða við förum á undan ykkur1'. Og ettir þrumuræðuna lokast dyrnar. Eg nudda augun og Jít út um gluggann. Bara venju- legur, grár og pungDuinn liaustmorgunn, samt bezta réttarveöur. „Jæja. Lina! fram úr með þig. Það er orðið framorðiö manneskja“. Eg dríf mig tram úr, og Lína silast á eftir, nuddandi stírurnar úr augunum. Við erum röskar að búa okkur. 1 gallabuxur og pykk- ar peysur förum við, því að lilessuö haustgolan getur venö kold og nöpur. Biltarnir eru að sækja hestana. Valdi hefur kunnað betur við að segja okkur að þeir væru tilbúnir. Við Lína gleypum í okkur brauðbita og sötrum kaffibolla. Og siöan af stað með beizli um öxl og snöru til að ná Léttl'eta í, hestinum, sem ég á að vera á. t*að er bezti liesturinn á lieimilinu, en ákaflega styggur. Eftir nokkurn eltingaleik náum við Léttfeta, leggjum hnakkana á hestana og svo er lagt af stað í smolunina. Við Lína erum látnar smala Hálsalandið. Lína er á kerruhryssu, sem kölluð er Brynja. Það er frekar lið- legt hross og ófælið, en ég er alltaf langt á undan á blessuðum gæðingnum mínum. Eg er líka í ágætu skapi. Hvílík dásemd! að taka sér Jvvíld frá kartöflu- upptekningunni og þjóta á viljugum hesti um vegi og vegleysur. Okkur gengur vel að smala. Við smölum Hálsa- landið eftir beztu getu og komuin fjárJiópnum Jieim tá leið, í veg fyrir Valda og Guðna, sem koma með stóran hóp vestan af Bökkum. Þarna eru líka komnir þrír menn frá Brekkugerði, sem er næsti bær við Hregg staði, en J>ar á ég lieima. Við erum nokkuð lengi að koma fénu í réttina, en tekst það að lokum og engin kind sleppur úr. Við Lína förum svo heim að borða, það er komið fram yfir lrádegi, en Jiegar í réltina kemur aftur, er okkur sagt að fara með Höskuldi, yngispiltinum frá Erekkugerði, út á Hólmatanga að vitja um kindur. Við tökum þeirri fregn fegins liendi, því auðvitað finnst okkur skemmtilegra að þeysast um á hestunum en hanga í réttinni. Það er hræðilegur vegur út á tangana. Ég er heldur ekki talin hetja í illfærum. Hestarnir sökkva oft hrylli- lega djúpt í sandbleytu. Lína er voða kiild, og ég reyni N'ÍTT KVENNABLAÐ Ekki eru hvitu skyrturn- ar hentugar á litlu dreng- ina —. En fallegt er á sumrin, þegar fariS er úr prjónapeysunni, aS vera í rúðróttum skyrtum. Böndin upp á axlirnar eru sjálfsögð og leður- heltið. að bíta á jaxlinn og þegja. En bannselt stelpan veit víst fullvel livernig mér er innanbrjósts. Mér til mikillar hræðslu lirópar hún hástöfum: „Ó, Hilda varaðu þig! Léttfeti sekkur, ó, sjáið þið, hann er að sökkva.“ Mér liggur við sturlun af hræðslu. Ekkert kemst að, annað en hin venjulega upphrópun, sem sagt er að ég noti bæði í tíma og ótíma: „Guð, Jerimías, þetta er agalegt!“ Lína skcllililær. Vesalings Léttfeti losar Jrófana upp úr bleytunni, ekkert sokkinn dýpra en liinir hestarn- ir. Ég roðna af blygðun yfir liræðslunni og hrópunum. Þau hlæja, og Lína endurtekur: „Ó, Jerimías!“ Yngispiltinum, Höskuldi finnst víst ekkert til um talsháltinn hjá mér. Hann er nefnilega háskólageng- inn herramaður og kallar ekki allt ömmu sína. Jæja, skítt með Jiað, Iiugsa ég og reyni að halda í Léttfeta, sem vill æða á undan, en mér er ekki um það gefið, fyrr en við erum komin á þurrt land. Eftir að við komum ujjp á harða bakkana gef ég lionum lausan tauminn, og er nú sízt óriddaralegri en þau Höskuldur og Lína. Þarna á töngunum finnum við enga kind og höld- um því heimleiðis aftur. Strax og við höfum sprett af hestunum förum við Lína heim að ná í „kaffið“. En svo eigum við að fara með Guðna suður að Nesi að ná í kindur, sem þar eru í rétt. Við þykjum svo ákaflega duglegar að smala og reka féð. Þegar við komum að réttinni í Nesi eru þar ótal margir karlar. Við Lína erum nú, eins og eðlilegt er um ungar stulkur, voða montnar og miklar með okkur. En það lækkar fljótt í mér rostinn, þegar Guðni kall- ar innan úr réttinni: „Komdu inn fyrir Hilda og hjálp- aðu mér að draga féð. Lína passar hliðið.“ 7

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.