Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Blaðsíða 4
ÁSKELL LÖVE: Skólar strj á.l"býlisiris Meðan ég dvaldi við nám við háskólann í Lundi, gafst mér tækifæri til að kynnast rækilega þeim skóla, sem þekktastur mun vera í Svíþjóð um þessar mundir og flesta hafa nemendurna. Það er enginn venjulegur skóli, þar sem nemendurnir lesa undir tímana heima á nokkrum kvöldstundum en eyða meginhluta dags- ins í geispa og meiningarlítið stagl. Og þótt nemend- ur skólans ár hvert séu um 150.000 talsins, er enginn ys og læti í göngum skólahússins. Eina hljóðið, sem fylgir manni á öllum hæðum hins stóra. gula skóla- húss, er sláttur ritvélanna, en annars líkist skólinn skrifstofubyggingu öðru fremur. Húsið er líka í raun- inni fullt af skrifstofum og skrifstofufólki, en sjálfir nemendurnir sitja heima eða úti, sumir norður í Lapp- landi, aðrir vestur í Vermalandi og enn aðrir víðs- vegar um Skán. Skólahúsið er nefnilega aðalbygging hins fræga bréfaskóla Hermods í Málmey, og þótt eng- inn skóli sænskur hafi fleiri nemendur, sjá fæstir þeirra skólahúsið nema á myndum. Samt læra þeir meira en félagar þeirra, sem sitja á bekkjum venju- legra skóla. Þegar ég fór í fyrsta sinn til Málmeyjar til að skoða þennan volduga bréfaskóla, ætlaði ég að fá leyfi til að kynna mér sem bezt og fylgjast sem mest með kennslunni í landbúnaðarfræðum öllum. Ég vissi vel, að íslenzku bændasynirnir og ungu bændurnir fátæku hafa ekki ætíð ráð á að dvélja við bændaskólana, sem og að bændur yfirleitt eru ver settir með alla sér- fræðslu en flestar aðrar stéttir á íslandi. Þekkingar- skorturinn sést á búskaparlaginu öllu sem og verðlagi landbúnaðarafurðanna, og mér var ljóst, að þótt ný- i beygl kné sín í auðmýkt fyrir sól hins nvbyriaða árs? Eða eru menn hættir að skilja það, að sólin er lífsnafi alls, sem lifir og hrærist og vex á jörð- inni? Það virðist jafnvel vera svo. Fólk lítur hvað á annað í orðlausri spurn oe furðar s.g á þeirri heimsku að hlaupa út í hörkufrosti um hávetur í þeim tilgangi einum að sjá sólina rísa! Dýrðlega himinsunna, volduga drottning, blessaða sól! Þú ert ávallt fögur: — Morgunsól, kvöldsól, hádegissól, miðnætursól. — En sólar- uppkoma, er fegursta og dýrðlegasta sýn, sem til er á jarðríki! Margrét Jónsdóttir. tízku vélar og fullkomnar vísindarannsóknir á öllu, sem við kemur búrekstri landsins, gætu valdið tals- verðri lækkun á framleiðsluverðinu, væri þó jafn nauðsynlegt að hafa eitthvert tæki til að dreifa með þekkingunni meðal bændanna sem fljótast. Ég sá þá enga leið heppilegri en góðan og fullkominn bréfa- skóla, og ég sé enga heppilegri leið enn í dag. Áður en ég held lengra, er bezt að taka það fram, að þótt ég hafi í upphafi ætlað að kynna mér land- búnaðarkennslu bréfaskólanna eingöngu, komst ég ekki hjá því að sjá talsvert margt annað, sem er til mikillar fyrirmyndar. Það, sem hreif mig mest, var kennslan undir gagnfræðapróf, sem gerir jafnvel fá- tækum börnum afskekktra staða kleift að taka gagn- fræðapróf við góðan orðstír, þótt nær engu sé eytt í kennsluna og ekki slegið slöku við nauðsynlega vinnu á heimilinu. En auk þess mun iðnfræðsla bréfaskól- anna sænsku eiga sinn þátt í því, hve haldgóða þekk- ingu sænskir iðnaðarmenn hafa í greinum sínum. Haldgóð þekking þeirra, er við framleiðsluna fást, er óumflýjanleg, ef varan á að verða til fyrirmyndar. Bréfaskólinn í Málmey var stofnsettur árið 1898. Fyrst í stað voru aðeins kennd verzlunarfræði, en von bráðar var fleiri námsgreinum bætt við, svo að nú er hægt að stunda nám þar í verzlunarfræðum, iðnfræð- um, landbúnaðarfræðum og málum, auk ýmissa ann- arra hagnýtra fræða, að ógleymdu því, að fjöldi ungl- inga tekur árlega gagnfræða- og stúdentspróf eftir nám hjá Hermods-bréfaskólanum. Bréfaskóli er, í stuttu máli sagt, byggður á kennslu með prentuðum kennslubréfum í hverri námsgrein sem og á störfum kennara, er hafa samband við nem- andann gegnum bréf eingöngu. Bréfin í hverri náms- grein eru mörg eða fá eftir ástæðum, en hvert einstakt þeirra er aðeins 1—2 arkir að stærð og prýtt nauðsyn- legum myndum. Þau eru að sjálfsögðu skrifuð af ýms- um sérfræðingum, en reynslan hefur sýnt, að venju- legir kennarar og kennslubókahöfundar eiga yfirleitt mjög bágt með að skrifa úrvals kennslubréf. I kennslu- bókum þarf ekki að skýra allt nákvæmlega, af því að nemendurnir geta fengið aðstoð kennarans til að skilja hið torskilda, en í kennslubréfunum er ekki hægt að komast hjá að taka tillit til þess, að bilið á milli kenn- arans og nemandans getur oft skipt hundruðum kíló- metra. Þess vegna verður að skrifa bréfin þannig, að NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.