Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Blaðsíða 14
og þaS var í haust. Þú kannt ekkert og vilt ekkert læra. Svo fór hann, eftir aS hafa kvatt hana með eimun köldum kossi. Allan tímann, sem hann var í burtu, var hann iSr- andi. hann fann að hann hafði verið óréttlátur við þetta aumingja barn, hún hafði horft svo raunalega á hann, þegar hann var að fara. Hann ætlaði að sættast við hana strax og hann kæmi heim og láta þetta aldrei koma fyrir aftur. En tækifærið til þess var ekki komið ennþá, og nú var hálft þriðja ár síðan. Hann var tvær nætur í burtu. Þegar hann kom heim var Rikka í eld- húsinu eins og hún var vön. Hún spurði hann str^A, hvort hann hefði ekki komið að Teigi og tekið konuna með sér. Nei, hann hafði ekki vitað að hún væri þar. Þá las Rikka upp úr sér það, sem við hafði borið síS- an hann fór, en honum duldist ekki kvíðinn, sem lá bak við frásögnina. Fyrst eftir að hann var farinn sat hún uppi og grét, þaS víssi hún, aS var rétt. Svo komu þau Siggi og FríSa og sátu hjá henni, þegar Rikka háttaði. Meira vissi hún ekki. Um morguninn heyrði hún enga hreyf- ingu og herbergið var læst. Hún ætlaði aS lofa henni aS sofa. En um hádegið þótti henni nóg sofið, fór upp og bankaði, en enginn gengdi. Hún leitaði á nagl- anum, þar sem lykilinn var vanur að hanga, þegar þau voru ekki heima. Hann hékk þar. Hún lauk upp og þá hafSi bara aldrei veriS háttaS í rúmiS. Svona var frásögn Rikku, sögð í vanalega ískalda málrómn- um, en augun gátu ekki duliS óróleikann, sem inni- fyrir bjó. Framh. HÁTTVIRTA KVENNABLAÐI Ég er öSru vanari en skriftum — en þó ætla ég að skrifa niður álit mitt á skólasetu unglinganna. í januarblaðið skrifar móðir, sem vill léta bæjarfélagið eða ríkiS, skilst mér, gefa öllu skólafólki miðdagsmat. Setja upp matstofu fyrir það, sem næst skólunum, líklega. Þetta er al- veg fjarri öllu lagi, frá minum bæjardyrum séð. Heimilin geta víst fætt börnin sín, eða svo er að sjá á fatnaði fólksins og ýmsum háttum þess, að það hafi vel fyrir sig. En hinu er ég sammála, að stytta skóladaginn. Enginn nemandi, ungur né gamall á að sitja daglega i skóla, viS bóklegt nám, lengur en fjóra klukkutíma. Nemendur taka ekki eftir neinu sér til gagns lengur. Og þetta er bara gamall, óheilbrigður vani aS kasa nemendur svona í skólunum. Þurfi kennararnir kaup fyrir fleiri tíma á dag, þá er betra að hækka tímakaup þeirra, en að spilla deginum, sem nemendur þurfa, vissulega, að gera fleira meS. Þeir þurfa í öllu falli að lesa námsgreinarnar heima. En kennararnir eiga aS upptendra þá til þess, svo löngun sé fyrir hendi. Á þann hátt sækist námið betur. En ofbjóða strax 13 ára börnum, með þessum langa skóla- degi, og senda þau heira, leiS og reið, stýrir ekki góðri lukku. M. Á þjóðhétíðardag Ameríkumanna, sagði Vestur-lslendingur: „Megum við allt gera, nerna drepa mann." 12 LundarfeirRja Hér stendur gamla kirkjan af högum höndum gjörS, er hajin yfir dtegurþrasiB stríBa, scm griBastaSur dalsins, sem hetju er heldur vörfi um helgan eld, um trú og vonir lýSa. Ég man þaS oft í bernsku, ég horfSi þangaB heim og heyrSi þaSan klukknahljóma þýSa. Ég vildi verSa slœrri og fara í flokki þeim, sem jram um dalinn sást til messu ríSa. Og sú kom óskastund ¦— ég var færS í sparijöt og fór dl kirkju — þaS var sumarblíBa. Ég stóS þar meSal jjöldans, svo kát á kirkjuflót, þess kunni ei skil, aS tíminn vœrj. aS líSa. Þá kváSu kiukknahlfómar og allir settust ihn, en ómur söngsins jyllti hvelfing bláa. — og mér finnst heil'óg eilífS hafa opnast mér um sinn, ég aldrei hefi lifaS stund svo háa. HvaS þá fleira skeSi eg man ei nánar neitt, þó nákvœmlcga vildi heyra og skoSa, — Aara' hinn djúpa friS, eins og allir vœru eitt, og eilíft líf var presturinn aS boSa. Nú er bcrskan fjœfri og ótal atvik gleymd, en enga stund eg lifafi hef svo hrifin. — Innst í mínu hjarta hún er í helgi geymd og aldrei uerðitr þaSan burtit rifin. Ég hugsa ojt um söfnuBinn, er söng þann messudag, um sveitungana, gbmlu vini mína — þeir haja flestir sungiB sitt hinzta IjóB og lag og liggja dánir, hver viB kirkfu sína. Hér stendur gamla kirkfan, af högum höndum gjörS, og horfir yfir kynslóSanna vegi, sem leiZarstjarna dalsins, sem von á vorri jörS um veg til lífsins — þó aS halli degi. N. N. Hvers vegna var kvenlögreglan lögð niður? Svar: Árið 1941—1942 fengu tvær konur lög- gæslustarf í Reykjavík, fröken Sigríður Erlings, sem var ráðin í heilbrigðislögregluna og frk. Jó- 'hanna Knudsen, sem starfaði við ungmennaeft- irlitsdeild lögreglunnar. Hvorug þessara löggæzlukvenna bar þó em- bættisbúning. Þegar borgarlæknisembæuið var stofnað varð frk. Sigríður eftirlitsmaður hjá borgarlækni, gegnir raunar líkum störfum og áður, þó starf hennar sé ekki talið löggæzlustarf. Hún lítur eft- ir hreinlæti á veitingastöðum og slíkt. Jóhanna Knudsen lét af störfum af því að dómsmálaráðuneytið ákvað að leggja ungmenna- eftirlitsdeild lögreglunnar niður. Lét hún af störfum 15. júlí 1945. Við hennar störfum tók, að miklu leyti, Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.