Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Blaðsíða 7
Nokkur minningarorð um
Guðrúnu Sigurbjörgu Jónsdöttur
frá Fjallseii
„Til Óðins allir ganga
þá einu og sömu brú.“ M. J. .
Fá konunöfn munu hafa verið þekktari hér á Héraði
fyrir og um síðulstu aldamót og allt fram yfir 1930
en nafn Guðrúnar Jónsdóttur eða Guðrúnar ráðskonu.
Ævisaga hennar var að mörgu leyti sérstæð og eft-
irtektarverð.
Guðrún sáluga var fædd að Fjallseli í Fellum 8.
júlí 1874. Voru foreldrar hennar, hjónin Sigríður
Björnsdóttir og Jón Þorkelsson, en er Guðrún var enn
í bernsku dó móðir hennar, en faðir hennar hjó áfram
og var rnóðir hans fyrir húinu og annaðist börnin
eftir beztu getu, en heldur mun nú hagur heimilisins
hafa verið þröngur. Systkinin voru 4 og fæddust öll
upp heima. Snemma í æsku þótti hera á því, að Guð-
rún væri afbragð annarra kvenna á margan hátt, mjög
fríð og glæsileg í allri framgöngu, ljúf og skemmtileg
í öllum viðræðum, orðheppin, svo seint mun gleymast
þeim, er til þekktu. Á þeim árum voru ekki háværar
raddir um menntun eða frelsi kvenna, en um það
bil, sem hún er að komast á þroskaár eru fyrstu
kvennaskólarnir að komast á fót, og ung að árum
réðist svo fyrir henni, að hún fór á kvennaskólann
á Ytri-Ey og dvali hún þar í tvo vetur, og átti hún
óskipta vináttu og virðingu kennara og skólastýru,
er hún lauk námi þar. Og áfram stefndi hún, því að
næst dreif hún sig í að læra fatasaum og varð hún
vel að sér í því starfi og stundaði það af og til, meðan
kraftar leyfðu. Og svo er hússtjórnarskóli var reistur
í Reykjavík stundaði hún nám þar, og mun frú Elín
Briem hafa hvatt hana til þess, því að á þeim árum
var ekki auðgert fyrir fátækar stúlkur að mennta sig
svo mikið sem þetta, og svo erfið öll ferðalög.
Um þetta bil eru búnaðarhættir eitthvað að breytast,
þá fara sunnlenzku bændurnir að reisa fyrstu rjóma-
búin, 1901 er rjómabúið í Birtingaholti stofnað, og
er þá þessi unga, austfirzka stúlka fengin til þess að
sigla til Danmerkur og læra mjólkurmeðferð og varð
hún síðan rjómabústýra í Birtingaholti í mörg ár, en
oft og tíðum var hún hér eystra að vetrinum, því
faðir hennar var á lífi háaldraður, og unni hún hon-
um alla tíð og hlynnti að honum eftir því, sem föng
framast leyfðu. Á síðustu árum Jónasar Eiríkssonar,
Gu'örún S. Jónsdóttir. —
Myndin tekin, er hún var
68 nra.
skólastjóra á Eiðum, verður Guðrún ráðskona við bún-
aðarskólann á Eiðum, í mörg ár eða flest öll árin,
þar til hann hætti og var lagður niður.
En svo verður sú breyting, að eftir nokkur ár, eða
1919, er settur á stofn Alþýðuskóli á Eiðum, og fvrsti
skólastjóri hans er Ásmundur Guðmundsson prófessor.
Hann var öllum ókunnugur hér, en nú þurfti ekki sízt
á góðri ráðskonu að halda og var það víst einróma
álit skólanefndar að fá Guðrúnu til þess að taka starf-
ann að sér. Varð hún þá við tilmælum skólastjórans,
og flest árin, sem Ásmundur Guðmundsson var skóla-
stjóri var hún þar húsmóðir á stóru. og umfangsmiklu
lieimili, og mjög rómaði hún bæði hjónin fyrir allt
samstarf við þau og reyndust þau henni sannir vinir,
bæði þá, og allt til hinztu stundar.
Síðustu ár ævi sinnar átti hún við vanheilsu að stríða,
en oft og tíðum, einkum fyrstu árin eftir að hún hætti
bústjórninni á Eiðum, var hún við sauma hjá kunn-
ingjum sínum og dvaldi oft hjá frændfólki og vinum,
því kraftarnir þverruðu óðum, enda dagurinn orðinn
langur og annasamur. Atvikin höguðu því nú þann-
ig, að síðustu geislar hverfandi dags féllu yfir liana
á Eiðum, á heimilinu, sem hún hafði stjórnað svo
lengi, lúðst og hvílst, glaðst og hryggst og séð vonir
bæði lifna og deyja. Hún andaðist 4. apríl 1946 og
var jarðsett að Hofi í Fellum. Þar hafði hún um
langt tímabil verið til heimilis og þangað fylgdu vinir
og sveitungar henni til grafar.
Þetta eru nú stóru drættirnir úr ævistörfum hennar,
en svo var svo margt fleira, sem hún starfaði að.
Hún var einn aðalhvatamanna að stofnun kvenfélagsins
„Dagsbrúnar“ og er það með elztu kvenfélögum hér
eystra, og ég minnist þess frá bernsku- og æskuárum
mínum, að hvar sem von var til að margt fólk kæmi
saman, við hvaða tækifæri sem var, var Guðrún jafn-
framt sjálfsögð að sjá um allan undirbúning og fram-
reiðslu og fórst henni það ævinlega með prýði.
NÝTT KVENNABLAÐ
5