Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Page 6

Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Page 6
þess séð ótal bréf, sem bera þess greinilega vott, að þessi kennsluaðferð er að minnsta kosti ekki lakari en gamla skólaaðferðin, nema síður sé. Ileynsla ann- arra þjóða, ekki sízt Ameríkumanna, sýnir hið sama, og í Kússlandi liafa bréfaskólar meðal annrs verið notaðir við háskólakennslu síðasta áratuginn með prýðilegum árangri. Þaó eru meir en 150.000 nemendur, sem lesa kennslubréf frá „Hermods“ sem stendur, og nemenda- fjöldinn hefur meir en þrefaldazt síðasta áraluginn. Svipað er að segja um tvo aðra sænska bréfaskóla. Fólk veit, að ekkert svindl né klastur er leyft við fram- kvæmd kennslunnar og bréfaskriftanna. Mjög oft láta foreldrar, sem sjálfir hafa lesið hjá „Hermods“ í æsku, börn sín lesa þar líka, og fátt sýnir belur en það traust fólks á getu skólans og gæðum. Þótt bréfaskóli Hermods sé fyrst og fremst skóli hins hagnýta lífs, er hann jafníramt undirbúnings- skóli, sem kennir unglingum undir gagnfræða- og stúdentspróf. Samkvæmt upplýsingum, sem skólamála- nefndin sænska fékk árið 1944, tók fyrsti nemandi skólans gagnfræðapróf árið 1911, og árið 1921 tók sá fyrsti stúdentspróf. En sem stendur skipta nem- endur, sem taka gagnfræðapróf og stúdentspróf utan skóla á grundvelli bréfakennslunnar þúsundum. I skýrslu skólamálanefndarinnar sænsku er bent á þá staðreynd, að þótt gagnfræðanám taki venjulega 4 ár og stúdentsnám 3, þegar nemendurnir ganga í. venjulega skóla, er það fjarri því að vera einsdæmi, að nemendur bréfaskólans ljúki gagnfræðaprófi eftir tvö ár og stúdentsprófi eftir önnur tvö með góðum einkunnum, þótt þeir hafi aðeins notið kennslu í barnaskólum áður. Að sjálfsögðu þurfa nemendurnir að vera meðalgáfaðir og iðnir, ef þeir vilja ljúka prófi svona fljótt, en þó þurfa þeir ekki að lesa nema 4'—5 bréf á viku til þess að geta tekið gagnfræðapróf eða stúdentspróf á tveim árum hvort. Þótt stofnunin hafi útskrifað fjölda gagnfræðinga og stúdenta, voru stjórnendur hennar ekki ánægðir með aldur nemendanna. Langflestir þeirra voru komn- ir undir tvítugt, en fæstir hófu gagnfræðanám í bréfa- skólanum strax að loknu barnaskólanámi og nær allir þeir yngstu gáfust upp áður en náminu lauk. Það var auðséð á öllu, að ástæðan fyrir þessu var fyrst og fremst sú, að 13—16 ára unglingar eiga erfiðara en fulltíða fólk með að nema bréflega án aðhalds kenn- ara eða annarra fullorðinna. Stofnunin reyndi á allan hátt að finna leiðir til að gera gagnfræðanám bréfa- skólanna aðgengilegt fyrir yngstu unglingana, en allt kom fyrir ekki. Þangað til sumarið 1941 stóðu menn ráðþrota og töldu ókleift að nota gagnfræðanámsbréf til að kenna unglingum afskekktra staða undir próf að loknum barnaskóla. Fyrri hluta sumars árið 1941 kom langt bréf til Carne forstjóra. Bréfritarinn var héraðslæknir í smáþorpinu Robertsfors í Vesturbotnum. í þessu þorpi eru svo fá börn á gagnfræðanámsaldri, að ó- gjörningur er að hafa þar sérstakan gagnfræðaskóla með dýrum kennslukröftum. Þeir foreldrar, sem höfðu ráð á að senda börn sín til annarra stærri þorpa, þar sem gagnfræðaskólar voru, eyddu of fjár árlega til að mennta börnin þar, en öll fátækari börnin urðu að sitja heima og sætta sig við að verða af allri fram- haldsmenntun. Hákansson héraðslæknir átti börn, sem voru að koma á gagnfræðanámsaldur. llann kvaðst hafa ráð á að senda þau frá sér til gagnfraðaskóla í öðru þorpi, en kvaðst þó helzt af öllu vilja losna við það, vegna reynslu sjálfs sín af slíkum skólagöngum. I áratug Iiafði hann verið meiri hluta ársins að heiman á upp- vaxtarárum sínum, og þegar liann óx upp, þekkti hann -foreldra sína minna en vandalausa. Nú hafði héraðslæknirinn brolið heilann um þetta vandamál allt og komizt að þeirri niðurstöðu, að ein lausn muni vera í senn ódýrust og heppilegust. Og sú lausn var um leið lausn á erfiðleikum bréfaskólanna með gagnfræðanám yngstu nemendanna. Tillaga hér- aðslæknisins var, að „Hermods“ reyndi að setja á stofn gagnfræðaskóla í Robertsfors á grundvelli bréf- anna fyrir gagnfræðapróf, en í skólastofu með kenn- ara eða námsstjóra, sem gætir þess, að unglingarnir komi á réttum tíma og lesi bréf sín ákveðinn tíma á dag og sendi svörin við spuringunum til Málmeyjar á vissum tímum. Að sjálfsögðu gripu stjórnendur bréfaskólans tillöguna fegins hendi, og strax haustið 1941 var fyrsti skólinn af þessu tagi settur á stofn í Robertsfors. Nú munu vera yfir 200 slíkir skólar með um 5000 nemendum víðsvegar í strjálbýli Svíþjóðar. Þeir eru nefndir Robertsforssskólar, en engir aðrir skólar eiga betur skilið nafnið „skólar strjálbýlisins“. Skipulag bréfaskóla getur að sjálfsögðu verið með ýmsu móti. Á Norðurlöndum, í Englandi og Ameríku eru þeir einkafyrirtæki, sem rekin eru með góðum ágóða. Hér á landi er vísir að bréfaskóla rekinn á veg- um Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Mér er ekki fullkunnugt um rekstur lians, en mér hefur samt skil- izt, að hann hafi of fáum kröftum á að skipa og of litlu fé úr að spila enn sem komið er, enda mun hann sennilega vera rekinn fremur með tajii en ágóða. Það eru aðeins fá fög kennd við hann ennþá, og þau eru því miður ekki fyrst og frémst miðuð við hagnýt fræði. Samt sýnir reynsla og nemendafjöldi þessa ófull- komna bréfaskóla mjög greinlega, að fólk úti á landi kann að meta það, sem vel er gert til að auka jiekk- ingu þess. Menntaþrá hefur alla tíð verið aðall ís- lenzkrar alþýðu. 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.