Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Page 11
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN dans-
ar fólkið, ungir og gamlir. Hjá
frændþjóðunum dansar það inn í
skóginn og út úr skóginum aftur,
út á bersvæði, stórar flatneskjur,
þar slær það upp hring með því
að taka allt höndum saman, og
það er annar sá stærsti hringur
sem við höfum séð. Sjóndeildar-
hringurinn lítið eitt stærri. Þarna
rifjar það árlega upp þjóðdans-
ana. íslendingar mættu læra af
frændþjóðunum að skemmta sér
sinn jjjóðhátíðardag. 1 Reykja-
vík byrjar fólkið ekki að dansa
fyrr en kl. 10 að kvöldi. Sýnist
okkur að dansinn ælti að hefjast,
ekki seinna en kl. 3—4. Og helzt
ættum við að fá íþróttavöllinn til
afnota. Við horfum á íþróttir
vikulega, og oftar, mikinn hluta
ársins. íþróttamenn lileinkuðu
eér vissulega daginn, um tíma,
einir. En allt er breytingunum
háð. Vissulega væri yndislegt að
þeir kæmu í heimsókn í sínum
fallegu húningum og sýndu eitt-
livert eitt afrek á hverju vori. En
á þjóðhátíðardaginn eiga allir að
skemmta, taka þátt í skemmtun-
inni, ekki hara að horfa á. Það
gerum við hina dagana.
I
Veggteppið má sauma í einum
lit, en annars trén og gras grænt
og fólkið í litklæðum, rauðum,
bláum, gulum. — Stærð: 256X
108 spor.
•
GENGISFELLING.
Minni krónu mjög til hróss,
menn ei fella hana,
af því ég hef innanbrjósts
alla peningana.
•
ÞEGAR SÉRA PÉTUR PRÉDIKAÐI.
Inn ég hefði ekki sótt
auðlegð sálu minni,
en gaman hefði á gluggann þótt
að ga'gjast einu sinni.
Kona.
NÝTT KVENNABLAÐ
9