Nýtt kvennablað - 01.03.1950, Blaðsíða 13
í þetta gullfallega veggteppi
þarf jafa, sem er að stærð 2
metrar og 20 cm á lengd og
80 cm breiður. Saumist með
gobelín eða krossaum yfir tvo
þræði. Mynztrið fæst með öll-
um litaskýringum á Vefnaðar-
stofu Karólínu Guðmundsdótt-
dóttur, Ásvallagt. 10. Með pönt-
un verður að taka það fram bvaða grunnlit óskað er eftir. — Vefnaðarstofan hefur beðið blaðið að segja þeim, er pöntuðu hjá
henni efni í „Skálholt við sólsetur" en ekki hafa fengið það, að dráttur þessi stafi af því að vöntun hafi verið á efninu, en inn-
an skamms fái þeir pöntun sína.
sem henni dalt í hug. Hann mundi þessi orð ennþá. —
Líklega gleymdi hann þeim aldrei.
Svo komu boð frá Rikku, að hann skyldi sækja hana
á spítalann. Hann fór án þess að bera það í mál við
Rögnu. Rikka var heimilismanneskja hans, og honum
fannst það sjálfsagt.
Ragna hafði auðsjáanlega reynt að þvo allt hátt og
lágt. En Rikka var samt ekki fyrr komin inn í eldhús-
ið, en hún fór að suða um hvað borðin væru orðin
blökk og andstyggileg. Næstu dagar voru víst reynzlu-
dagar fyrir Rögnu. Rikka fann að öllu og suðaði eins
og randafluga.
— Þú mátt ekki taka svona hart á þessu Rikka,
sagði hann einu sinni — hún er svo mikill unglingur.
Þetta voru líka einu líknaryrðin, sem hann lagði konu
sinni í allri hennar baráttu hinn stutta samverutíma
þeirra. Hann hefði viljað mikið gefa til að þau hefðu
verið fleiri.
Loks keyrði fram úr hófi eitt kvöldið. Þá hljóp
Ragna út í kofann til Möngu gömlu. Hann sá það út
um gluggann, þar sem hann sat við bókalestur.
Nokkru seinna kom Manga í dyragættina. — Ég
átti að segja þér frá Rögnu, að hún væri farin upp að
Teigi, sagði hún, heldur fastmadt. — Fékk hún hest,
spurði hann. — Já, og svo leysti sú gamla ofan af
skjóðunni, hann mundi hvert einasta orð ennþá.
— Þarna situr þú rólegur yfir bókaskræðunum með-
an hún er hrakyrt á hurtu af heimilinu. Þetta var það.
sem ég sagði foreldrum hennar, að hér gæti hún aldrei
þrifizt. En því hefði ég ekki trúað, ef ég sæi það ekki.
að þú létir kerlingarskrattann rífa hana í sig, þegar
J)ú ert í landi. Svo skellti hún hurðinni aftur og þaut
ofan stigann eins og unglingur.
Þetta ýtti við honum. Hann flýtti sér út, og kom
nógu snemma til að ná í Rögnu, rétt í því, að hún
ætlaði að fara að setjast á bak reiðingshesti, sem ná-
granni föður hennar átti. Hann hafði hana til þess að
hætta við ferðalagið.
Næstu daga lét Rikka hana í friði. Hún hafði sjálf-
sagt heyrt rausið í Möngu. Fyrripart vetrarins, jjegar
hann var að kenna, var Ragna mest alltaf hjá foreldrum
sínum. En þegar hún var heima sat hún oftastnær uppi
á Iofti allan daginn, eða hún var í kofanum hjá Möngu
gömlu, það frétti hann seinna.
Um jólin kom hann heim. Þá sýndi hún honum
heilmikið af handritum, sem hún var búin að skrifa.
— Þú ættir að fara að leggja þetta á hilluna og hugsa
um konustörfin, góða mín, hafði hann sagt, laus við
alla hrifningu. En Iivað hún varð dauf og vonsvikin.
— Ég hef ekkert annað að gera, Rikka er ekki
lengi að’ gera húsverkin, ]>au eru ekki svo mikil. Og
þetta sá hann, að var sannleikur.
Rikka klagaði yfir J)ví, að hún talaði varla orð við
sig, en það vantaði ekki kátínuna, þegar einhver ann-
ar kæmi upp til hennar, ekki sízt Siggi Jónatans og
Fríða systir hans. Ragna og Siggi voru fermingarsyst-
kini og miklir mátar. Þá fann hann í fyrsta sinn til
afbrýði. Jólin urðu ekki eins skemmlileg og hann var
búinn að hugsa sér — fyrstu og síðustu jólin þeirra.
Ragna var orðin talsvert breytt, glaða fjöruga stúlkan
átti ekki heima á þessu heimili, hún var hrygg og fá-
töluð. Hann uppgötvaði það þá fyrst, að aldursmun-
ur þeirra var allt of mikill. Henni var sjálfsagt farið
að þykja vænna um Sigga, sem var ungur og kátur.
Það sótti á hann gamla þunglyndið. Á gamlársdag
hugsaði hann sér að fara fram í dal og halda nýárið
hjá bróður sínum.
Hann ætlaði að tala um það við hana, hvort hún vildi
ekki verða með, en þá sá hann hana allt í einu standa
út á götu og skrafa og hlæja við Sigga og Fríðu syst-
ur hans. Það reið baggamuninn. Hann fór að týgja sig
til ferðarinnar án þess að minnast á það við hana, að
verða með.
— Ætlarðu að fara í burtu, spurði hún dauflega,
og ekki verða heima hjá mér um nýárið. Hann svaraði
kuldalega:
— Ég býst ekki við að þú sjáir eftir mér.
Hann gleymdi ekki þessum orðahnippingum. Þau
voru brennd inn í hans eigin samvizku. Hún bað hann
með klökkva í röddinni:
— Láttu Rikku fara í burtu, ég þoli þetta ekki leng-
ur. Ég veit hún spillir þér við mig, þú ert orðinn svo
breyttur.
Og hann hreytti til hennar: — Þá yrði heimilið eins
11
NYTT KVENNABLAÐ