Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Blaðsíða 9
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Skrauthólum (MINNING) „— En mér finnst það stœrra að stríSa og brjóta í stórhríSum œfinnar mannrauna ís.“ Flestum okkar verður gangan full erfið, þó að við sjáum fram á veginn og njótum þeirra dásemda og búum við þau skilyrði, er sjónin veilir, og leldum okkur án þess dæmd úr leik á vettvangi lífsins. Við skiljum naumast það þrek og þá þjálfun, sem til þess þarf að verða fær um að vinna blindur, nyt- samt starf, jafnvel þótt, það sé einhæft, og nái ekki lengra en að öðlast leikni í nokkrum handtökum. Ef við heyrum sagt frá húsfreyju í næstu sýslu, eða öðrum landsfjórðungi, sem stendur í stöðu sinni og vinnur blind öll þau störf, sem okkur hinum finnast ærið vandasöm og umsvifamikil — ja, þá hristum við höfuðið og höldum, að sögumaður fari með ýkjur, eða þetta sé eitthvað málum blandað. En sé nú þetta grann- . kona okkar, á næsta bæ, og við sjáum hana með eigin augum við störf sín, oft og mörgum sinnum, getum við ekki rekið sjálf okkur úr vitni, því sjón er sögu ríkari. Ein slík kona hefur nú lokið dagsverkinu, á miðjum aldri að vísu, en skáldið segir, að langlífi sé ekki há tala æfiára heldur „alefling andans og alhöfn þörf.“ Konan, sem þessar línur eru helgaðar er Guðrún Sig- urðardóttir, kona Tryggva Stefánssonar, bónda á Skrauthólum á Kjalarnesi. Hún lést á heimili þeirra hjóna á síðastliðnu sumri 47 ára að aldri. Guðrún var eyfirzk að ætt, en alin upp á Flugu- mýri í Skagafirði. Ung giftist hún eftirlifandi manni sínum, Tryggva Stefánssyni og stofnuðu þau heimili norður þar. En eftir fárra ára sambúð missti Guðrún heilsuna og varð þá að hverfa hingað suður á land til lækninga frá 5 börnum sínum kornungum. Ekki þarf að fjölyrða um þá þungu raun, er hún varð þannig að láta öðrum eftir móðurhlutverkið. Ekki fékk hún bót meina sinna, en missti sjónina á báðum augum. Eftir nokkurra ára sjúkrahúss- og heilsuhælis vist vann Guðrún að blindra iðn um skeið, og hlaut hún þar verðlaun fyrir frábæra handavinnu. Svo eftir um 8 ára aðskilnað sameinaðist fjölskvldan á ný. Keyptu þau hjón Skrauthóla á Kjalarnesi og bjuggu þar síðan, eða um 18 ára skeið. Þar varð þeim tveggja barna auðið, sem luin fékk að annast frá fæð- ingu og bæltist henni þannig að nokkru, að hún várð að hverfa frá hinum börnunum ungum. Guðrún var mikil atgervis kona til sálar og líkama, ásjáleg og vel vitiborin, stórbrotin í lund. Mikil skap- NÝTT KVENNABLAÐ festu kona og viljasterk, trygg og vinföst. En eins og mörgum verður, sem hafa þunga reynzlu að baki, blandaði hún ekki geði við marga, en var hlý í við- móti, glaðleg, stillt og æðrulaus. Hún var gædd þeirri göfugu stórmennsku, sem til þess þarf að bera kross- inn eins og ekkert sé. Sjálfsmeðaumkun var henni fjarri skapi, og ekki fannst henni þörf á að sér væri vorkennt. Að vera blindur taldi hún ekki meira en hvað annað, sem hverjum einum mætir í lífinu. Hún lét ekki hlut sinn fyrir örlögunum, en fann lífi sínu gildi í því, að vera hlutgeng á vettvangi lífsins, þrátt fyrir það, að hún var svift því nauðsynlegasta, sem til þess þarf, að flestra áliti. Guðrún gekk alblind að öllum sínum húsmóður- störfum, vissi um hvern lilut á heimili sínu og hafði allt í röð og reglu. Stóð gestum fyrir beina, og gekk um hús sitt svo örugg, að margur, sem ekki vissi, veitti þvi ekki athygli að henni væri nokkurs vant. Hún ann- aðist börn sín nýfædd, og ef hún liafði tíma afgangs vann hún að burstagerð eða annarri handavinnu, því að henni féll aldrei verk úr hendi. Um sláttinn eða annan útiannatíma var hún oft ein við húsverkin mikið af deginum, við annað var ekki komandi, hversu óljúft, sem manni hennar og börnum var að sjá hana leggja á sig meiri vinnu en holt var hennar líkamlegu heilsu, því að þau hjón bjuggu góðu búi og var maður hennar meir en fús að veita henni þá aðstoð, sem hún þarfnaðist, en hann skyldi, að henni var það nauðsyn að finna og vita sig fullgilda í stöðu sinni. Það veitti henni hamingju að standa við hlið manns síns og bera sinn skerf af hita og þunga dagsins. Guðrún var svo eðlileg í tali og háttum, og gerði sér glögga grein fyrir öllu því er til hennar kasta kom og tilheyrði stétt hennar og stöðu, að manni fannst sem lienni gæfist óvenjuleg sálarsýn, er lýsti upp líf hennar og starfssvið, og henni tókst að samhæfa hug og hönd þessu innra ljósi, með þeim árangri, að hún var jafn- oki þcirra, sem hafa fulla sjón. Þannig byggði hún líf sitt upp að nýju og öðlaðist hugarró og mikla starfs- gleði. Og hún átti einnig láni að fagna, þrátt fyrir sitt mikla mótlæti. Hver er sinnar gæfu smiður, segir spakmælið, og þó þar virðist fullmikið sagt, fljótt á litið, „á lánið marg- ar laundyr“, og liggur ekki alltaf í augum uppi. Guð- rún átti manndóm til þess að standast í stórhríðum æv- innar. Hún átti mannvænleg og artarsöm börn, og hún átti ágætan mann, sem reyndist henni eins og bezt mátti verða. Þrátt fyrir hugrekki og sálarþrek mun hún hafa átt margar þungbærar stundir, sem hann einn vissi um og var fær um að létta henni. Hann fluttist til Suðurlands, henni samhliða og var henni ávallt ná- 7

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.