Nýtt kvennablað - 01.02.1954, Blaðsíða 15
Tágliami
Fallegir
ullartaus-
kjólar.
KARTÖFLUR
Kartöflur eru mikilvægasta matjurtin, segir Helga
Sigurðardóttir og auðugar af C-vitamíni. — Til þess
að fullnægja C-vitamínþörfinni, ætti hver maður að
borða minnst 400—600 gr. af kartöflum á dag. Við
verðum að venja okkur á að sjóða kartöflur tvisvar
á dag og spara enga fyrirhöfn á því sviði. Heitar, soðn-
ar kartöflur með smjöri, eru herramannsmatur. Kar-
kartöflu-salat og kartöflustappa eru kongafæða með
smurðu brauði og kjötáskurði. Eftir annað eins upp-
skeru sumar sem s.l. ár, þegar loksins nóg er til af
kartöflum megum við sízt gleyma ágæti þeirra. Þriggja
til fjögurra mánaða gömul, eiga börnin að byrja að
borða kartöflur og ætíð síðan.
Það hefur verið tekið sem dæmi upp á hápunkt van-
þekkingar í eldhússtörfum, að kunna ekki að sjóða
kartöflur. — Stúlkan skolaði þær undir vatnskrana án
þess að hirða um þó sandur og musk væri neðst í pott-
inum og sauð svo allt saman. — Það ætti að vera
vandalaust að hella kartöflunum í vaskinn og mjög
fljótlegt að bursta þær og renna á þær köldu vatni.
Setja þær síðan í hreinan pott. Sumir vilja borða
hýðið.
Daiglega notum viS þessa harlöflurétti:
KARTÖFLUSTAPPA
1 kg. kartöflur, t/4 1 mjólk, salt og pipar.
Bezt er að velja stórar kartöflur og afhýða þær hrá-
ar. Sjóða þær, en salta ekki í pottinn. Þegar þær eru
soðnar er vatninu hellt af og þær látnar rjúka. Stapp-
aðar með sleif. Sjóðandi mjólkinni bætt í, fyrst ör-
lítið, en svo meir og meir þar til hún er búin. Fínt salt
og pipar sett eftir smekk. Sykur, þeir sem það vilja.
KARTÖFLUSALAT
1 kg. kartöflur, 100 gr. smjörlíki, 2 laukar,
lí/4 dl. vatn, 2—-3 skeiðar edik, pipar, salt, sykur.
Kartöflurnar soðnar, afhýddar og skornar í sneiðar.
Smjörlíkið sett á pönnu og Iaukurinn skorinn í þunnar
sneiðar steiktur í smjörinu. Vatnið þá sett út í
smátt og smátt og kryddið, pipar, sykur og salt eftir
smekk. Kartöflusneiðarnar síðast. Blandast vel saman
með því að hrista pönnuna. Þegar kartöflurnar eru
orðnar heitar, er salatið sett á fat og farið að borða.
KARTÖFLU-TVÍBÖKUR
300 gr. soðnar kartöflur, 300 gr. hveiti. 6 teskeiðar
lyftiduft, ll/á teskeið salt, iy2 teskeið sykur, 60 gr.
smjörlíki, iy2 dl. mjólk.
Þegar búið er að saxa kartöflurnár er öllu blandað
saman. Smjörlíkið mulið út í og vætt í með mjólkinni
og deigið hnoðað. Búnar til aflangar lengjur, þær
skornar í smá búta, sem velt er milli handanna í kúlur.
Látnar á smurða plötu. Pikkaðar. Bakaðar. Skornaf
sundur kaldar, og þurrkaðar eins og tvíbökur.
★
Sagt er, að hafi menn ætlað að grafa í haug Kórmaks
skálds, yrðu menn alltaf frá að hverfa vegna hýsna,
sem þá hafi sézt. Annað hvort hafi sjórinn sýnzt ganga
á land eða Melstaðskirkja tekið að loga.
★
Einn maður getur yfirleitt aldrei skilið annan mann
eins og hann er, hversu náin kynni sem hann hefur af
honum. — E. Ó.S.
NÝTT KVENNABLAÐ ■ Afgreiösla: Fjölnisveg 7 í Beykjavík - Sími 2740 - Iiitstj. og ábm.: Guörún Stcjúnsd. - Borgarprent