Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Qupperneq 3
NYTT
KVENNABLAD
16. árgangur.
1. tbl. jan. 1955.
Anna frá Moldnúpi:
Pílagrímsferð til grafar Nightingale og Stoney-Cross
Framh.
Ég gekk snemma til sængur minnar í Lyndhurst, því
að þar virtist mér ekki neitt vera til fyrir mig aS stytta
stundirnar við, eftir að dimma tók. Rúmið fannst mér
heldur kalt fyrir mitt íslenzka blóð og getur það hljóm-
að dálítið kynlega í eyrum. Kuldinn, ásamt því að ég
háttaði fyrr en vant var, varð til þess, að ég sofnaði
ekki fyrr en seint og síðar meir.
Það munaði líka minnstu, aö ég væri hálf sneypuleg
loksins, þegar ég allra manna seinust af þeim, sem í
húsinu gistu, drattaðist ofan til morgunverðar. Utan við
herbergisdyr mínar stóð stór kanna með vatni, sem eitt
sinn hafði verið heitt og mér hafði verið ætlað til þess
að lauga minn synduga kropp úr, um leið og ég klædd-
ist. Auðvitað hafði þá um leið verið drepið ofur hægt á
dyr mínar, að enskum sið, en ég hafði þá verið svo langt
inni á löndum svenfs og drauma, að ég hafði enga hug-
mynd um, að neitt þvílíkt hefði átt sér stað. Ég hafði
það þó af að vera setzt að borðinu, áður en allir aðrir
hurfu á brott. En sat svo ein eftir og raðaði í mig ágæt-
lega kjarngóðum morgunverði. Það mundi líka koma
sér fyrir mig, sem ætlaði að rölta fótgangandi allan
daginn.
Áður en ég fór, varð ég að rita nafn mitt í gestabók-
ina, og það sem meira var, umsögn um það, hvernig
mér hefði líkað vistin. Þar sem ég sá að allir, sem á
undan mér vóru burt gengnir, luku upp einum munni
um ákjósanlega aðbúð, kunni ég ekki við að bendla
umkvörtun um kulda við mitt íslenzka þjóðerni, svo að
ég át bara klausuna upp eftir hinum gestunum, að allt
hefði verið upp á það ákjósanlegasta.
Þegar ég kom út, sá ég, að ég hafði sofið fram á
þann fegursta og unaðslegasta dag, sem Guð getur gefið
í septembermánuði. Það blakti ekki hár á höfði, og
hvergi sást eitt skýskaf á lofti. Mér fannst ég vera mesta
hamingjubarn þessarar dauðlegu jarðar, sem svo títt og
oft skipti skini og skrúum meðal barna sinna.
Lundhurst er aðeins smá bær með eitthvað um 2000
Arma og írú King.
Myndin er úr búkinni. A6t og demantar.
íbúa. Eiginlega er hún eins konar hrossaræktunarstöð
brezka ríkisins. Mikill fjöldi smáhrossa, sem Englend-
ingar kalla „ponny“ ganga sjálfala í New-Forest (nýja
skógi) umhverfis Lyndhurst. Ekki er mér grunlaust um
að New-Forest ponnarnir, sem orðlagðir eru um allt