Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Side 5
Tandamálið mikla
Það var snemma morguns. Við fengum okkur göngu
um Arnarhólstúnið, vinur minn og ég. Það var vor i
lofti og ilmur í morgunblænum. Öldurnar dottuðu út
á sundunum, og tíbráin titraði yfir eyjunum.
Við vorum í bezta skapi, okkur fannst tilveran brosa
við okkur. Það var líkast því, að náttúran tjaldaði sínu
fegursta og bezta þennan morgun.
„í raun og veru er lífið dásamlegt,“ sagði vinur
minn. Ég var rétt að því komin að samþykkja það, en
í stað þess þagði ég og starði stjörfum augum fram
hjá honum. „Líttu á þetta þarna,“ sagði ég loks, þeg-
ar ég gat eitthvað sagt.
„Hvað er það, sem ég á að sjá?“ spurði hann. „Þetta
þarna,“ endurtók ég, „þessa vesalinga, sem þarna
liggja. Þarna hafa þeir verið í nótt.“ „Þetta eru „rón-
arnir“ úr Hafnarstræti,“ sagði liann. „Þetta eru menn,“
sagði ég. Ég fann ekki lengur vor í loftinu, eða ilm í
blænum, ég heyrði heldur enga töfratóna frá hörpu
vorsins, aðeins hroturnar í meðbræðrum mínum, sem
lágu þarna undir garðinum. Þarna var þeirra nætur-
staður. Þeir voru þrír, tveir af þeim voru skólausir, og
sá þriðji berfættur. Óhrein föt og úfið hár, uppmáluð
eymd og volæði. Þetta var það, sem ég sá. Hvað get-
og fögur, gömul steinkirkja, þetta var Emery-Down-
kirkja. Kyrrlát var hún og heilög með sínum ævagömlu,
marglitu, fremur litlu keramik gluggum. Er hún því
nær éina gamla kirkjan, sem fengið hefur að halda sín-
um gömlu listrænu gluggum alveg ómenguðum. Nafna-
bók var í kirkjunni og um leið og ég reit nafn mitt
þar, duttu mér í hug orð Steingríms, þar sem hann segir:
„En helzt til víða held ég, að mitt heiti væri skráð.“
Þetta var nú þriðja kirkjan, sem ég skráði lieiti mitt í,
á þessari pílagrímsgöngu.
Þarna lá nú þorpið fyrir neðan í djúpri friðsælli
hvos, umlukt á alla vegu af stórum laufríkum trjám.
Sýndust allar viðartegundir dafna þarna mjög vel í
skjólinu, sem hæðirnar veiltu á 3 vegu, aðeins var skarð
móti vestur átt, og um það lá aðal vegurinn til Sloney-
Cross.
Það eina, sem mig vantaði í alsæluna þennan morg-
un var það, að ég hafði ekki fengið neitt kaffi til þess
að hreyfa blóðið á göngunni. Mér fannst alveg upp-
lagt að bæta úr því hér í þessari paradís friðarins.
Framh.
um við gert fyrir þá, sem svona illa erú komnir?
spurði ég.
Já! hvað getum við gert? Það er spurningin, svaraði
vinur minn.
(Já) Hvað getum við gert? spyrja svo margir og
allir vita að eitthvað þarf að gera. 1 því sambandi
dettur mér þá fyrst í hug, hversu margir verða úti í
lífinu, vegna kulda, kærleiksleysis og eigingirni ann-
arra? Ungur piltur, sem byrjaður var að drekka, trú-
lofaðist góðri stúlku og hét því að verða reglusamur á
ný. Um þetta leyti veiktist móðir hans og varð að fara
á sjúkrahús, en áður hafði hún útvegað syninum
skipsrúm á togara, og sagt skipstjóranum jafnframt,
að hún væri í þann veginn að fara frá heimilinu vegna
sjúkleika. Hún vissi ekki annað en að syninum væri
borgið, með því að atvinnan væri framundan, en hvað
skeSur? Eftir eina veiðiferð er pilturinn settur í land
vegna þess eins, að hann hafði lítið sár á hendi, þeg-
ar hann var ráðinn á skipið og hafði það ýfst upp við
sjóvolkið og gat hann því tæplega notið sín við störf-
in, og þar sem eldri maður og vanari vildi fá skips-
rúm var drengnum sagt upp starfi. Þá var ekkert fram-
undan annað en atvinnuleysi, heimilið sama sem lok-
að, því ekki gat faðirinn bæði sinnt sínum störfum og
séð um matarlagningu, þvott og ræstingu.
Nú var voðinn vís. Pilturinn lenti á ný út í óreglu,
og þær fréttir er móðir hans fékk af honum,\urðu
henni síður en svo til heilsubótar. Þess má geta að
þetta atvik gerðist ekki i Reykjavík. Nú vil ég spyrja.
Fór skipstjórinn rétt að þarna? Ég segi nei! Að vísu
er ekki nema eðlilegt að þeir verði að keppast eftir
sem duglegustum mönnum til starfa á skipin, og þessi
umgetni piltur var viðurkenndur duglegur burtséð frá
sárJnu á hendi hans. Það rétta hefði verið að láta
hann vera í landi á meðan skipið færi út í næstu ferð,
og taka hann svo aftur, er sárið væri gróið, úr því að
ekkert var annað til fyrirstöðu. Þctta er aðeins eitt
dæmi um kærleiksleysi og síngirni mannanna, hversu
þeir eldri og þroskaðri verða oft til þess að hrinda hin-
um yngri og óreyndari út af sporinu, í stað þess að
rétta honum bróðurhönd í kristilegum kærleika. Við
vitum, að atvinnu- og aðgerðarleysi er eyðilegging
fyrir hvern starfhæfan fullþroska mann. Hvað þá fyrir
unglingana. Það er til nokkuð, sem heitir samábyrgd,
og hvar er hennar frekar þörf en á uppeldis- og sál-
gæzlusviðinu. Það er ekki óalgengt að heyra talað um
NÝTT KVENNABLAÐ
3