Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Page 9

Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Page 9
Ása litla gæsa smali Drengjapeysa. Aðallitur: grár. FramstykkiS: Fitjaðar upp á prjóna no. 2 121 1. og prjónaður snúningur, 1 r og 1 sn, 5 cm. langur. Skift um og nolaðir prjónar no. 2y2. Þegar prjónaðir hafa verið ca. 22 cm. (slétt prjón) er fellt af fyrir hand- veginum, 4 1 í byrjun tveggja næstu prjóna, og 2 1 í byrjun á þar næstu tveim prjónum (109 1 eru eftir). Bakstykkið: prjónað eins og framstykkið. Ermarnar: Fitjaðar upp 59 1 á pr. no. 2 og prjónað- ur snúningur 4y2 cm. langur, 1 r og 1 sn. Teknir pr. 2y2 og prjónað slétt prjón, en aukið í einni 1 hvoru megin á hverjum cm., alls 20 sinnum (99 I). Þegar ermin er ca. 30 cm. er tekið úr fyrir handveginum, 4 1 í byrjun tveggja næstu pr. og 2 1 í þar næstu tveim prjónumð þá eru eftir 87 á prjóninum. NÝTT KVENNABLAÐ ■ Brúnt • Kautt ° Gult 1 Hvítt 4 Grœnt BerustykkiS: Nú eru öll stykkin sett á hringprjón no. 2y2: Bakstykkið, ermi, framstykki, ermi (alls 392 1.) og prjónað slétt prjón, en tekið úr í handveginum í annarri hvorri umferð. Fyrstu 2 1 á baki og síðustu 2 1 á baki, fyrstu 2 1 á ermi og síðustu 2 1 á ermi og fyrstu og síðustu 2 1 á framstykki. Þegar prjónaðar hafa verið 14 umf. er byrjað á mynztrinu, en úrtektin alltaf eins, á öðrum hvorum prjón. Athygli þarf að veita því, að einn tíguloddurinn á að vera beint fram- an á, einn beint aftan á, og á háöxlinni. Eftir að mynztrið, sem sýnt er á myndinni hefur verið prjón- að, er miðl. á bakinu felld af og haft op á bakinu upp úr. Eftir það þarf að prjóna annan pr. sn. svo að það verði slétt prjón á peysunni áfram. Haldið áfram með græna litnum þangað til 103 1 eru á prjóninum, þá skipt um prjóna, teknir no. 2 og pr. 1 y2 cm. langur snúningur, 1 r og 1 sn. Rennilás í bakið. Höfundur, þessarar visu var á íerð í áætlunarbíl til Kefla- vikur. Er hún sá lipurð Ameríkana við stúlkurnar varð henni að orði: Vallarlóur léttstígar leita upp til heiða, eru Kanar alls staðar útbúnir til veiða. Rannveig Gu'Snadóttir. 7

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.