Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Síða 10

Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Síða 10
Gu&rún frá Lundi: ÖLDUFÖLL FRAMHALDSSAGAN Það sváfu allir í kaupstaðnum, þegar hún gekk út brekkuna fyrir Víkina. En hvað allt var vinalegt. Sjór- inn eins og fágaður spegill. Hún var orðin þreytt og fann að annar skórinn var orðinn botngenginn og sokk- urinn var að fara sömu leiðina. Samt hljóp hún ofan af brúninni og heim að Bjarnabæ. Bærinn var lok- aður, en hún var nógu kunnug til þess að geta opn- að. Það voru allir í fasta svefni. Samt vaknaði Signý, þegar baðstofuhurðin var opnuð. Hún reis upp við olnboga, þegar hún sá dóttur sína, berhöfðaða með ógreitt hárið, ennþá í kápu. „Hvað er að sjá þig barn. Er eitthvað að þér?“ Sigga stóð grafkyrr fram við hurðina. Hún hafði verið búin að hugsa sér að falla í faðm mömmu sinnar og kyssa hana marga kossa, en nú var eitthvað í málrómi hennar, sem aftraði henni frá að gera það. „Ég er bara komin og fer aldrei aftur frameftir. Mér hefur leiðst svo mikið og ég ... Meira gat hún ekki sagt fyrir gráti. „Ég er svo aldeilis hissa,“ sagði Signý og hallaði sér út af aftur. „Hvað skyldurðu hafa að gera hér í allt sumar.“ Þá vaknaði Jónas. „Sæl vertu Sigga mín!“ sagði hann. Ilefurðu gengið alla leið innan frá Sléttu? Hún hljóp til og kyssti hann. Hann strauk yfir lárvotar kinnar henn- ar.“ Þér hefur leiðst svona mikið þarna innfrá,“ sagði hann. „Já, og svo hefur mér verið svo illt í bakinu. Ég var líka skömmuð og ... “ „Þér dettur ekki í hug að hreyfa þig Signý,“ sagði Jónas. „Heldurðu að hún sé svo vel haldin, að hún 'þurfi einskis með?“ Signý settist upp og fór að klæða sig. Yngri dreng- urinn svaf fyrir ofan hana. Tryggvi var kominn í sveit- ina. „Ég býst við það sé ekki mikið til handa henni,“ sagði hún stuttlega. „Maturinn flóir nú ekki út úr ílátunum hérna eins og í sveitinni um fráfærnaleytið Líklega hefði verið nær fyrir hana að vera þar, sem eitthvað er til.“ „Þú hafðir víst eitthvað til að skammta í gærkvöldi, og það engan vandræða mat, nýja lúðu. Var ekki eitt- hvað eftir af henni,“ sagði Jónas í þeim tón, að kona hans varð mýkri í máli. „Æjú, en það er bara kalt handa henni anganum litla. Ég seldi alla mjólkina upp.“ Sigga sagði föður sínum frá því, sem hafði komið fyrir hana daginn áður og bætti því svo við, að Bensi hefði sagt, að hann væri viss um að pabbi hennar léti S hana ekki fara aftur inneftir. „En það má enginn vita, að hann hafi reitt mig hingað út eftir, því hann átti að fara að ná í hross,“ endaði hún frásögnina. „Þú ferð hvorki að Sléttu eða á neinn annan bæ,“ sagði Jónas hughreystandi. „Ef ég hefði verið heima, hefðirðu ekkert farið burtu.“ Signý kom inn með kalda lúðu og rúgbrauð, svo sagðist hún vera að hita kaffi. Sigga tók lystuglega til matar síns, þó kaldur væri, því hún var orðin sár- svöng. Á eftir kom svo ágætt kúmenkaffi. Þó var það bezt af öllu að mega sofna í hlýju rúminu hjá pabba. Það var komið langt fram fyrir vanalegan fótaferð- artíma, þegar hún vissi af sér næst. Henni fannst hún vera á hestbaki fyrir framan Bensa. En hún var þá í rúminu hans pabba síns heima í Bjarnabæ. Hún heyrði þessar vana stunur í móður sinni fram í baðstofudyr- unum. „Þetta er nú meiri svefninn í barninu, ég ætlaði að biðja hana að reka kúna frá fyrri mig, en hún svaf svo fast að ég hætti við að vekja hana.“ „Það var nú orðið svo áliðið nætur, þegar hún kom heim, að það eru engin undur þó hún sé syfjuð,“ sagði Jónas. „Þetta er nú nokkuð spordrjúgt innan frá Sléttu.“ „Það er nú meira uppátækið í barninu. Hún hefur verið búin að ganga í sundur sokka og skó,“ andvarp- aði Signý. „Það sýnir að henni liefur ekki liðið vel á þessu gæða heimili,“ sagði hann kuldalegá. Svo kom dálítil þögn, svo stunurnar aftur: „Ég var svo sem bú- in að hugsa mér að hafa það náðugt, þegar fiskurinn væri frá og engum að þjóna, nema Munda litla,“ sagði liún. „Kannske fara fram í sveit og vera þar svo sem liálfan mánuð mér til hressingar.“ „Nú, hvað skyldi vera á móti því að þú gætir það. Það er ekki eins og hvítvoðungur hafi bætzt við þig,“ sagði hann kuldalega. „Reyndar gæti ég trúað því, að Sigga litla þyrfti kannski að hafa það náðugt ekki síður en þú. Hún hefur verið orðin út-tauguð af því að vera með drenginn, eins og ég vissi og sagði oft. Þá talaði Signý ekki meira um sínar áætlanir. Hún vissi að fá orð voru heppilegust, þegar skapið var svona kalt og úfið. „Það er bezt að vera ekkert að vekja hana, aumingja stráið,“ sagði hún í hlýrri mál- rómi en áður. KJukkan var orðin fjögur, þegar Jóna frænka geystist inn í eldhúsið til systur sisnnar. „Sæl vertu Nýja mín,“ sagði hún og var mikið niðri fyrir. Signý hresstist við komu systur sinnar, því alltaf fann hún að hún vildi henni vel, þó ekki næði það alltaf til- ætluðum árangri. „Ég get ekki sagt að ég sé vel ánægð yfir því að reka það erindi, sem mér var falið, en það er víst ekki lakara að ég tali um það, en einhver ann- ar,“ byrjaði hún. „Það er ekki allt búið barnalánið KfTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.