Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Qupperneq 11

Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Qupperneq 11
þitt ,auminginn! Sigga litla er nú bara horfin og finnst hvergi nokkurs staðar, hvernig sem leitað er. Drottinn minn sæll og góður hjálpi þér! Aumingja konan frá Sléttu er komin hingað út eftir, alla leið, alveg eyði- lögð. Hún bað mig að finna þig og óskaði eftir að þú reyndir að safna mönnum til að leita.“ ISigný hafði fengið titring fyrir hjartað, þegar Jóna byrjaði samúðarlesturinn, haldið að eitthvað hefði orðið að Tryggva litla í sveitinni, sem var enn lengra burtu en Sigga. Henni létti, þegar hún vissi að það var ekki hann. „Það er víst óþarfi að safna fólki til að leita að henni. Hún kom heim rétt fyrir fótaferðartíma á ber- um fótunum og sefur inni í rúmi,“ sagði Signý fálega. „Hún getur verið róleg hennar vegna, konuskepnan." „En þessi bölvaður ótuktarskapur í stelpugerpinu, að gera fólkið svona blóð hrætt. Ég býst við henni þyki vænt um, aumingja konunni! Ilún sagðist ekki vita hvernig gengi með krakkana heima. Ellegar þú, að láta það ekki vita, að hún væri komin.“ „Hvern átti ég að senda til þess eiginlega?“ hnusaði í Signýju. Jóna geystist inn í baðstofuna og ýtti við Siggu: „Reyndu að fara að vakna, svefnpurkan þín,“ sagði hún. „Þú hagar þér svo sem ekkert ómyndarlega eða hitt þá heldur. Strýkur í burtu og gerir fólkið hlóð- hrætt. Hafðu þig á fætur til að tala við hana húsmóð- ur þína. Hún er komin alla leið hingað út eftir til að láta vita að þú fyndist hvergi.“ „Ég þarf ekkert við hana að tala. Ég fer aldrei inn-eftir aftur,“ svaraði Sigga hálfsofandi. „Hún er í vandræðum með krakk- ana, aumingja manneskjan. Nú verður farið að færa frá, og svo kemur slátturinn. Ég ætti nú kannski að þekkja annirnar, sem eru í sveitinni um það leyti,“ sagði Jóna óðamála. „Hún getur passað sína krakka sjálf eða látið kerlinguna gera það,“ drafaði í Siggu hálfsofandi. „Ég hef svo mikinn verk í bakinu, að ég get ekki verið með stelpu angann, þó ég gerði það.“ „Ég bara skipa þér að fara fram eftir, fyrst ég réði þig þangað. Þú hefur kannski hugsað þér, að láta móður þína þræla fyrir þér alla ævina. Verða ein af þeim drósum. Það verður varla hún Sigríður dóttir mín, sem kemst upp með það, enda veit ég henni dettur það ekki í hug.“ Jónas kom inn og stöðvaði málæðið í Jónu. „Nú þú ert þá í landi núna, mágur góður,“ sagði hún. „Það er efnilegt með hana dóttur þína, ef hún ætlar hvergi að tolla, nema heima hjá henni móður sinni“ byrjaði Jóna hálf hikandi. „Það hefur víst allt- af verið vanalegt, að börnin væru hjá mæðrunum,“ svaraði hann stuttlega. „Já, þegar mæðurnar hafa eitt- livað handa þeim að gera, annað en þjóna þeim og gefa þeim að borða,“ sagði Jóna snúðug. NÝTT KVENNABLAÐ „Feðurnir hjálpa vanalega dálítið til að framfæra þau, eða það finnst mér ég gera að minnsta kosti,“ sagði hann. „Já, það getur nú verið,“ sagði Jóna, þagnaði svo og breytti umtalsefninu dálítið. „Ég veit þú-gerir það, en þetta er engin meining að líða krakk- anum að haga sér svona. Húsmóðirin er nú bara kom- in alla leið innan frá Sléttu til þess að vita um hvort Sigga sé komin heim. Náttúrlega búið að leita um allt héraðið og lengra.“ „Þú getur sagt henni, að hún skuli koma og tala við mig,“ sagði Jónas. „Ef hún hefur enga löngun til þess máttu segja henni, að hún geti fengið sér aðra barnfóstru til að skamma og snoppunga en dóttur mína.“ „Hún hefur nú sjálfsagt ekki gert það. Þetta er ágæt- is kona, bróðurdóttir prófastsfrúarinnar. Stelpan segir þetta bara til þess að þurfa ekki að fara inn eftir aft- ur,“ sagði Jóna fokvond. „Ég trúi Siggu litlu betur en þér og þessari frú, sem þú ert að reyna að halda hlífi- skildi fyrir,“ sagði Jónas. „Annars skal hún hreinsa sig af þeim áburði, ef hún vill eða getur.“ Jóna var rokin hurtu án þess að kveðja. Konan frá Sléttu kom ekki heim að Bjarnabæ, Siggu til mikillar ánægju. Reyndar þurfti hún engu að kvíða fyrst faðir hennar var heima. Bara að hann þyrfti ekki að fara á sjóinn strax aftur. Hann fór eftir tvo daga. Er ekki bezt fyrir mig að taka meiri fisk fyrst krakkinn er kominn heim og vill ómögulega fara aftur í sveitina?“ spurði Sig- ný mann sinn, þegar hann var að fara. „Nei, þetta er nóg handa þér og drengnum. Þú lætur hana vera í rúminu meðan hún treystir sér ekki á fætur, svaraði hann. „Hún finnur það bezt sjálf hvað sér líður. Ekkert barn liggur þó í rúminu, ef það er heilbrigt.“ Dagamir voru lengi að líða. Sigga tók sjaldan höf- uðið frá koddanum. Þá leið henni bezt, ef hún lá hreyfingarlaus. Það komu fáir til hennar, nema Hall- friður í Bakkabúð og Þorbjörg í Nausti, þegar þær voru ekki í fiskinum. Oftast nær komu þær með eitt- hvað gott handa henni. Stundum kom Sigga dóttir Jónu. Þá taldi hún upp það, sem hún hefði gert þann dag og næsta dag þar áður og bætti vanalega við: „Það dugar nú ekki fyrir mig að ætla mér að liggja í rúminu. Ég er smeik við að mamma segði eitthvað, sem vonlegt er.“ Eitt kvöldið sat Þorbjörg í Nausti við stokkinn hjá Siggu litlu ög var að greiða henni, þegar frænkan kom inn. „Já, gengur nú ekki fram af mér,“ sagði gesturinn. „Læturðu greiða þér? Hvað skyldi hún móðir mín tauta yfir mér, ef ég hagaði mér svona.“ „Ég skil nú ekki í að þú hagaðir þér neitt öðruvísi, ef þú værir jafn illa farin til heilsunnar og hún,‘ ‘sagði Þorbjörg. 9

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.