Nýtt kvennablað - 01.01.1955, Qupperneq 14
var orSin fokreið áður en Jónas lauk máli sínu. „Allt
af ert þú eins með ógerðarháttinn ,eins og það sé
ekki alvanalegt að bláfátæktir foreldrar verði fegin
að koma börnum sínum í sveit, þar sem þau hafa
meira og betra að borða.“ „Það var nóg handa henni
að borða heima,“ sagði hann. „Þú þarft bara alltaf að
vera eitthvað að sletta þér fram í hvað gerist á okkar
heimili, sem aldrei verður til annars en ills eins. Ég
vildi óska að þú hættir því algerlega." — Framh.
★
KONUR, SEM GÁFU UT Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI:
Elínborg Lárusdóttir: Merkar konur. Guðrún frá
Lundi: Tengdadóttirin. Þórunn Elfa Magnúsdóttir:
Sambýlisfólk. Anna frá Moldnúpi: Ást og demantar.
Rannveig Tómasdóttir: Fjarlæg lönd og framandi
þjóðir. Margrét Jónsdóttir: Todda kveður Island.
Ragnheiður Jónsdóttir: Eg á gull að gjalda og bama-
og unglingabók: Dóra í dag. Svana Dun: Töfrastaf-
urinn. Oddný Guðmundsdóttir: Á því herrans ári.
11 i^i
NÝTT KVENNABLAÐ
jlytur útsölukonum sínum hvarvetna á
landinu margfaldar þakkir og biður
þeim og kaupendunum, einum og sér-
hverjum blessunar á nýja árinu,
___________________________________
Bakstur.
KÚRENUKÖKUR
100 gr. smjör eSa smjörlíki.
100 gr. sykur.
1 egg.
135 gr. hveiti.
3 eggjahvítur.
100 gr. kúrenur. ó
Úr bréfum.
Við höfum enn lifað jólahátíð, sameiginlega fæð-
ingarhátíð, þegar ekki er ský á lofti. Móðurinni er
bjargað og augasteinninn okkar í heiminn1 borinn. Jól-
in eru því í sjálfu sér óviðjafnanlegur fögnuður. Ein-
hver kvartaði um, að það vantaði hjartnæmari blæ á
undirbúning og komu jólanna, gerði þá athugasemd
að þetta líkist „tombó'lu41 Já, því ekki það, hlutaveltu,
þar sem ekkert núll er, heldur allir ánægðir með sinn
drátt.
Viðkvæmni erum við gripin, er sungið er erindið:
„Sofðu unga ástin mín.“ Við njótum söngsins. Hugs-
unin um að barninu var kastað í fossinn á næsta
augnabliki, má ekki grípa inn í. Við þolum ekki sífellt
stríð, þess vegna gaf guð okkur jól.
Og Nýársdagurinn er runninn upp. Þessi hreini dag-
ur, og hann er liðinn. Nú tökum við aftur til starfa
af innri þörf fyrir virkan dag.
FRÁ KARLMANNI:
Ég hef unnið samtíða stúlku (22 ára, ógiftri), er
hafði 4,500.00 kr. á mánuði, lét hún karla, er höfðu
minni laun, allt niður í 1.800.00 kr. borga fyrir sig
á skemmtunum, veitingar, o.fl. Ég held að kvenrétt-
indi ættu erindi til þessarar stúlku. Hún er heldur
ekkert eins dæmi.
SVARIÐ ÞESSU UNGU STÚLKUR.
Smjör og sykur hrært saman og eggið í, þá sigtað
hveitið. 3 eggjahíturnar stífþeyttar síðast hrærðar í
i’ igið. Deiginu strokið þunnt yfir smurða plötu og kú-
renunum stráð yfir. Bakað Ijósbrúnt. Skorið í ferkanta
meðan það er heitt. Þetta er hæfilegt í ca. 60 kökur.
Matur.
SÍLDARRÉTTUR: Síldin afvötnuð unz hún er mátu-
lega sölt. Hryggdregin og skorin í bita. Þá sett sín
sneiðin af hverju á fat. Sneið af soðinni kartöflu,
röðbeðusneið, síldarstykki, sneið af hráum lauk, sneið
af sultaðri agurku (skorin langsum). Smáttsaraðri
steinselju stráð yfir. Litlu áður en það er borið fram
(5 mín.), svo sett yfir fatið samanblandað: teskeið af
þurrkuðu enzku sinnepi, örlítið fínt salt (framan á
hnífsoddi), eins örlítill pipar, 1 matsk. púðursykur,
4 matsk. olía, 2 matsk. edik.
FYLLT KÁLHÖFUÐ með steikarafgangi, þykk, brún
sósa. — Takið y?tu blöðin sem heilegust af. Skerið
eins og lok af kálhausnum og holið hann innan. Sjóða
hann síðan til hálfs. Taka hann þá og setja ketið í
smáskorið blandað þykku sósunni, lokið sett á og blöð-
in, sem tekin voru af í fyrstu. Utan um þetta allt
hnýtt hreinu klæði og soðið áfrarn unz kálið er soð-
ið. Borið fram í heilu lagi og sundur skornar gulræt-
ur settar í kring til prýðis. Þunn, brún sósa með.
NÝTT KVENNABLAÐ - AfgreiHsla: Fjölnisveg 7 í Reykjavík - Sími 2740 - Ritstj. og ábm.: Guörún Stefánsd. - Borgarprent