Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 4
leyti, en er þó einhvern veginn kuldalegt. Eins vantar einhvern herzlumun í sönginn, þegar hann er of full- kominn. Slík fullkomnun er nefnilega tilbúin, en ekki mannleg, og ég er fyrst og fremst mannleg, eins og persónurnar, sem ég leik í óperunum. Skaplyndi. Ég veit sjálf, að engin mannleg tilfinning er mér framandi. Ég ér heilbrigð og eðlileg kona, þrjátíu og fimm ára gömul og bý í hamingjusömu hjónabandi. Hvað það snertir gæti ég alltaf komið fram eins og 'elskuleg kona, og það væri hreint ekki svo lítil auglýs- ing. En það væri rangt af mér, því að ég er listakona, en ekki engill. Ég er viðkvæm í lund, en hef megna óbeit á að Iáta tilfinningar mínar í Ijós, og hlédrægni mín leiðir oft til misskilnings. Ég hef fengið að kenna á því að vera þannig skapi farin. Mér hefur oft gramist að heyra sögurnar, sem ganga um mig, og venjulega er enginn fótur fyrir þeim. Menn halda til dæmis, að ég hafi átt dapurlega bernsku, en það er ekki rétt. Sögur liafa verið sagðar um það. að foreldrar mínir hafi flogist á. Það kann að vera, að ég hafi einhvern tíma svarað játandi, þegar ég hef verið spurð, hvort ég hafi nokkru sinni heyrt foreldra mína rífast, því að hefur ekki foreldrum flestra barna orðið sundurorða? Það hefur einnig verið sagt, að ég hafi verið ákaf- lega afbrýðisöm í garð eldri systur minnar. Þvílíkt og annað eins! Systir mín var sjö árum eldri en ég. Hvaða telpa mundi ekki í senn öfunda og líla upp til systur, sem væri svo miklu eldri og þar af leiðandi lag- legri en sú litla á gelgjuskeiðinu. — I sannleika var bernska mín ósköp blátt áfram — þó að það sé leiðin- legt fyrir þá, sem ætla sér að skrifa ævisögu mína. HeimilislífiS. Mér þykir gaman að gefa mér nægan tíma til að hátta á kvöldin, reika um stofurnar og rifja upp at- burði og ýmsar hugsanir frá deginum í ró og næði. Það er enginn tími til hugleiðinga fyrr en á kvöldin. Á daginn hringir síminn slanzlaust. En í kvöldkyrrð- inni uppgötva ég ýmislegt, sem hefur farið fram hjá mér. Mér þykir langbezt að hugsa, þegar ég ligg í rúminu mínu og maðurinn minn sefur vært við hlið mér, en hundarnir mínir, Thea og Toy, blunda í stofu- horninu. Fötin mín. Auðvitað er gaman að eiga nóg af peningum, en of miklir peningar geta þó gert lífið flókið. Ég vil aldrei spenna bogann of hátt hvorki á leik- sviðinu né í sjálfu lífinu. Til dæmis lít ég svo á, að mað- ur eigi aldrei að nota hæsta tóninn, sem maður ræð- ur yfir. Til þess að vera alveg öruggur á háu tónun- um á að minnsta kosti að hafa liálfan tón til vara Mér þykir gaman að fá eitthvað fyrir peningana mína. Ég sóa þeim sjaldan í ekki neilt. Ég er mjög kvenleg, svo að ég hef mikið yndi af að kaupa mer föt. Þar með er ekki sagt, að ég sé þræll tízkunnar. Ég skipti um föt vegna mannsins míns, og hann kann að meta það, að ég sé vel klædd við öll tækifæri. Hann hefur lifandi áhuga fyrir búningi mínum. Eftirlætis- litur hans er rautt, en ég er mest fyrir svart, grænt og dökkblátt. Áhuginn fyrir að liafa allar línur og liti í samræmi getur farið út í öfgar, svo að konan getur orðið leiðin- leg í útliti fyrir það. En ef á allt er litið, álít ég, að kona megi aldrei vera hirðulaus með útlit sitt og klæðnað. Orlög mín. Mér hefur fallið ýmislegt í skaut um ævina, en það er hrein og bein örlagatrú, sem hefur komið mér til þess að grípa tækifærin, sem mér hafa boðizt. Ég geri það, sem andinn blæs mér í brjóst. Þó að það kunni að þykja einkennilegt, finnst mér ég ekki.hafa skapað mér stöðu sjálf. Það er eins og allt hafi komið sjálfkrafa. Ég get því ekki annað en verið örlagatrúar, hvort sem ég vil eða ekki. Ég kæri mig ekki um að vita, hvað gerist á morgun eða í framtíðinni, og enginn mun nokkru sinni geta fengið mig til þess að fara til spákonu. Ég vil ekki vera bundin neinum og h'eldur ekki hafa neinar skuldbindingar. Ég hcf sterkar taugar og ágæt efnaskipti, þótt ég hafi hálfslæman maga eins- og margir listamenn. Ég mun aldrei láta mér nægja meðalmennsku. Það er ekki vegna erfiðs lundarfars, að ég heimta fleiri æfingar. Einmitt af því að ég set markið hátt, hefur þvi verið dróttað að mér, að ég sé duttlungafull. Æðsta ósk mín er virðing — að ég sé virt bæði sem kona og listamaður. Merkileg undantekning frá öllum deilum og þrætum óperuhúsanna er Covent Garden og forstjórinn þar, David Webster, sem ég hef unnið með í átla ár án þess að snuðra hafi hlaupið á þráðinn. Það hefur verið sagt, að ég ætti að draga mig í hlé. En ég vona, að ég sé ekki komin enn á efsta 'þrepið. Sem stendur syng ég ekki mjög oft, af því að það get- ur verið verra fyrir listina. Ég kæri mig ekki um, að nein breyting verði á högum mínum eins og er. Ég er hamingjusöm og þakklát fyrir það, sem ég er. Ég hef verið kölluð „primadonna„‘ og ég er hreykin af þeirri vegsemd. Gleymið ekki, að „primadonna“ þýðir „æðsta frú“, en ekki „skapbráð tígrislæða.“ Þýtt. 2 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.