Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 11
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR: SIGRÚN I NESI FRAMHALDSSAGA Vorið situr að viildum. Sigrún i Nesi gengur létt í spori út túnið. Ilún er á leið upp í fjallið fyrir ofan bæinn til þess að gæta að lambánum, sem dreifa sér um fjallsblíðina og leita nýgræðingsins. Sigrún er 18 ára gömul, há og grann- vaxin. Mikið gullbjart hár hennar bylgjast uin axlir og herðar. Vorblærinn leikur um hina gullnu lokka og lyftir þeim frá rjóðum vöngum og mjallhvítum hálsi. Augu hennar eru djúp og blá, blíð og dreymandi. Fyrir utan túnið mætir Sigrún Kára litla á Fossi. Þau heilsast. Hann réttir henni sendibréf. Sigrún tekur við bréfinu, lítur á utanáskriftina og þekkir þar rithönd Siggu, vinstúlku sinnar á Fossi. — Áttir þú að taka svar til baka? spyr hún drenginn. — Nei, ekki talaði Sigga neitt um iþað. — Jæja, væni minn. Þú skalt gera svo vel að halda áfram heim í bæinn. Skilaðu kveðju minni til Siggu. Vertu sæll. Sigrún stingur bréfinu í barminn og heldur leiðar sinnar. Hún aðgætir lambærnar. Tvær þeirra eru nýbornar, lömbin eru vel frísk og teyga ákaft móðurmjólkina. Sigrúnu er Ijóst, að ekkert er atbugavert við kindurnar og heldur áfram lengra upp í hlíðina. í miðri liliðinni sezt liún niður, tekur bréfið úr barmi sínum og les: Sigrún mín. Efni miðans er að láta þig vita, að ungmennafélagsskemmtun er ákveðin að Árbæ næstkomandi iaugardagskvöld. Ég bíð eftir þér og vona, að þú komir. Nú er Sverrir á Hamraendum kominn heim. Ifann er orðinn búfræðingur. Sennilega kemur hann á dans- leikinn. Með beztu kveðju, þín Sigga. — — Sigrún brýtur bréfið saman og stingur þvi aftur i barm sinn. Sverrir Karls- son, gamall leik- og skólabróðir hennar er þá kominn heim í sveitina að nýju. Heitur fögnuður streymir um sál Sigrúnar. Hinar björtu, hugljúfu endurminningar bernskuáranna líða fram í huga hennar og bregða skýrt upp fyrir henni heiliandi svipmynd af fyrstu kynnum þeirra Sverris. Sigrún hallar sér útaf í flosmjúkan, angandi faðm hinnar iðgrænu hlíðar og lokar augunum. Endurminningarnar tala: Hún var 10 ára. Foreldrar hennar komu henni fyrir til náms í Barnaskólanum á Fossi. Fyrsta daginn þar þekkti hún engan og dró sig i hlé, feimin og vandræðaleg, meðan hin börnin léku sér. Nokkrir strákar komu til hennar, þar sem hún stóð ein utan við barnahópinn, og striddu henni og uppnefndu hana. Sliku var hún óvön. Tárin leituðu fram í augu hennar, og hún vissi ekkert hvað hún átti af sér að gera. En þá kom drengur alveg óvænt i hópinn. Hvað hún man ennþá vel bjarta, djarfle,ga svipinn hans, þegar hann sagði við strákana, sem voru að striða henni: — Að þið skulið ekki skammast ykkar strákar að veitast að ókunnu stelpunni og stríða henni. Við skulum heldur leika við hana, svo að henni leiðist ekki. — Strákarnir urðu skömmustulegir og tíndust burt. Drengurinn kom til bennar og rétti henni höndina. — Ég heiti Sverrir Karlsson, sagði hann. — Ég heiti Sigrún Björnsdóttir, svaraði hún feimin. Hann brosti. — Viltu ekki koma í stórfiskaleik? — Ég kann hann ekki. — Þá skal ég kenna þér liann. Sverrir tók að nýju í hönd hennar og leiddi hana til hinna krakkanna. Eftir það striddi henni enginn. Þetta voru þeirra fyrstu kynni. Endurminningarnar halda áfram að birta Sigrúnu ótal fleiri NÝTT KVENNABLAÐ myndir frá skóladögunum á Fossi. Alltaf var Sverrir beztur og sjálfkjörinn foringi hinna krakkanna. Síðasta prófdaginn hans í skólanum fengu þau jafn háa aðaleinkunn, Sverrir og hún. Krakkarnir stríddu Sverri. — Óttalegur aumingi ertu að láta stelpuna, sem er tveimur árum yngri en þú, ná þér. — Enn man hún hvað liann roðnaði, en hann gekk til hennar, rétti henni liöndina og sagði um leið: — Ég óska þér til ham- ingju með einkunnina þína, Sigrún mín, þú ert miklu duglegri að læra heldur en ég, og ég get vel unnt þér þess. Þetta hafði þau áhrif á krakkana, að þau hættu að striða honum. Um vorið, þegar Sverrir var fermdur, fór hún með foreldrum sín- um til kirkju fram að Ilamraendum. Sverrir var fallegur ferm- ingardrengur, þar sem hann stóð við altarið, bjartur og svip- lireinn eins og vordagurinn sjálfur, sem lék solgullinn uin sveitina þeirra. Þá mynd hans hefur hún varðveitt frá þeim degi. En siðastliðið haust eignaðist hún svo aðra nýja og ennþá glæsilegri mynd af honum i hjarta sínu. Hún fór í göngur fyrir pabba sinn og dró fé hans i réttinni. Kallað var: Kind frá Nesi! Hún fór til að taka á móti kindinni. Sverrir kom brosandi með kindina á móti henni, og þau hleyptu henni inn í dilkinn frá Nesi., siðan námu þau staðar sitt hvoru megin við dilkdyrnar og Sverrir sagði: — Mikið finnst mér langt siðan ég hef séð þig, Sigrún. — Já, það er orðið nokkuð langt. Ertu ekki alltaf að læra á veturna? — Jú, ég hef verið við nám tvo undanfarna vetur, en ég vonast til að geta lokið námi í vor. Ég er að verða ókunnugur æskuvinunum heima í sveitinni minni og þarf að fara að endurnýja gömul kynni. Hann leit á hana heitum, leiftrandi augum og brosti. Hún mætti augum æskuvinarins nokkur andartök og blóðið streymdi fram i kinnar hennar. Brosið i brúnu augunum lians brenndi sig inn í sál hennar, en samtal þeirra varð ekki lengra. Karl hreppstjóri kallaði á son sinn. Sverrir rétti henni höndina í flýti, en hið stutta handtak hans var fast og hlýtt. — Vertu sæl, Sigrún, ég sé þig aftur í vor. — Vertu sæll. ■—- Hann hraðaði sér frarn i réttina og livarf henni í mannfjöldann. Mynd hans fylgir lienni síðan í vöku og svefni og seiðir fram í sál hennar sæla, draumblíða ])t'á. — Nú er liann kominn lieim að nýju. Hjartað slær létt í brjósti Sigrúnar. Hún stendur á fætur, hleypur niður hlíðina og heim að bænum. Átján árum aftur í djúpi tímans geymist saga, að mestu hulin bjúpi gleymskunnar, um fátaika, einmana stúlku, sem ól fallegt stúlkubarn hjá hjónunum í Nesi og dó frá því þrem- ur dögum eftir fæðingu þess. Sú saga er ungu heimasætunni í Nesi með öllu ókunn. En á bókfelli tímans er sagan þannig skráð: Ung og falleg stúlka, Sigrún að nafni, ættuð sunnan af landi, réðist kaupakona að Fossi Ilún var dugleg að vinna og öllum geðþekk. Þegar kaupavinnunni lauk um haustið, réðist Sigrún í vetrarvist að prestssetrinu Völlum. Ungur piltur, bróðir prestskonunnar, stundaði þar nám um veturinn lijá prestinum, og Sigrún varð þjónustustúlka hans. Með glæsileik sínum og bliðu vann bann brátt bug hennar og hjarta. IJún elskaði hann og treysti honum takmarkalaust. Veturinn leið og vorið kom á ný. Bróðir prestskonunnar bjóst til ferðar, alfarinn frá Völluin. Sigrún þráði að heyra elskbuga sinn tala uin bréfasamband og endurfundi við sig, en það gerði hann ekki. Skilnaðarstund þeirra rann upp. Elskhugi Sigrúnar kvaddi hána eins og hverja aðra sér óviðkomandi manneskju og fór sína leið. Hún varð eftir einmana og yfirgefin með blæðandi sár í bjarta. Um vorið fór hún burt af prestssetrinu og réði sig vinnukonu að Árbæ. Þegar fram á sumarið kom, varð Sigrúnu ]>að ljóst, að nýtt líf þróaðist undir brjóstum liennar. Hún reyndi að leyna því af ótta við mennina, en Þórdís hús- 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.