Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 7
orli kvæðiS „Fákar“, hefur skrifaS átakanlega sögu um þær aSferSir og skilur hestinn í þeirri neyS. Því miSur hef ég líka séS slíkt verk og mun aldrei gleyma iþví, hvaS hrossin voru hrædd og neyttu allrar orku gegn einhverri hættu, sem þau vissu ekki að væri til á jörðinni okkar. Mér lá við að hreyta orðum Einars og segja: „Nú logar af þjáning hin lifandi vél“. Menn, sem voru að stimpast við þetta verk, hafa lilotið að finna svita hestanna og nötrandi vöðva. Verst var þó að sjá þessi harmþrungnu, sterku augu, er þeir renndu til fjallanna — svo „fögur var hlíðin“. Enginn myndi þó skrifa um sígilda ættjarðarást þeirra íslendinga. Ó, hvað ég óskaði, að þeir gætu sloppið, tekið sprettinn heim til ættingja sinna og vina. En engu varð breytt. Stroffan tók við og hleranum skellt. Frá lestinni heyrðust sterk hljóð. Kveðja og þakklæti til Islands. Þjónalið skipsins svaraði hringingum farþeg- anna og dekraði þriflega við þá. En engum datt í hug að líta í lestina. Hestarnir höfðu enga bjöllu, báðu ekki um neitt og áttu enga peninga. Loks beygir svo skipið inn á hollenzka höfn. Þar var hestunum lvft á land og þeir beizlaðir vandlega. Þeir liorfa í allar áttir, eru valtir í spori og hneggja átakanlega. Hvers getum við vænzt af Hollendingum, þeirri herskáu, þrautpíndu iþjóð? Var óhætt að skila þessum vansælu hestum í hendur þeirra? Skreppum svo til Englands með sög- una „Fagri Blakkur“ í huga. Það menningarbákn læt- ur sér sæma, að hesturinn hnígi örmagna til jarðar skammt frá marmarahöllunum. Og er það nú satt, að hestar hafi og muni verða seldir til Spánar, þar sem leið þeirra getur legið inn á þjóðvöllinn fræga — naula- atið. Þekktur Islendingur, er hafði farið vítt um lönd, sagði sínar ömurlegustu minningar þaðan. Því átak- anlegri, sem viðureign dýranna var, því hærra æj)ti fólk- ið, hló og klappaði. Sterklega vaxið naut var pínt og æst til ýlrustu grimmdar gegn ríðandi manni. Hesturinn sá hætluna, óð beint fram og reyndi að bjarga mannin- um, en lét þar sitt eigið líf. íslendingurinn hugsaði lieim til sinnar þjóðar og hestanna þar. Hve sælir þeir voru í samanburði við þessi fórnardýr Spánverja. Og aldrei myndi hann hafa sungið sitt stóra „Bravó“ fyrir hagnaði íslands af hrossasölu til annarra landa. Þegar ég var barn, áleit ég, að allir menn hlytu að vera góðir við skepnur, og treysti enn á það eðli þjóð- ar minnar. Faðir minn fékkst aldrei til að lána né selja óþekktum manni hesta sína, og víst voru flciri J)ar á sama máli. Eitt sinn kom ungur Húnvetningur að Syðri-Völlum þeysandi fallegum besti. Hann spretti af og losaði beizlið, tók svo bursta úr hnakktöskunni, strauk þétt um bakvöðva hestsins og teymdi hann í haga. Þetta líkaði föður mínum vel, og fallegt var sam- NÝTT KVENNABLAÐ Ó, flýtt þér, mamina' ob færðu mlg I fína kjólinn minn. tal þeirra um hestana. Slík nákvæmni var algeng í gamla daga, og vona ég, að hún sé það enn. Þið ungu, íslenzku bændur standið þó enn beíur að vígi, er þið hafið lokið námi við búnaðarskóla. Lesiö þar húsdýrafræði og önnur ákvæði lífeðlislaganna. Hvernig gat ykkur svo dottið í hug að selja lifandi dýr úr landi? Og það endilega hestinn, sem þið vitið, að stendur í mestri hættu af ósvífni allra manna. Auð- vitað segið þið, að ég hafi iekkert vil á þessu máli, sjái ekki þann ríflega gjaldeyri, er hesturinn leggi þjóð- inni þar til. Ójú, víst veit ég það. En ég vil spyrja, hvað ætlið þið svo að kaupa fyrir þá peninga? Er það ekki mannlegi draumurinn: Enn þægilegra líf, meira dekur við sjálfan sig og heimili sín? Það er gott og blessað, að fólkinu geti liðið vel. En umfram allt, takið vitnisburð dýranna til greina. Látið þau aldrei stynja í kuldanepju skuggans úti. utan við athyglis- gáfu húsbænda sinna. Svo óska ég þess, að þið verðið ævinlega bústólpar íslands og manndyggðir ykkar verða sterkar, sterkar sem hestur. Frú Kristín rifjar upp ágæti, en misjafna meðferS áburSar- klársins, samtimis því aS okkar ágæti listamaSur og mynd- liöggvari, Sigurjón Ólafsson, bisar viS aö gera honurn minnis- merki aS beiðni Reykjavíkurbæjar. ÞaS eru ekki síður kon- urnar, sem mega bugsa til áburðarhestsins með virðingu, þar sem einmitt þær hafa hlotið nokkuð af þreki li.'tns og starfi — sem sé að bera heim klyfjarnar! HvaS útflutningi hesta við- víkur, þá hefur hann sem betur fer breytzt til batnaðar. 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.