Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 15
TJM DAGINN OG VEGINN — Framliald aí bls. 8. legt gildi peninga sinna. Og er nú mikið sagt, því að það er jafnvel viðurkennt meðal sálfræðinga, að mjög vangefið fólk geti lært að þekkja peninga og meta gildi þeirra. Hér er þó ekki um að saka gáfnaskort fólksins. Held- ur er það purkunarlaus blekkinganáttúra þeirra, sem yfir fólkið eru settir. Dagblöðin, sem annars gera flest sem þeim dettur í hug að gagni megi koma, til þess að viðra sig upp við sína fylgjendur, láta sér sæma að segja fólkinu reglubundið frá því, að í einu Sterlingspundi sé kr. 45.70. Meðan sannleikurinn er, að ekkert pund, til hvers sem því skyldi varið, þótt það ætti að leysa líf og beilsu þegnanna, hvað þá annað minna, fæst fyrir minna en kr. 70.00. Það er því vissu- lega hin raunverulega gengisskráning vor, og í sam- ræmi við það er auðvitað önnur myntskráning. En til þess að varpa ryki í augu almennings, sem vitanlega er nauðilla við gengisfellingu, hefur verið fundið upp á að kalla þennan mismun, sem nemur um 24,30 á pund, gjald til ýmissa sjóða. En svo er það aftur að útlendingar, sem hingað koma, fá að sjálfsögðu 70 kr. fyrir sitt pund. Hvað þau út- gjöld, sem þar skakka frá hinu skráða geggi eru nefnd, veit ég ekki. En ]>að mætti gjarnan nefna þann mis- mun, gestalaun. Samt er ég hér alls ekki að amast við lækkun krón- unnar, því það liefur krakað okkur ofan úr skýjunum og gert okkur hæfari til að eiga einhver samskipti við aðrar þjóðir. Ríkið hefur líka hlaupið til að milda áhrif gengis- fellingarinnar með niðurgreiðslu á nauðsynjavörum. Má þar fyrst og fremst nefna niðurgreiðslur á landbún- aðarafurðum, kjöti, skyri og mjólk. Hér er nú hægt að nefna mjólk og skyr, reglulega fátækrafæðu. Það eru víst engar vörur, sem þola sam- anburð við skvr og mjólk að verðlagi, miðað við holl ustu og næringargildi. — 1 fornsögum okkar rekumsl við á það, að ostur og skyr sé nefnd óvinafæða. Sjálf- sagt eru þó þessar vörutegundir nú ekki svona ódýrar vegna vanmats eða vanvizku okkar margmenntuðu frömuða. Heldur er það hitt, að þeir gera sér grein fyrir, að þarna er um að ræða þá hollustu og hag- nýtustu fæðu fyrir allan almenning, unga, jafnt sem gamla. Þegar ég var unglingur lærði ég vísu, sem hyrjaði þannig: Arkarsmiðirnir unnu gagn, en aðrir nutu. Ég sé ekki betur, en að* þetta vísukorn megi hér reglulega vel heimfæra til bændastéttarinnar. Mér er ekki kunnugt um, þótt ég stígi oft öðrum fæti í mína gömlu sveitamold, að bændur hafi fengið nokkra nið- urgreiðslu á þá mjólk eða skyr, sem þeir hafa neytt á sínu .heimili. Og held ég þó, að þeim hefði ekki veitt neitt síður af því, en öðrum þegnum þjóðfélagsins, ef borin væru saman við aðrar stéttir kaup þeirra og kjör við framleiðslustörfin. Ég skal með fúsu geði standa fyrir þeirri staðreynd, að mjólkurframleiðsla verður hændum harla erfið og kostnaðarsöm þetta ár. Aldrei liafa þeir þurft meira af rándýrum áburði til þess að fá jörðina til að bera einhvern ávöxt í vor- hretunum, sem reynzt hafa óvenju langvinn, þar sem að minnsta kosti sunnlenzkir bændur hafa naumast séð sól, þegar ég pára þetta niður 11. se|Hember. Þeirra allt of dýrkeypta hey hefur því ofan á allt orðið að myglurudda og skít! Þau hljóta að verða lág sigurlaunin, sem þeir taka fyrir erfiði sitt þetta sinn. Við kaupstaðarbúar ]>urfum áreiðanlega ekki að neyta afurða landbúnaðarins með öfund eða óánægju um hlut okkar í samanburði við sveitafólkið. Það kemst áreiðanlega að sínu fullkeyptu þetta ár. Rétt til gamans fyrir þá, sem halda að allt fáist með betri kjörum erlendis, skal ég geta þess, að þegar ég var í Ítalíu í sumar kostaði skyr kílóið í Genúa, sem svaraði 20 kr. á íslenzku hankagengi. En í Flórens var það á 24 kr. Mjólkurlíter var um 4 kr. — En hvort haldið þið að kosti meira að framleiða mjólk, þar sem kýrn- ar geta gengið úti meiri part ársins, eða hér, þar sem það eru aðeins fáar vikur, sem hægt er að liafa kýru- ar eingöngu á jörð. Og í slíku árferði sem nú þýðir alls ekki að ætla þeim annað til beitar, ef }>ær eiga að gera eitthvert gagn, en eitthvað ræktað land. Það er sannarlega ekki seinna vænna, að alþýða kaupstaðanna fari að gera sér grein fyrir því, sem liggur að baki sveitaframleiðslunnar, þar sem að því er nú komið með hreyttu kosningafyrirkomulagi, að þéttbýlismenningin liafi töglin og hagldirnar um mál- efni þjóðfélagsins. Hver verður í framtíðinni hlutur hinnar marglofsungnu íslenzku bændamenningar? Framtíðin mun svara því eins og öllum spurningum líðandi stundar. Ég fyrir mitt leyti hýst ekki við miklu til batnaðar. En það er víst af því, að ég á ekki lengur samleið með hinni gáf- uðu og dugmiklu æsku, sem svo oft heyrist básúnuð um þessar mundir. Þó minna fréttir hlaðanna mann oft óþægilega á ]iað, að meðal hennar séu ekki svo fáir einstaklingar, sem hefðu fulla þörf fyrir eitthvað heilnæmara og áhrifaríkara til uppeldisþroska en marg-uppspunnið lygalof! Anna frá Moldnúpi. Nýtt kvennablað. Vorð kr. 25.00 árff. Affi;r. Fjölnisveg; 7, Bvik. Sími 12740. Ritstj. og ábm.: Guðrún Stefánsd. Borparprent & Co. NÝTT KVENNABLAÐ 13

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.