Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Síða 12

Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Síða 12
móðir hennar komst brátt að því leyndarmáli, og hún krafðist þess köld og miskunnarlaus, að Sigrún segði sér hver væri faðir að barni hennar. Það vildi Sigrún ekki gera. Hún gat ekki trúað Þórdísi fyrir leyndarmálum sínum. Þórdts skipaði henni þá að fara burt af heimili sínu áður en barnið fæddist. Sigrún átti engan vin, sem hún gat flúið til í raunum síntim og sorg hennar og einstæðingsskapur var alveg að yfirbuga hana. En þá barst henni óvænt hjálp. Björn, bóndi í Nesi ótti leið niður að Flúðum, verzlunarstað sveitarinnar, skömmu fyrir jólin. A' heimleiðimti kom hann við í Árbæ, og ungu munaðarlausu vinnukonuna bar fyrir augu hans. Hann spurði einskis um ltagi hennar, en Þórdís sagði honum sögu Sigrúnar á allt annað en vingjarnanlegan hátt. Björn fylltist sárri gremju yfir miskunnarleysi mannanna, og honum var óvenjulega þungt í skapi, það sem eftir var leiðarinnar h^im að Nesi. Sjólftir var hann gæfumaður, átti gott heimili og ástríka eiginkonu. En eitt skyggði þó á hamingju þcirra hjónanna í Nesi þrátt fyrir gott samkomulag og efnahagslegt sjólfstæði. Þau gátu ekki eignast barn. Þegar Björn kom heim, sagði hann Önnu konu sinni frá hinum ömurlegu ástæðum vinnukonunnar í Árbæ og hvað Þórdís hefði verið kaldyrt um hana. Anna hlust- aði þögul á frásögn manns síns, og hjarta hennar brann af innilegri samúð með hinni einmana stúlku. Þeim hjónunum kom saman um að bjóða Sigrúnu að dvelja í Nesi, þar til hún hefði alið barn sitt. Daginn fyrir Þorláksmessu fór Björn út að Árbæ, og Sigrún kom með honum fram að Nesi um kvöldið. Jólahátíðin leið hjá, og nýtt ár heilsaði. Skömmu eftir áramótin fæddi Sigrún stórt og fallegt stúlkuharn, en á þriðja degi eftir barnsburðinn var hin unga móðir dáin. Hjónin í Nesi tóku litlu munaðar- lausu stúlkuna að sér eins og sitt eigið barn. Þau létu liana bera nafn móður sinnar. — Iljá þeim ólst Sigrún litla upp við mikið ástriki. Veturinn eftir að Sigrún var fermd komu hjónin í Nesi henni fyrir til náms hjá prestkonunni á Völlum. Prestkonan var bezt menntuð af konum sveitarinnar og tók oft heim til sín ungar og efnilegar stúlkur til náms, bæði í handavinnu og bóklegum fræðum. Prestkonunni varð það brátt Ijóst, að Sigrún bar af öðrum stúlkum að gáfum og glæsileik, og hún las sitt eigið ættarmót í svip hennar og lótbragði. En sú saga var frá löngu liðinni tíð. Með’ prestkon- unni og Sigrúnu tókst hin bezta vinátta. Þegar Sigrún fór heim að loknu námi, bauð prestskonan henni að koma aftur til sín næsta vetur og læra meira. Og næsta vetur fóru þær báð- ar til náms að Völlum, Sigrún og Sigga vinstúlka hennar á Fossi. Þannig hefur æska Sigrúnar liðið rik af gleði og björt af lífshamingju. Höfuðbólið að Hamraendum laugast geisladýrð hinnar vor- björtu kvöldsólar. Ungi hreppstjórasonurinn, Sverrir Karlsson, kemur ferðbúinn fram úr herbergi sínu. Hann er hár vexti og herðabreiður. Ifrafnsvartir lokkar bylgjast yfir björtu, hvelfdu enni hans, og undir svörtum brúnum blika dökkbrún augu, djúp og fögur. Hver hreyfing hins glæsta sveins mótast af karlmannlegri djörfung og æskuþrótti. Sverrir gengur inn í eldhúsið og nemur þar staðar. Þorgerður móðir hans er ein í eldhúsinu. Hún lítur ó son sinn og spyr glaðlega: — Ertu að fara eitthvað að heiman, Sverrir minn? — Já, mamma mín, ég er á förum út að Árbæ á dansleik. — Ætlar þú einn héðan? — Já, í kvöld ætla ég einn. Ég hef varla komið á bak Létti mínum siðan ég kom heim í vor og þarf að fara að liðka hann fyrir sumarið. Sverrir kveður móður sína með hlýjum kossi og gengur út. Hann stígur ó bak reiðhesti sínum, sem stend- ur tygjaður á hlaðinu, og þeysir af stað. Þorgerður hallar sér 10 út að eldhúsglugganum og horfir brosandi á eftir einkasynin- um glæsilega. Hann hefur ekki brugðizt vonum foreldra sinna, og bráðum tekur hunn við bústjórn á ættaróðali sinu, hugsar Þorgerður og snýr frá glugganum aftur. Svenir hleypir gæðingi sínum út sveitina léttur í skapi. Hann hlakkar til að dansa í nótt. Hið heillandi vorkvöld kallar fram í sál hans hugljúfa endurminningu frá síðastliðnu hausti. Hann fór í göngur með föður sinum og aðstoðaði hann við fjórdráttinn í réttinni. Af tilviljun hitti hann við réttina gamla leik- og skólasystur, sem honum var kær frá bemskuárunum. En nú mætti hann henni ekki sem hálfvaxinni skólastelpu, heldur sem fullþroska, fallegri æskumey. Stutt samtal, hlýtt handaband og bros að skilnaði. Mynd hennar var mótuð í hjarta hans. lfann sá hana fyrir sér, þar sem hann sat yfir lærdómsbókunum langa skóladaga vetrarins, hann sá hana, þar sem hann naut gleðinnar með öðru æskufólki á skólasetrinu. Ifann sá hana, þegar hann lokaði augunum á kvöldin. Ifún var ofin draunuim hans, hún kallaði og seiddi hann heim í sveitina þeirra, og í nótt ætlar hann að dansa við hana eina. — — — Ifin bjarta kvöldsól sendir sinn himneska kveðjukoss yfir sveitina. Sigrún í Nesi stígur á bak Fák sínum og ríður úr hlaði. Ifinn ljósgrái gæðingur heimasætunnar stóð með nýjum reiðtygjum á hlaðinu í Nesi morguninn, sem hún fór til ferm- ingarinnar, fyrir fjórum árum síðan, og þá steig hún í fyrsta sinn á bak honum. Fákur var fermingargjöf frá foreldrum hennar. í kvöld er ferð Sigrúnar heitið að Árbæ. Ifún kemur við á Fossi og tekur Siggu vinstúlku sína með sér. Þær hafa alltaf verið beztu vinstúlkur síðan Sigrún var í barnaskólan- um ó Fossi. Þær fara saman á allar skemmtisamkomur í sveit- inni, eru mest eftirsóttar af ungu piltunum, sérstaklega Sigrún. Þeir elta hana með augunum hvar sem hún fer. En hjarta hennar hefur verið lokaður heimur fyrir áhrifum þeirra, þar til einn mildan haustdag fyrir hálfu ári síðan, þá herjaði ung- ur, glæstur riddari á þann heim. Ör lians var send úr dökk- brúnum, brosmildum augum, og hún hæfði markið. Borgin var unnin, og riddarinn situr þar að völdum — en aðeins í draumum og þrám enn sem komið er. — Vinstúlkurnar ríða út sveitina óvenju hljóðlátax*. Sigga rýfur loks þögnina og segir brosandi við Sigrúnu: — Skyldi Sverrir koma á dansleik- inn í kvöld? —Ég veit það ekki. — Þeir komu við heima um dag- inn, feðgarnir, þegar Karl sótti Sverri niður að Flúðum, daginn sem hann kom með skipinu þangað. Mikið er hann Sverrir orðinn glæsilegur og alltaf er hann jafn alúðlegur. Ég spurði liann hvort hann hefði farið á marga dansleiki í vetur, og hvað heldur þú að hann hafi sagt mér? Það var bara dansað um hverja helgi í þessum skóla, sem hann var á, og auðvitað var hann alltaf þátttakandi. Só hlýtur að vera farinn að dansa vel. Verst ef við ungu stúlkurnar förum að slást um að dansa við hann, ef hann kemur á skemmtunina að Árbæ í kvöld. Sigga hlær glettnislega. Sigrún brosir. — Varla við. — Nei. við verðum alltaf jafngóðar vinstúlkur, hvað sem öllum fal- legum piltum líður, Sigrúrt mín. Sigrún óskar ekki eftir lengra samtali um þetta efni og segir brosandi: — Eigmn við ekki að reyna gæðingana, það sem eftir er leiðarinnar út að Ár- bæ? — Ekki skal standa á mér. Þær hleypa gæðingum sín- um á fjörugan sprett og þeysa á leiðarenda. Samkomuhúsið að Árbæ er orðið þéttskipað dansandi æsku- fólki. Sigrún og Sigga ganga inn í salinn og eru um leið teknar með í dansinn. Þær dansa um stund en svo er hlé, og Sigrún tekur sér sæti. Sigga kemur brátt til hennar og hvíslar: — Sverrir er kominn, ég er búin að sjá hann. Hjartað tekur snöggan kipp í brjósti Sigrúnar, og blóðið litar kinnar NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.