Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 6
KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR frá SySri-Völlum: HE STAR O G ME N N Oft hef ég óskað, að ég mætti segja við þjóð mína: — „Hættið nú að selja hesta ykkar lifandi úr landi og reynið að láta þeim líða vel hérna heima.“ Hugtakið hestur hefur frá upphafi íslands þvælzt áfram í liugum manna — án ábyrgðar og athuga- semda. Ekki þótti nema sjálfsagt að hesturinn lyfti öllum þunga þjóðarbúsins. — Hann labbi svo stein- þegjandi út á gaddinn og safni orku sinni þar. — Það eru aldeilis fleiri en íslendingar, sem sjá, hversu auð- velt það er að semja við hestinn. Hann hlýðir, þrælast áfram og gefur allt. — íslenzkir hestar hafa alla tíð verið dáðir eða smáðir mest allra húsdýra. Það er metnaðarmál að ala gæðinga sína, sjá hæfileika þeirra í fullri stærð, og umfram allt, að maðurinn öðlist heið- ur af hesti sínum. Ekki er víst, að slíkir hestamenn sjái undrið, er leynist í þolgæði klakaklársins úti, né gæti réttinda hans. Við skulum spyrja þann hest frélta. Þögull og þungbúinn lítur hann við og segir: „Guð gjörði hestinn þannig úr garði, að honum yrði mögulegt að standast örlög þau, er biðu hans meðal mannanna.“ öll dýr koma sæl og áhyggjulaus til okkar, þrungin trausti og hlýhug. Sjáum lítið folald, er liggur frjálst og heilbrigt á grænum árbakka. Það dregur vorilm- inn að sér og nýtur sólarhitans. Það sér móður sína og fleiri hesta vaða í grænu grasi og bíta það. Flug- urnar sjá þetta fallega dýr með sterku augun og dauðlanga til að leika sér í faxi þess, en folaldið rykk- ir sér upp, tekur sprettinn og syngur móður náttúru eilífan óð með hreifingum sínum og máli. Þetta er paradís æskunnar í ríki dýranna. Svo kemur maður- inn til sögunnar. Litla, lífsglaða folaldið hefur enga hugmynd um það, að hann standi með steytta hnefa yfir framtíð þess. No’kkrum dögum seinna kemur svo folaldið heim að bænum. Sér hestana járnaða og klippta. Bóndinn safnar hrosshárinu á traðarvegginn. En ekki datt folaldinu í hug að þar væri efni í bönd um byrðar þeirra og frelsi: Reipi, gjarðir og hnapp- eldur. Krakkarnir elta folaldið um allt hlaðið, reyna að snerta það og klappa því. Al'ltaf sér folaldið betur og betur, hvað veröldin er yndisleg og mennirnir góðir. Mánuði síðar eru hestarnir sóttir nokkuð snemma. Þeir áttu að bera hey heim af engjunum. Allan dag- inn eltir folaldið lestina. Það er orðið sárfætt af að ganga veglaus holt og blautar mýrar. En móðir þess 4 er þarna með þungar sátur og hlýtur bráðum að hætta þessu rápi, þó að ekki væri nema rétt til að drekka. Svona gekk þetta af og lil allt sumarið. Svo kom myrkrið, haustið og veturinn. Folaldið stóð kannski einstöku sinnum í skjóli við móður sína, en var þa fariö að bíta grasið þriflega að rót og drekka vatn. Hetjudáð hinna heslanna hafði það einnig í æðuni sér og sá, aði þeir treystu á miskunnsemi húsbónda síns, það er að segja þess húsbónda, er geymir þeim græn strá undir snjónum, þegar menni.mir bregðast. Oft mátti sjá hesta híma við gripahús að vetrar- lagi. Þar er hey á stalli við harðlæstar dyr. Þeir leggja aftur augun og hugsa til sumarsins, hversu sjálfsagt það var, að þeir ræktuðu túnið, drægju vélarnar og bæru allt heyið heim. Oft voru þeir þreyttir, þyrstir og hungraðir, urðu stundum að glefsa í sáturnar til þess að geta haldið daginn út. Nú hreifa þeir sig, finna fætur sína dofna í snjónum, en samt dettur þeim ekki í hug að leggjast niður og láta undan erf- iðleikunum. Nei, nær væri að rölta út í mýri og reyna að krafsa til beitar .Þá kemur bóndinn út, sér hest- ana sína kaffennta við hlöðugaflinn og fer til þeirra. Hann strýkur frostströngla úr ennistoppi þeirrá og segir: „Þetta eigið þið ekki skilið, svona má ég ekki greiða vinnulaun ykkar. Komið nú með mér, ég skal reyna að moka frá hesthúsdyrunum svo að þið komist inn. Þar er stór poki fullur af góðu heyi og vatn i stampinum. Þið skuluð ekki oflar standa úti í svona veðri.“ Veturinn líður, sólin hækkar á lofti og bræðir ís- inn af engjum og túni. Fuglarnir boða jörðinni nýja dýrð og vorið segir meira — það breytir eðli allra dýra og býður þeim að borði sínu. Hestarnir sjá ó- sköp vel, hvað er að gerast, og eru glöggir á grænu toppana. Trippi og aðrir unghestar þjóta um grænar fjallahlíðar og vita ekki, hvernig þau eiga að veg- sama vorið fyrir frelsi silt og unað: Hvað er nú þetta? Ja, þeim kemur það ekkert við. Alveg er þeim sama, þó að einhverjir ókunnugir menn glápi á þá og þeysi heim að bæjum. Ójú, það voru nú einmitt þessir glæsi- 'legu menn, sem böfðu verzlunarjöfnuð íslendinga bak við eyrað. Þeir vissu um verðmæti hestanna og fóru með örlög þeirra í vasanum til baka. Erfitt verk mun það vera að taka hesta úr átthög- um sínum og flytja þá nauðuga til skips. Skáldið, sem NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.