Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.10.1959, Blaðsíða 10
Nokkur orð um daginn og veginn Ég held að þegar talað eða ritað er um daginn og veginn, þá eigi það að vera eitthvað af því, sem eru raunhæf sannindi um ástand og horfur líðandi stund- ar, eins og þau eru séð frá bæjardyrum 'þess, sem um velkir hverju sinni. En ekki eitthvert skýjafimbulfaml), sem enga stoð á sér í raunveruleika hversdagslífsins. Samt þykir það nú víst ekki rétt fínt að tala hreint út úr pokanum, og ég held að þeir séu að verða óþarf- lega fáir okkar á meðal, sem fremur kjósa að heyra óþægilegan sannleika, en fagurgala og lýgi. Ég held, að þetta Drottinsár 1959 muni að mörgu leyti verða talið okkur þó nokkuð þungt í skauti. Rosa- hamur hefur valdið slysum og skaða bæði á sjó og landi. Það mun þurfa mörg ár, lil þess að það hilmi yfir þau sár, sem hinir þungu skipstapar veittu okkur síðustu vetrarvertíð. Samt hefur nú sjávarsíðan sína björtu hlið, þar sem síldin var svo elskuleg að hænast með langbezta móti að okkar ströndum, miðað við mörg undanfarin ár. Vesalings síldin er svo dæmalaust vel gerð, að hún gengur á vit mannanna, þrátt fyrir alla þeirra græðgi og undirferli í hennar.garð. Og gott er það okkur íslendingum vissulega, að það skuli vera vonlaust verk að stunda áróður meðal fiska hafsins, því að eflaust mundu vinir vorir Bretar telja þeim trú um, að þeim bæri fyrst og fremst að forðast fs- lendinganna ómildu hendur! Það er líka mikið meira en nokkurn mann með ó- brjálaða skynsemi hefði fyrir fram getað dreymt um, að við litlu fslendingarnir skulum vera búnir að eiga í sjóhernaði við Stórbretann í rúmlega heilt ár. Og að menn skuli nýlega hafa haldið upp á það afmæli, með furðanlegri gleði og björtum sigurvonum. Það er ekki alltaf einhlýtt að vera stór og sterkur. Það getur líka verið gott að vera lítill og seigur. Það er víst, að Bretar hafa ekki reiknað rétt út skaplyndi okkar íslendinga, sem birzt hefur í okkar vonlitlu og ójöfnu aðstöðu í baráttunni við herskip þeirra. Það þarf meira en lítið gott skaplyndi og festu til þess að halda út í þessum þráláta skessuleik og vita sig alltaf fyrirfram dæmdan til að tapa hverjum leik. Víst höfum við mikið að þakka, að ekki skuli hafa orðið stórslys á mönnum eða skipum í þessu erfiða þófi við ofurefli, Og vissulega getum við ekkert annað gert af nokkurri skynsemi en að þrjóskast og sýna í öllu okkar einhuga vilja, þar til að hinn stóri heimur sezt á rökstóla, til þess að dæma á milli síns litla og stóra bróður. En er heimurinn svo þroskaður í dag, að við, sem erum hinn smái, fáum okkar réttlætismál fram, fyrir það eitt, að við höfum á réttu að standa? Nei, því miður er það ekki heimsins háttur, þrátt fyrir alla menninguna, sem svo oft er verið að gorta af. Og flest eða allt þykist nú liafa í hendi sinni. Mér virðist það mikið fremur vera gildandi regla, bæði með- al þjóða og einstaklinga, að sá sterkari sé látinn hafa réttinn. Jafnvel án tillits til málefna. — Við megum því sannarlega vera við öllu búin um það, að réttur okkar verði að einhverju leyti fyrir borð borinn. — En þá er líka gott að geta huggað sig við, að við í vanmætti okkar höfum gert allt það, sem í okkar valdi stóð. Það er gott að standa sannleikans megin og falla að síðustu með drengskap, ef það ætti að verða okkar hlutskipti. Þegar stórt og erfitt verkefni er fyrir hendi, er ekki hyggilegt að æsa sig upp og þreyta með tilgangs- lausum bægslagangi. Heldur er þá heilla ráðið að fara sér hægt, en hvika hvergi. — Okkar styrkasta von í landhelgismálinu er það, að skilningur almennings með- al þjóðanna vakni. Og að hann taki afstöðu með rétt- lætismáli okkar, en á móti hroka og yfirgangi. Breta. í lýðræðisríkjum er það, eða ætti að minnsta kosti að vera, almenningsálitið, sem er þyngsti og haldbezti dómstóllinn. Þess vegna er sjúkt og afvegaleitt almenningsálit lirun og eyðing alls sannarlegs lýðræðis. Hvaða lýðræði er það til dæmis, þegar sárfáir klíkuforingjar liafa öll ráð almennings í hendi sinni? Ég finn ekki betur, en að við sjálfir íslendingar, þessi gáfaða þjóð, sem ekki hlustar á annað oftar en sitt eigið ónýta lof í ræðu og riti, sé á góðum vegi með að láta gera sig að hugsunarsnauðum múg, sem æpi rétt í takt við forustusauði sína. Mjög augljóst og nærtækt dærni um það er gengis- skráning okkar. Ég þori að fullyrða, að allur fjöldi alþýðunnar hefur ekki neina hugmynd um raunveru- Framhald á 13. d'Su. 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.