Morgunblaðið - 16.07.2009, Blaðsíða 1
Erlendir kröfuhafar gamla Kaup-
þings munu líklega eignast hlut í
Nýja Kaupþingi. Stærstu kröfuhaf-
ar gamla Kaupþings eru fagfjár-
festar vestanhafs sem hafa keypt
skuldabréf bankans með afföllum.
VIÐSKIPTI
Útlendingar að
eignast Kaupþing?
Eftir að lánsfjármarkaðir lokuðust
á síðari hluta árs 2007 beittu bank-
arnir ýmsum leiðum til að afla sér
lausafjár. Má þar nefna innláns-
reikninga erlendis og stóraukna
notkun veðlána Seðlabankans.
Bankarnir leituðu
víða fanga
Sigríður Logadóttir var ráðin að-
allögfræðingur Seðlabanka Íslands
árið 2004. Hún lenti í skotlínunni
vegna minnisblaðs, sem kynnt var
utanríkismálanefnd á mánudag.
Farið er yfir starfsferil Sigríðar.
Aðallögfræðingur
með MBA-gráðu
F I M M T U D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
191. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«BÆKUR STIEGS LARSSONS VINSÆLAR
HARRY POTTER
FYRIR FULLORÐNA
«TÓNLEIKARÖÐ Í NORRÆNA HÚSINU
Sígilt og þjóðlegt í
bland í Vatnsmýrinni
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
MIKIL reiði í röðum stjórnarandstöðuþingmanna gerði
það að verkum að stjórnarandstaðan hvarf frá því sam-
komulagi sem náðst hafði á Alþingi um málsmeðferð
ESB á þingi. Eftir að þrír af fjórum þingmönnum
Borgarahreyfingarinnar ákváðu að styðja tillögu
sjálfstæðismanna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu
varð ljóst að mjótt verður á mununum þegar atkvæði
verða greidd á Alþingi á hádegi í dag um ESB.
Áður en atkvæði verða greidd um tillögu ríkisstjórn-
arinnar verða greidd atkvæði um breytingartillögu
sjálfstæðismanna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telja þingmenn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að tillaga sjálf-
stæðismanna geti fengið 31 atkvæði. Sjálfstæðismenn
reikna með 16 atkvæðum eigin þingmanna, sjö atkvæð-
um frá Framsókn, a.m.k. 5 atkvæðum frá VG og þrem-
ur atkvæðum frá þingmönnum Borgarahreyfingarinn-
ar.
Framsóknarþingmennirnir Siv Friðleifsdóttir og
Guðmundur Steingrímsson hafa lýst því yfir að þau
hyggist styðja þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar
um að sótt verði um ESB-aðild. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er framsóknarmönnum heitt í hamsi
vegna afstöðu Guðmundar Steingrímssonar, sem er
þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjör-
dæmi, en í því kjördæmi er mjög hörð andstaða við
ESB-aðild, ekki síst meðal framsóknarmanna.
Heitt í kolunum | 6
Mikil óvissa um ESB
Reiði og pirringur hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar Óvissa sögð ríkja
um það hversu margir þingmenn Vinstri grænna styðja tillögu stjórnarinnar
Í HNOTSKURN
»Þingfundur stóð til kl.rúmlega 22 í gærkvöldi.
»Fundurinn í dag hefstklukkan 10.
»Samkvæmt samkomulagisem flokkarnir gerðu
með sér í gær er gert ráð
fyrir að umræður um málið
standi til kl. 12, en þá verði
gengið til atkvæða um ESB-
málið.
BIÐSTAÐA mannsins, sem hallar sér aftur í gröfu í
grunninum þar sem húsin í Lækjargötu brunnu til
grunna, er kannski lýsandi fyrir stöðuna í landinu. Alla
vega er beðið eftir endurreisninni, hvort heldur menn
horfa til húss eða samfélags. Vonandi verður það sem
úr rústunum rís jafnvel betra en það sem fyrir var.
Morgunblaðið/Eggert
BEÐIÐ EFTIR UPPBYGGINGUNNI
ÍSLENSKAR mæðgur liggja nú
veikar heima hjá sér. Staðfest hef-
ur verið að dóttirin, sem er nýkom-
in frá Bandaríkjunum, er með
svínaflensu. Hún veiktist illa á
laugardaginn og nokkrum dögum
síðar veiktist móðirin, sem enn hef-
ur ekki fengið staðfesta greiningu.
Hún segir óendanlega erfitt að vera
veik heima að sjá um enn veikari
dóttur sína. Margar spurningar
hafi vaknað en lítið verið um svör
frá læknum og yfirvöldum. Henni
finnst að það verði að búa lækna og
heilbrigðisfólk betur undir hugsan-
legan faraldur og h́afa ákveðið ferli
á hlutunum. »8
Léleg upplýsingagjöf til
þeirra sem sýkjast
NOKKUR viðbúnaður var á
Reykjavíkurflugvelli um tíuleytið í
gærkvöld þegar tilkynning barst
um að eins hreyfils ferjuvél á leið
inn til lendingar ætti í vandræðum
með nefhjólið. Að sögn Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins var lýst yfir
sk. „gulu hættuástandi, litlu“ á vell-
inum og var slökkviliðið á flugvell-
inum í viðbragðsstöðu vegna þess.
Tveir dælubílar, einn stjórnunarbíll
og sjúkrabíll voru til taks á staðn-
um er flugvélin kom inn. Þegar á
reyndi reyndist hjólabúnaðurinn í
lagi þrátt fyrir viðvörunarljós um
annað og gekk lendingin áfallalaust
fyrir sig. ben@mbl.is
Viðbúnaður á Reykjavíkur-
flugvelli vegna lendingar
SKILYRÐI sem bankar hafa sett
fyrir skilmálabreytingum á lánum
eða breytingum á afborgunum er-
lendra lána skuldugra bænda gætu
reynst bændunum náðarhögg, að
mati Bændasamtakanna.
Bankarnir vilja m.a. geta ein-
hliða breytt erlendu lánunum í ís-
lenskar krónur. Einnig að þeir
megi breyta vaxtakjörum á lán-
unum einhliða. Bændasamtökin
hafa rætt skuldamál bænda við
ráðuneytið. »16
Bankar bjóða skuldugum
bændum þrönga kosti UM tugur manna
hefur verið yfir-
heyrður vegna
rannsóknar á
kaupum Imons í
Landsbankanum
fjórum dögum
fyrir fall bank-
ans. Nokkrir
þeirra hafa feng-
ið stöðu grun-
aðra.
Grunur leikur á um að kaupin,
sem voru upp á fimm milljarða
króna, hafi verið fjármögnuð af
Landsbankanum til að losna við
bréf svo að tiltrú markaðarins á
bankanum biði ekki hnekki með
lækkandi hlutabréfaverði. Auk þess
eru uppi grunsemdir um að auðg-
unarbrot hafi verið framin, meðal
annars hvort að einhver þeirra sem
seldi bréf sem Imon keypti hafi
hagnast á því með óeðlilegum
hætti, til dæmis vegna innherjaupp-
lýsinga. Slíkt gæti brotið í bága við
ákvæði auðgunarbrotakafla hegn-
ingarlaga.
Á meðal þeirra sem hafa verið
yfirheyrðir eru Sigurjón Árnason,
fyrrum bankastjóri Landsbankans,
Magnús Ármann, eigandi Imon, og
fyrrum starfsmenn verðbréfamiðl-
unar Landsbankans.
thordur@mbl.is | Viðskipti
Nokkrir með rétt-
arstöðu grunaðra
Sigurjón
Árnason
VINNUR
ÞÚ?
Leynist vinningur
Í pakkanum
þÍnum
Ef þú kaupir Homeblest
kexpakka gætir þú unnið
glæsilegan vinning
Þrjár 50.000 kr. úttektir
frá Intersport, Markinu eða Útilífi
Átján 15.000 kr. úttektir
frá Intersport, Markinu eða Útilífi
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
3
85
12