Morgunblaðið - 16.07.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009 Þeir eru afskaplega ógeðfelldirverslunarhættirnir sem þrír af fjórum þingmönnum Borgara- hreyfingarinnar kynntu í fyrradag og greint var frá í frétt á bls. 4 í Morgunblaðinu í gær undir fyr- irsögninni Icesave út af borðinu, ellegar kosið um ESB.     Með öðrumorðum: Þór Saari, ásamt þeim Birgittu Jónsdóttur og Margréti Tryggvadóttur, sagði við Jó- hönnu Sigurð- ardóttur og Steingrím J. Sig- fússon: „Það þarf að taka Icesave út af borðinu, annars munum við greiða atkvæði með tvöfaldri þjóð- aratkvæðagreiðslu í Evrópusam- bandsmálinu.“     Er það ekki með miklum ólík-indum að þrír af fjórum þing- mönnum hins nýja stjórnmálaafls á Alþingi, Borgarahreyfingar- innar, skuli purkunarlaust lýsa því yfir að sannfæring þeirra sé til sölu?!     Skaðinn er skeður og Borgara-hreyfingin situr uppi með gríðarlegan álitshnekki, hvað sem aumri yfirlýsingu stjórnar hreyf- ingarinnar frá því í gær líður, en þar segir að stjórnin vilji árétta að það sé enn skýr stefna hreyfing- arinnar að ekki sé hægt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusam- bandinu nema að undangengnum aðildarviðræðum.     Þar segir einnig orðrétt: „Lög-um samkvæmt ber þingmönn- um hreyfingarinnar hins vegar að kjósa samkvæmt eigin sannfær- ingu.“ Eftir opinberun á „viðskipta- háttum“ þingmanna Borgara- hreyfingarinnar er ofangreind yfirlýsing hreyfingarinnar mark- laus með öllu. Þór Saari Sannfæring til sölu á Alþingi Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 14 skýjað Lúxemborg 24 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Bolungarvík 10 léttskýjað Brussel 23 skýjað Madríd 32 heiðskírt Akureyri 11 skýjað Dublin 18 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Egilsstaðir 11 alskýjað Glasgow 20 léttskýjað Mallorca 28 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 14 skúrir London 21 skýjað Róm 33 heiðskírt Nuuk 13 léttskýjað París 27 heiðskírt Aþena 32 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Amsterdam 22 léttskýjað Winnipeg 17 skýjað Ósló 21 skýjað Hamborg 27 heiðskírt Montreal 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 23 léttskýjað Berlín 29 heiðskírt New York 26 heiðskírt Stokkhólmur 25 léttskýjað Vín 31 skýjað Chicago 25 alskýjað Helsinki 22 léttskýjað Moskva 23 heiðskírt Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 16. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6.14 1,1 12.34 3,1 18.51 1,3 3:46 23:23 ÍSAFJÖRÐUR 1.39 1,8 8.14 0,7 14.30 1,7 20.50 0,9 3:13 24:05 SIGLUFJÖRÐUR 4.27 1,1 10.32 0,5 17.08 1,1 23.18 0,5 2:54 23:50 DJÚPIVOGUR 3.04 0,7 9.26 1,8 15.52 0,8 21.49 1,6 3:07 23:01 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag og laugardag Hægviðri og bjart með köflum, en stöku skúrir S-lands og þokubakkar úti við N- og A- ströndina. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast í innsveitum. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag Norðaustlæg átt og dálítil væta um tíma N- og A-lands, en ann- ars þurrt að kalla. Hiti 15 til 20 stig SV-lands, en annars 10 til 15. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 m/s og rign- ing öðru hvoru Austanlands en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suður- og Vesturlandi. Í LOK dags í fyrradag höfðu Fast- eignaskrá Íslands aðeins borist 127 athugasemdir við endurmat fast- eigna landsmanna. Hafði stofnunin búist við fleiri athugasemdum þar sem íbúðarhúsnæði er nú metið með nýjum aðferðum. Eiga þær að endurspegla raunverulegt mark- aðsvirði eigna betur en áður. „Við áttum von á og reiknuðum með að það kæmu einhverjar þús- undir athugasemda,“ segir Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri mats- og hagsviðs Fasteignaskrár. Árið 2001 þegar matið var endur- skoðað síðast bárust Fasteignaskrá um 13.000 athugasemdir. Örn á þó ekki von á að slíkur fjöldi berist nú. „Þá hrúgaðist þetta inn á síðustu vikunni og auðvitað mun koma inn töluverður bunki frá mönnum sem nýta sinn frest,“ segir Örn en frest- ur til að gera athugasemdir rennur út hinn 24. júlí. skulias@mbl.is Fáar athugasemdir við nýtt fasteignamat Morgunblaðið/RAX Nýtt íbúðamat Stefnt er að því að athugasemdir verði afgreiddar fyrir lok árs svo leggja megi gjöld á fasteignir í samræmi við endurnýjað mat. HÖSKULDUR Sverrir Friðriksson bráðatæknir er lagður af stað til Abuja í Nígeríu til að aðstoða við uppbyggingu sjúkraflutninga fyrir Alþjóða Rauða krossinn (ICRC). Áætlað er að hann komi aftur 20. ágúst. Höskuldur mun m.a. vinna að út- tekt á ástandinu og tillögum um uppbyggingarstarf. Höskuldur hefur verið sjúkra- flutningamaður í meira en 20 ár og býr yfir dýrmætri sérmenntun á sviði bráðalækninga. Hann hefur áð- ur tekið þátt svipuðum verkefnum, meðal annars í Líbanon þar sem hann vann fyrir íslensku friðargæsl- una að þjálfun sjúkraflutninga- manna. Höskuldur er jafnframt sér- fræðingur í óbyggðalækningum. Almennt ástand í Nígeríu hefur batnað mikið á undanförnum árum og Alþjóða Rauði krossinn starf- rækir þar ýmis verkefni á sviði heil- brigðismála. Heilsufar landsmanna er þó enn mjög slæmt og meðallífs- líkur ekki nema tæplega 47 ár. Á leið til Nígeríu Sendifulltrúi Höskuldur Sverrir Friðriksson er á leið til Nígeríu. UMHVERFIS- og samgönguráð Reykjavíkurborgar mótmæltir áherslum og forgangsröð verkefna sem fram koma í tillögum að niður- skurði á framkvæmdafé Vegagerðar ríkisins fyrir árið 2009. „Verði þessar tillögur að veruleika mun aðeins lítið brot af fram- kvæmdafé Vegagerðarinnar í ár fara til höfuðborgarsvæðisins, þrátt fyrir að 70% af umferð séu á þessu sama svæði,“ segir í samhljóða bókun ráðsins. Ráðið mótmælir sér- staklega að ekki verði hafnar fram- kvæmdir við aðalsamgönguæðar í Reykjavík enda telur ráðið um afar brýnt verkefni að ræða með tilliti til greiðra samgangna, umferðar- öryggis og loftgæða í borginni. Mótmæla forgangsröðun Framkvæmd Malbikað í borginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.