Morgunblaðið - 16.07.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is FIMMTI – og næstsíðasti – dagur annarrar umræðu um tillögur að að- ildarviðræðum við Evrópusambandið fór fram í spennuþrungnu andrúms- lofti. Ræður þingmanna voru áfram frekar um formið en efnið og þykir ljósara en áður að naumt verður á munum í atkvæðagreiðslunni. Í gær stal þó senunni bakgrunnsskýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu landbúnaðar Íslands innan ESB sem unnin var fyrir utanríkis- ráðuneytið. Meginþræðir umræðna innan og utan þingsalar voru tveir; landbúnað- arskýrslan og tímasetning atkvæða- greiðslunnar. Þeim lauk með því að utanríkisráðherra birti skýrsluna og samkomulag náðist um atkvæða- greiðslu á hádegi á morgun. En það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þingfundur hófst á því að Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, vakti máls á tilurð skýrslunn- ar. Í kjölfarið komu þingmenn stjórn- arandstöðunnar upp og gagnrýndu Samfylkinguna fyrir leyndarhyggju og að fela gögn sem koma málstað hennar illa. Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, ræddi við Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra og tilkynnti þingmönnum í kjölfarið að skýrslan yrði kynnt þing- mönnum. Upp úr hádegi var ljóst að trúnaður var á skýrslunni. Mikil ringulreið varð þá í þinghúsinu og fundað í hverju horni. Skýrslan var að ein- hverju leyti kynnt í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd en þrátt fyrir það voru þingmenn ekki ánægðir. Þegar líða tók á daginn var ljóst að ekki yrði af fyrirhugaðri atkvæða- greiðslu síðdegis. Utanríkisráðherra var svo spurður að því hvort hann hygðist gera skýrsluna opinbera, sem og hann gerði. Síðdegis funduðu svo formenn og þingflokksformenn og komust að því að umræðu skyldi ljúka fyrir hádegi í dag og í kjölfarið verða greidd atkvæði. Morgunblaðið/Ómar Skýrslan Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók þá ákvörðun að aflétta trúnaði á landbúnaðarskýrslunni. Bakgrunnsskýrsla stal senunni Andrúmsloftið á Alþingi var spennuþrungið nær óbreytt og útflutningur ykist. Þetta kemur fram í samanburðar- skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Íslensk bú í finnsku um- hverfi, sem gerð var opinber í gær að kröfu alþingismanna. Í skýrslunni, sem tekin var saman fyrir utanríkisráðuneytið, er ítrekað að ekki beri að líta á greininguna sem samningsniðurstöðu fyrir Ís- land. Sú niðurstaða fáist aðeins með aðildarsamningnum sjálfum. Útskýrt er hvernig sameinuð Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is AFKOMURÝRNUN íslenskra svínabænda næmi, að teknu tilliti til norðurslóðastuðnings, um 15% við inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið og þá stórauknu samkeppni við erlenda framleiðslu sem henni fylgdi. Sambærileg tala fyrir kjúk- lingabændur er um 30% en afkoma sauðfjárbænda yrði umtalsvert betri, að því gefnu að verð héldist landbúnaðarstefna ESB (CAP) hafi færst frá framleiðslutengdum styrkjum til eingreiðslna, öndvert við íslenskan landbúnað sem búi að mestu við framleiðslutengda styrki. Lækkun um tugi prósenta Gert er ráð fyrir að kjúklingar myndu lækka um 70%, egg og mjólkurvörur um 55-60% og svína- kjöt um 35% við inngöngu og afnám tolla. Verð á kinda- og nautakjöti til bænda breyttist hins vegar lítið. Fram kemur að verð til finnskra bænda lækkaði að jafnaði um 40 til 50% eftir inngöngu landsins í sam- bandið í ársbyrjun 1995 og tekið dæmi af því hvernig hlutur innlends nautakjöts hafi lækkað í 94% 2005. Þá hafi finnskum býlum fækkað úr 100.000 í 70.000 á tíu árum og laun landbúnaðarverkamanna lækk- að í fyrstu en svo hækkað á ný. Fjár- magnskostnaður býla er sagður að meðaltali 30% lægri í ESB. Meira: mbl.is Sumir bændur yrðu betur settir  Verð á kjúklingakjöti myndi lækka um 70% við inngöngu Íslands í ESB  Norðurslóðastuðningur myndi vega á móti minni tekjum hjá bændum Morgunblaðið/Þorkell Gæði Skýrsluhöfundar segja verð- mæti í sérstöðu íslensks búfjár. Orðrétt af Alþingi ’ Allt frá 19. júní síðastliðnum erég búinn að reyna að fá þessaskýrslu afhenta en það hefur einfald-lega ekki gengið. Mér hefur verið neit-að um hana og sagt að þetta væri vinnuplagg eða gögn sem væru í vinnslu. GUNNAR BRAGI SVEINSSON ’ Ég vissi ekki af tilurð þessararbakgrunnsskýrslu fyrr heldur en ígær. […] Þarna er verið að máta ís-lenskan landbúnað við þýskan ogfinnskan. Það kemur í ljós að það myndi vera slæmt fyrir landbúnaðinn hefði hann kjör hins þýska. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ’Mér finnst merkilegt að Sjálf-stæðisflokkurinn leggi ekki til aðþað verði þrjár þjóðaratkvæða-greiðslur, hin fyrsta þá um hvort eigiað fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild. ÞRÁINN BERTELSSON ’Það er eins og mig grunaði,hæstvirtur utanríkisráðherra ereinlægur aðdáandi minn, og ég hansvegna þess að ég hef lagt mig í límavið að temja mér fas hans, ekki bara hér í ræðupúlti heldur líka útlitslega séð. Tel ég hann vera fyrirmynd ann- arra karlmanna, að því leyti. HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Öll helstu merkin í tjöldum: TNF, High Peak, Mountain Equipment og Fjallräven. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 46 57 3 06 /0 9 High Peak Ancona 4 Rúmgott 4 manna fjölskyldutjald. Vatnsvörn 3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 190 cm. Verð 44.990 kr. Einnig fáanlegt 5 manna, verð 52.990 kr. High Peak Como 4 Tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. Stöðugt í vindi. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 190 cm. Verð 29.990 kr. Einnig fáanlegt 6 manna, verð 39.990 kr. High Peak Nevada Sígilt 3 manna kúlutjald með fortjaldi. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 120 cm. Verð 16.990 kr. Tjaldaúrvalið er í Tjaldalandi SUÐURLAN DSBRAUT SUÐURLAN DSBRAUT GNOÐAR VOGUR GLÆSIBÆ R T B R 1 T B R 2 ÁL F H E IM A R Tjaldaland Uppsett tjöld til sýnis alla virka daga frá kl. 10-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.