Morgunblaðið - 16.07.2009, Blaðsíða 27
Velvakandi 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HVAÐ
VILTU
SÍÐAN AÐ
ÉG GERI?
ÉG VIL AÐ
ÞÚ HORFIR Á
HITT LIÐIÐ
SPILA...
GANGI
ÞÉR
VEL!
TAKK
FYRIR,
KALLI
SÍÐAN GETUR ÞÚ SKRIFAÐ
VEIKLEIKA ÞEIRRA NIÐUR Á
ÞESSA TYGGJÓPLÖTU. EF
ÞEIR SJÁ ÞIG ÞÁ GETUR ÞÚ
BORÐAÐ SÖNNUNARGÖGNIN
AF HVERJU HELD ÉG
AÐ ÞETTA ENDI ILLA?
ÞAÐ ÆTTI AÐ VERA BANNAÐ
AÐ HAFA SKÓLA ÞEGAR ÞAÐ
ER NÓGU MIKILL
SNJÓR TIL AÐ
LEIKA SÉR!
ÞAÐ ÆTTI AUÐVITAÐ
HELDUR EKKI AÐ VERA
SKÓLI Á HAUSTIN...
OG ÉG ER NÚ ÞEGAR Í
FRÍI Á SUMRIN... ÞÁ
ER BARA VORIÐ EFTIR...
ÞAÐ ÆTTI AÐ
VERA Í LAGI
AÐ HAFA EINN
SKÓLADAG Í
NÓVEMBER
OG EINN
DAG Í MARS
ÞÚ VERÐUR KOMINN MEÐ
FALSKAR TENNUR ÁÐUR EN
ÞÚ KLÁRAR ANNAN BEKK
FRÁBÆRT!
ÞÁ GET ÉG SEST
Í HELGAN
STEIN EFTIR
ÞRIÐJA BEKK!
AF
HVERJU
SPYRÐU?
MÉR FINNST
EINS OG
BÁTURINN SÉ
AÐ HREYFAST
FINNUR MAÐUR FYRIR
JARÐSKJÁLFTUM ÚTI Á HAFI?
RÚNAR, ÞÚ ÆTLAR
AÐ HJÁLPA MÉR AÐ
VERÐA „PAPARAZZI“
MÍN EIGIN
TALSTÖÐ!
ÞAÐ EINA SEM ÞÚ
ÞARFT AÐ GERA ER AÐ
LÁTA MIG VITA ÞEGAR
ÞÚ SÉRÐ
STJÖRNU
ROSIE O’DONNELL ER Í
SÓLBAÐI! ÉG ENDURTEK...
ROSIE O’DONNELL
ER Í SÓLBAÐI!
SKAL
GERT!
HVERNIG SLEKKUR
MAÐUR EIGINLEGA
Á ÞESSU?!?
ÉG VIL EKKI SKILJA
KRAKKANA EINA EFTIR
HEIMA... EN ÞAU ERU
ENGIN SMÁBÖRN LENGUR
ER Í LAGI AÐ ÞIÐ
SÉUÐ HÉRNA EIN
Á MEÐAN ÉG SKÝST
ÚT Í BÚÐ?
SVO LENGI SEM
RAFMAGNIÐ FER EKKI AF ÞÁ
VERÐUR Í LAGI MEÐ ÞAU
HVAÐA VÖRUBÍLL
ER ÞETTA?
HANN
ER AÐ
OPNAST!
TÍMI TIL AÐ NOTA SEGULINN ÞAÐ TOGAR OKKUR EITTHVAÐ
INN Í VÖRUBÍLINN!
Grundarfjörður | Það var glæsileg sjón að sjá þegar hið risastóra farþega-
skip Queen Victoria kom til hafnar í Grundarfirði. Farþegar skipsins voru
flestir Bretar og Ameríkanar og sáust þeir á sprangi um götur Grundar-
fjarðar í góðviðrinu. Um 2000 farþegar voru um borð og kaus stór hluti
þeirra að fara í land og skoða sig um. Líflegt er í verslunum og á mörk-
uðum handverksfólks þegar skemmtiferðaskipin koma í Grundarfjörð, en
14 slík skip heimsækja bæinn í sumar.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Queen Victoria í Grundarfirði
Frændþjóð í vanda
HUGMYNDIN er sú
að Norðmenn greiði
upp allar skuldir Ís-
lendinga innan eins árs
og í staðinn fái Norð-
menn einir óheftan að-
gang að olíuvinnslu á
svonefndu Drekasvæði
þar sem miklar líkur
eru á að olíu sé að
finna. Þannig gætu
Norðmenn náð til baka
á skömmum tíma þeim
peningum sem fóru í
að borga skuldir Ís-
lendinga og drjúgt bet-
ur. Þar með gætu þeir
nýtt bæði tæki og búnað sem þegar
er til staðar í Noregi og töluvert af
honum stendur ónotaður vegna
minnkandi olíu- og gasvinnslu. Þar
er einnig að finna alla þá sérþekk-
ingu sem þarf til slíkra starfa.
Skuldir Íslendinga eru smáaurar
fyrir Norðmenn sem liggja á gríð-
arlega digrum sjóðum. Báðar þjóð-
irnar myndu hagnast á slíku sam-
komulagi og frændbönd þjóðanna
styrkjast. Þarna yrði um hrein og
klár viðskipti að ræða, allt sem til
þarf er viljinn til að ýta málinu úr
vör.
Skuldastaða Íslands er mjög erfið
og biðla ég til ráðamanna Íslands og
Noregs að þeir kanni þessi mál til
hlítar að því gefnu að olía muni
finnast á Drekasvæðinu. Benda má
á að tvö norsk fyrirtæki hafa þegar
fengið leyfi til leitar á Drekasvæð-
inu og vænta má upplýsinga með
haustinu um hvort olíu og gas sé
þar að finna, sem miklar líkur eru
taldar á.
Ef þetta mál gengi eftir yrði það
vinargreiði sem Ís-
lendingar myndu aldr-
ei gleyma og Norð-
menn yrðu sannarlega
meiri af.
Sigurjón Gunnarsson.
Fangelsi á
Reyðarfirði
SJÓNVARPIÐ
greindi frá því í frétt-
um að vinnubúðir
Bechtel á Reyðarfirði
væru til sölu.
Í ljósi þess, að nú
þurfa dæmdir menn að
bíða lengi eftir því að
„fá inni“, datt mér í hug hvort ekki
væri hægt að nýta þetta húsnæði
fyrir fanga. Það er engin úrlausn í
sjónmáli í þessum efnum og líkindi
til þess að biðlistinn lengist fremur
en styttist.
Dómsmálaráðherra, það er ekki
sæmandi réttarríkinu Íslandi að
menn þurfi að bíða mánuðum eða
árum saman eftir því að taka út
refsingu.
Sigfús Gunnarsson.
Lyklakippa tapaðist
LYKLAKIPPA tapaðist í síðustu
viku í hverfi 101 í Reyjavík. Á kipp-
unni eru nokkrir húslyklar auk leð-
urpjötlu merktri bókstafnum L. Á
henni er einnig skjöldur merktur
Gucci.
Finnandi vinsamlegast hafið sam-
band í síma 690-9993.
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Félagsstarf fellur niður
vegna sumarlokunar. Hádegismatur af-
greiddur kl. 12-13.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handavinna
kl. 9-16.30, boccia 9.30, helgistund kl.
10.30. Púttvöllur opinn. Leikfimi fellur nið-
ur í júlí.
Bólstaðarhlíð 43 | Opin handa-
vinnustofa, fótaaðgerð, böðun, hár-
greiðsla, kaffi/dagblöð, hádegisverður.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Hádeg-
ismatur kl. 11.40, handavinnustofan opin,
hægt er að fá veitingar.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Gönguhópur kl. 11, handavinnuhorn kl. 13,
vöfflukaffi kl. 14-16.
Hraunbær 105 | Félagsmiðstöðin er opin
kl. 9-14, matur kl. 12.
Hvassaleiti 56-58 | Böðun fyrir hádegi.
Boccia kl. 10. Hádgismatur kl. 11.30. Fé-
lagsvist kl. 13.30, góðir vinningar, kaffi og
meðlæti í hléi. Fótaaðgerðir, hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Opið í allt sumar.
Morgunspjall kl. 9, Stefánsganga kl. 9.10,
gáfumannakaffi kl. 15, „hot spot“ og tölv-
ur, 18 holu púttvöllur, ljóðabók skapandi
skrifa til sölu, hugmyndabankinn opinn,
málverkasýning Erlu og Stefáns og fé-
lagsvist alla mánudaga kl. 13.30. Uppl.
411-2790.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Boccia kl.
10.30. Handverks- og bókastofa opin kl.
13. Boccia kl. 13.30. Kaffiveitingar kl.
14.30. Hárgreiðslustofa s. 862-7097.
Fótaaðgerðastofa s. 552-7522.
Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15-15.30,
matur kl. 11.45, leikfimi með Janick kl. 13
(júní-ágúst), kaffi kl. 14.30. Hárgreiðsla
og fótaaðgerðir kl. 9-16.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgunstund,
opin handavinnustofa, spilað. Hár-
greiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
@