Morgunblaðið - 16.07.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.2009, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009 ✝ Reynir Helgasonfæddist í Reykja- vík 13. nóvember 1938. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 6. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Sveinbjörg Jóns- dóttir, f. 19. janúar 1915 og Helgi Árna- son, f. 31. júlí 1908, d. 7. maí 1988. Bróðir Reynis er Jón Helga- son, f. 9. desember 1945, giftur Stefaníu Guðríði Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn. Reynir giftist 15. ágúst 1973 Björgu Gísladóttur, f. 3. desember 1945, og eiga þau eina dóttur, Berg- lindi Reynisdóttur, f. 28. september 1980. Hún er í sambúð með Samsoni Magnússyni, f. 7. janúar 1980 og eiga þau tvö börn, Magnús Loga Samsonarson, f. 28. apríl 2005 og Hrafnd- ísi Samsonardóttur, f. 25. mars 2009. Reynir ólst upp í Reykjavík en var í sveit á sumrin, bæði í Kaldaðarnesi í Flóa og Skipholti í Hruna- mannahreppi. Hann útskrifaðist sem skrúðgarðyrkju- meistari frá Garð- yrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi 1960. Síðar fór hann í Landbúnaðarháskólann á Ási í Nor- egi þar sem hann lauk landslags- arkitektaprófi árið 1977. Reynir var einn fimm stofnenda Félags ís- lenskra landslagsarkitekta. Jarðarför hans mun fara fram frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudag- inn 16. júlí, og hefst athöfnin kl. 13. Kæri bróðir, það er mér einstak- lega ljúft að minnast þín með nokkr- um fátæklegum orðum. Þú varst á uppvaxtarárum mínum stóri bróðir sem ávallt hafði tíma aflögu fyrir mig þó svo ég væri allmiklu yngri. Það lýsir reyndar þínum mannkostum og umhyggjusemi vel. Áhugamál þín spönnuðu vítt svið og voru íþróttir, einkum japanska glíman júdó, þar ofarlega á blaði. Tónlist og þá sér- staklega djasstónlist var þér einkar hugleikin og áttir þú töluvert plötu- safn á þínum yngri árum, sem við hlustuðum oft á saman. Þú varst snemma bókhneigður og var lestr- arefnið af margbreytilegum toga, enda varstu glaðlyndur, félagslynd- ur og fróðleiksfús ungur maður. Bækur um myndlist og mannkyns- sögu voru í miklu uppáhaldi hjá þér alla tíð. Þú varst ávallt hreinskilinn og hafðir til að bera ríka réttlætis- kennd, en þessir mannkostir fylgdu þér alla tíð. Málamiðlanir gegn betri vitund voru þér ekki að skapi. Áhugi á íþróttum var þér í blóð borinn. Alltaf var fylgst vel með öll- um íþróttum í foreldrahúsum okkar. Minnist ég margra sundferða, en þú varst góður sundmaður. Á sumrin var oft farið og synt í Nauthólsvík- inni og svo var farið í bakarí á eftir og fengið sér vínarbrauð. Þú áttir mjög auðvelt með að kynnast fólki og áttir marga góða vini um ævina enda varstu ætíð tryggur vinur vina þinna. Eftir heimkomuna þína frá námi erlendis áttum við margar góðar samverustundir með fjölskyldum okkar við ýmis tækifæri, sem ég þakka nú fyrir. Hin síðar ár áttir þú við heilsubrest að stríða og voru veikindin þér erfið, en minningin um góðan dreng lifir. Hvíl í friði, elsku bróðir. Jón Helgason. Nú er hann Reynir frændi minn látinn. Mig langar til að minnast hans með þessu fallega ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég kveð kæran frænda minn með þökk fyrir samveruna gegnum tíðina og alla umhyggju og hlýju í minn garð. Blessuð sé minning þín. Sveinbjörg Jónsdóttir. Samhentur og samstilltur hópur bekkjarfélaga útskrifaðist úr Aust- urbæjarskólanum vorið 1951 undir stjórn ástsæls kennara og skóla- manns, Jóns Þórðarsonar. Flest höfðum við verið saman í sex ár og áttum ógleymanlega samleið á bernsku- og æskuárum. Reynir var á meðal okkar, glaður, góður og ein- lægur félagi eins og ég man hann. Hann hafði þann eiginleika sem eft- irsóttur er á öllum tímum – að vera jákvæður og sjá bjartar hliðar lífs- ins. Verið var að kjósa lið í stórfiska- leik. Við Reynir vorum einir eftir. Mér þótti það súrt í broti. En Reynir stóð við hlið mér og sagði brosandi glaður: Gaman er að vera kosinn síð- astur, Þórir. Leikurinn getur ekki hafist nema við séum með. Rúmlega 30 árum síðar hitti ég Reyni á förnum vegi. Brosandi en samt alvarlegur sagði hann mér meðal annars frá stofnun Félags ís- lenskra landslagsarkitekta þar sem hann var einn af stofnendum, en hann var landslagshönnuður, og hafði mikinn áhuga á náttúru og um- hverfi. Hann lagði þunga áherslu á það við mig að í raun værum við öll virkir þátttakendur sem hönnuðir í umhverfi okkar. Voru það sannar- lega orð í tíma töluð og umhverfis- og náttúruvernd ekki ofarlega á blaði í almennri umræðu á þeim tíma. Árið 2001, er félagar úr gamla G-bekknum hittust í Austurbæjar- skólanum, átti ég nokkur símtöl við Reyni. Hann lagði þar áherslu á að allir félagar sem einhverju sinni hefðu verið samferða okkur um stund væru boðaðir til leiks. Áfram sami góði, einlægi félaginn sem vildi öðrum vel. Góðar minningar gleðja þegar gamall bekkjarfélagi er kvaddur og honum þökkuð samfylgdin um skeið og veit ég að bekkjarfélagar taka undir þau orð. Um leið eru öllum að- standendum sendar einlægar sam- úðarkveðjur á erfiðum tímum. Þórir S. Guðbergsson. Reynir Helgason ✝ Þuríður HelgaKristjánsdóttir fæddist á Hellu á Ár- skógsströnd 21.11. 1915. Hún lést á Krist- nesspítala 2.7. sl. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján E. Kristjánsson bóndi, f. 14.10. 1882, d. 18.5. 1979, og Sigurbjörg Jóhannesdóttir hús- freyja, f. 2.10. 1884, d. 25.12. 1952. Þuríður var elst fimm systkina. Eftirlifandi systir Þur- íðar er Guðrún Kristjánsdóttir, f. 6.10. 1929. Látin eru Snorri, f. 1917, d. 1987, Sigríður, f. 1920, d. 2003, og Jóhannes, f. 1926, d. 1981. Hinn 20.8. 1944 giftist Þuríður Baldri H. Kristjánssyni bónda á Ytri- Tjörnum, f. 7.6. 1912, d. 25.11. 2003. Foreldrar hans voru hjónin Kristján H. Benjamínsson, f. 24.10. 1866, d. 10.1. 1956, og Fanney Friðriksdóttir, f. 6.1. 1881, d. 13.8. 1955. Börn Þuríðar og Baldurs eru 1) Kristján, f. 5.1. 1945, kvæntur Þór- eyju Eyþórsdóttur, f. 13.8. 1943, börn þeirra eru a) Kristín Hildur, f. 22.2. ir þeirra er Guðrún, c) Páll, f. 29.3. 1984, maki er Hildur Magnúsdóttir, d) Þuríður, f. 3.5. 1991. 5) Snorri, f. 17.5. 1954. Maki 1) Guðrún Vign- isdóttir, f. 11.4. 1954. Þau skildu. Son- ur þeirra er Heimir, f. 23.1. 1974, kvæntur Signýju Kolbeinsdóttur, börn þeirra eru Snorri og Svava. Maki 2) Guðrún Narfadóttir, f. 5.4. 1955. Þau skildu. Börn þeirra eru a) Narfi, f. 14.10. 1982, maki Svava Þor- leifsdóttir, b) Baldur, f. 27.11. 1986, maki Erla Sævarsdóttir, c) Snorri, f. 6.12. 1988. 6) Fanney, f. 2.6. 1956, gift Birni Rögnvaldssyni, f. 26.8. 1956. Börn þeirra eru a) Rögnvaldur, f. 29.8. 1981, maki Elva Ívarsdóttir b) Sigurbjörg, f. 19.3. 1989, maki Bryn- leifur Hlynsson, c) Ólafur, f. 5.7. 1991, d) Björn, f. 12.2. 2001. Þuríður ólst upp á Hellu fram á unglingsár. Hún var í Húsmæðra- skólanum á Blönduósi vetrarlangt 1933-34. Haustið 1936 sigldi Þuríður til Svíþjóðar og sat einn vetur á Lýðháskólanum í Tärna. Sumarið 1937 hélt hún til Sønderborg á Suður- Jótlandi, þar sem hún var á vefn- aðarskóla tvo vetur. Haustið 1939 kom hún heim til Íslands og réðst sem vefnaðarkennari við Húsmæðraskól- ann á Laugalandi. Þar kenndi hún fimm vetur. Hún var húsfreyja á Ytri- Tjörnum frá 1944 til hinsta dags. Útför Þuríðar fer fram frá Munka- þverárkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar 1975, gift Salvador Be- renguer, börn þeirra eru Óskar og Fjóla, b) Sólveig, f. 21.11. 1977, maki hennar er Stein- þór Steingrímsson, c) Þuríður, f. 21.11. 1977, maki er Magnús Helgason, dóttir þeirra er Hekla, d) Þórhildur, f. 10.9. 1979, maki Egil Ferkingstad. 2) Sig- urbjörg, f. 4.1. 1946, d. 11.2. 1964. 3) Benja- mín, f. 22.1. 1949, kvæntur Huldu Jóns- dóttur, f. 1.11. 1950. Þeirra synir eru a) Baldur, f. 25.12. 1973, maki er Elin Grethardsdóttir, dóttir þeirra er Marianna, b) Jón, f. 27.3. 1975, c) Bergur, f. 15.2. 1979, kvæntur Berg- lindi Gylfadóttur, börn þeirra eru Benjamín og Birna, d) Kristján, f. 7.6. 1983, maki er Heiðdís Norðfjörð, son- ur þeirra er Jón Gunnar. 4) Guðrún, f. 17.5. 1952, gift Ingvari Þóroddssyni, f. 16.6. 1952. Börn þeirra eru a) Þór- oddur, f. 29.1. 1978, kvæntur Að- alheiði Jóhannesdóttur, börn þeirra eru Ingvar og Ester, b) Baldur, f. 4.7. 1980, maki er Eygló Ólafsdóttir, dótt- Tengdamóðir mín, Þuríður Helga, sú mikilhæfa kona, er nú látin á 94. aldursári. Ég minnist þess ávallt þeg- ar við sáumst í fyrsta sinn. Við kom- um óvænt í heimsókn að Ytri Tjörn- um, árið var 1966. Þuríður var í fjósverkum, hún lauk verkinu og síð- an var gengið í bæinn. Hún var nær- gætin, háttvís og athugul og eftir öllu var tekið því hún hafði afar næmt auga fyrir smáatriðum sem skipta svo miklu í samskiptum manna. Við náðum strax góðu sambandi og báðar áttum við sameiginlegt áhuga- mál sem snérist um menntun ungra stúlkna og starfsemi húsmæðraskól- anna. Báðar höfðum við kynnst þeirra innra starfi sem vefnaðarkennarar. Hún þegar þetta nám var það eina sem margar konur áttu kost á að öðl- ast og ég á umbrotatímum þegar hús- mæðramenntun var að láta undan síga fyrir öðrum gildum samfélagsins. Þuríður var einstaklega sterkur og gefandi persónuleiki sem kom skoð- unum sínum á framfæri með yfirveg- un, hógværð og festu. Hún var afar leitandi, fylgdist vel með því sem átti hug hennar og var áskrifandi að tíma- ritum því tengdum. Þuríður var sí- vinnandi og það sem hún tók sér fyrir hendur var ávallt unnið af kostgæfni, einurð, vandvirkni og virðingu. Líf hennar einkenndist af umhyggju fyrir öðrum og eljusemi. Ef hún var ekki að sinna hefðbundnum heimilisstörfum/ bústörfum tók hún fram prjónana eða settist við vefstólinn. Þuríður var mjög listræn og með næmt auga fyrir litasamsetningu þráða, sem kom glöggt fram í hennar nytjalist. Ég minnist þess hversu gestkvæmt var á Ytri Tjörnum og daglegur gestagangur á sumrin af ættingjum og vinum þeirra Tjarnahjóna. Það tók sinn tíma fyrir mig að átta mig á þess- um stóra ættboga og sterkum tengslum þeirra eldri Ytri Tjarna- systkina við Tjarnir. Á fyrstu búskap- arárum þeirra Þuríðar og Baldurs bjuggu þrjár fjölskyldur í húsinu, börnum fjölgaði og húsakostur þrengdist. Það hljóta að hafa verið margvísleg málefni sem þurfti að taka á með tillitssemi, samvinnu og sam- starfshæfni. Þuríður kom úr fjölmennri fjöl- skyldu með móðurfjölskylduna frá Kussungsstöðum í Fjörðum og föð- urfjölskylduna frá Krossum á Ár- skógsströnd. Fjölskylduböndin voru sterk og Þuríður fjölfróð um ættir sín- ar og sinna barna. Þuríður og Baldur eignuðust sex börn en eitt þeirra, Sigurbjörgu, misstu þau 18 ára að aldri og var það mikill söknuður fyrir fjölskylduna. Barnabörnin eru tuttugu, og sýndi hún þeim fádæma umhyggju. Að fara til ömmu og afa í sveitinni var upp- lifun í margskonar merkingu. Þuríður gaf sér tíma fyrir þau, var örlát á mat og drykk og hafði alltaf einhverju að miðla. Það sama gilti um langömmu- börnin sem nú eru 12 talsins. Ég er afar þakklát fyrir að hafa átt Þuríði fyrir tengdamóður, við áttum margar innilegar samræðustundir um lífið og tilveruna. Umhyggja fyrir mönnum, dýrum og gróðri var hennar aðalsmerki og mun fylgja okkur sem áttum hana að ástvini um ókomin ár. Ég þakka innilega fyrir samfylgd- ina í gegnum lengstan hluta lífs míns. Þórey Eyþórsdóttir. Þuríður tengdamóðir mín er látin, hún lést á Kristnesspítala í Eyjar- fjarðarsveit, heimabyggð sinni. Nú þegar kveðjustund er komin langar mig að þakka henni svo margt eftir 35 ára samveru og kynni. Eflaust er mörgum farið eins og mér að maður þakkar sjaldnast sínum nánustu nóg- samlega í amstri daganna fyrir góða og uppbyggilega samveru þegar tækifæri er til. Ég vil þakka Þuríði sérstaklega fyrir hlýju og vinalegheit í minn garð þegar ég kom fyrst á heimili þeirra sæmdarhjóna Þuríðar og Baldurs á Ytri-Tjörnum fyrir 35 árum, 18 ára unglisgsgrey sem hafði fátt til mál- anna að leggja, eða það fannst und- irrituðum a.m.k. en á Tjörnum fengu allir að njóta sín. Þuríður lagði ríku- lega inn fyrir góðar og miklar þakkir fjölskyldu sinnar. Hún var vakin og sofin yfir velferð barna sinna og af- komenda, fram á síðasta dag. Hún spurðist mikið fyrir um hagi barna- barnanna, um langömmubörnin og hvernig fólkinu hennar reiddi af í ólgu daganna. Þuríður var vel minnug og þrátt fyrir háan aldur hélt hún sínu andlega atgervi til síðasta dags. Þuríður var menntaður vefnaðar- kennari og hafði lært í Danmörku og Svíþjóð, skömmu fyrir seinna stríð. Hún var því vel að sér í dönsku og nutu barnabörnin þess, m.a. hann Óli okkar, sem leitaði til ömmu sinnar með dönskuna og hafði Þuríður ánægju af að aðstoða en þetta var sl. vetur og hún á 94. aldursári. Þannig tengdist Þuríður unga fólkinu og hafði svo miklu að miðla. Þuríður naut þess að búa í sveitinni og eftir að Baldur dó hefði mátt ætla að erfiðara hafi verið fyrir hana að sjá um sig en það var ekki, hún vildi vera heima á Tjörnum eins lengi og mögu- legt var og henni varð að ósk sinni. En 22. maí í vor lagðist hún inn á sjúkra- húsið og átti ekki afturkvæmt. Síð- ustu árin hennar á Tjörnum naut hún mikils stuðnings dætra sinna og tengdadóttur, Huldu sem býr á Tjörnum. Stórfjölskyldan var afar hænd að Þuríði enda var hún afar bóngóð og rausnarleg í garð fjölskyldunnar í víð- asta skilningi þess orðs. Að lokum vil ég þakka Þuríði allar þær ríkulegu og góðu stundir sem fjölskylda mín átti með henni og Baldri og ekki síst allar þær ótal ferð- ir sem þau komu í bæinn úr sveitinni til að gæta barna okkar Fanneyjar, það var ómetanlegt. Ég kveð kæra tengdamóður sem var greind og heilsteypt kona og hafði mikið að gefa. Í Guðs friði. Björn Rögnvaldsson. „Æ, ég rakst á þessa uppskrift og langaði að prófa“ sagði Þuríður tengdamóðir mín við mig fyrir rúmu ári, þá 92 ára gömul. Tilefnið var ný- bakaðar kökur sem hún bauð mér og ég hafði ekki smakkað fyrr, gómsæt- ar eins og allt sem hún bauð upp á. Þannig var Þuríður alla sína tíð með hugann fullan af hugmyndum og nýj- ungum. Prófaði og þróaði og lét háan aldur ekki aftra sér enda hugurinn ungur allt til loka. Þuríður var víðlesin og vel mennt- uð. Fór í skóla til Svíþjóðar og Dan- merkur á árunum fyrir heimsstyrj- öldina síðari og gerðist vefnaðarkenn- ari. Þurfti að hjóla endilangt Jótland til að komast heim í stríðsbyrjun. Lærið dönsku á þann hátt að hún að- stoðaði barnabörnin við úrlausn dönskuverkefna upp í menntaskóla, allt fram á liðinn vetur. Tengdist ævi- löngum vinaböndum við danskar skólasystur. Eftir heimkomu gerðist Þuríður kennari við Húsmæðraskólann á Laugalandi og kynntist þá mannsefni sínu, Baldri Helga, ungum bónda á þarnæsta bæ, Ytri-Tjörnum. Gekk hún þar inn í heimili með tengdafor- eldrum sínum og venslafólki. Stórt heimili, margar kynslóðir, en það hentaði Þuríði vel, snjöll í samskipt- um við aðra. Þar á bæ var oft mikill gestagangur enda svo að þeir sem þangað komu einu sinni sóttust mjög eftir að koma aftur. Ófáir gestir á okkar vegum sem þangað hafa komið, bæði hérlendir og erlendir hafa jafnan talið það hápunkt heimsóknar á Norðurland, með fullri virðingu fyrir öðru og öðrum. Veit- ingar og viðmót einstakt. Þuríður var mikil hannyrðamanneskja og þeir sem vit hafa á töluðu um einstakt handbragð. Óf, saumaði og prjónaði og trúað gæti ég að sokkapörin skiptu þúsundum fyrir utan allt annað. Sokkarnir frá ömmu/langömmu eru svo hlýir, sögðu barnabörnin/barna- barnabörnin. Hugurinn og minnið bilaði aldrei og áhuginn á líðandi stund, á velferð af- komenda og í rauninni lífinu almennt, var alltaf sá sami. Síðasta árið fór að halla talsvert undan fæti varðandi líkamlega heilsu. Gat samt búið áfram heima á Ytri- Tjörnum með aðstoð sem aðallega kom frá aðstandendum. Seint í maí þróuðust málin skyndilega á þann veg að það gekk ekki lengur. Í þeirri sjúkrahúsinnlögn þurfti að gera að- gerð á fæti. Þuríður virtist meðvit- undarlítil. Skurðlæknirinn var að segja smá sögu af manni sem tengdist bæði honum og undirrituðum. Þá sagði hinn meðvitundarlitli sjúkling- ur: „Þetta var Þórður í Koti.“ Brá skurðlækninum allnokkuð. En þannig var Þuríður, hugurinn skýr og virkur þó líkamsástand væri orðið lélegt. Var mjög glöð þegar hún heyrði að kvöldi 1. júlí að búið væri að heyja á Ytri-Tjörnum. Vaknaði ekki næsta morgun. Þannig er örugglega gott að geta kvatt. Blessuð sé minning hennar. Ingvar Þóroddsson. Þuríður Helga Kristjánsdóttir  Fleiri minningargreinar um Þuríði Helgu Kristjáns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.