Morgunblaðið - 16.07.2009, Blaðsíða 2
VEIÐI á hrein-
törfum hófst í gær
og þar með hrein-
dýraveiðitíminn.
Fyrsti felldi tarf-
urinn sem Jóhann
G. Gunnarsson,
starfsmaður veiði-
stjórnunarsviðs
Umhverfisstofn-
unar, frétti af var
veiddur á svæði 2 í landi Þuríðarstaða
í Fljótsdal á milli kl. 14 og 15 í gær.
Nokkrir leiðsögumenn tilkynntu sig
til veiða þegar upp úr miðnætti í fyrri-
nótt. Jóhann taldi að alls hefðu 13
veiðimenn farið til veiða í gær. Þeir
fóru svæði 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 7. Þoka var
á Héraði í gær en bjartara niðri á
fjörðum og eftir því sem sunnar dró.
gudni@mbl.is
Fyrsti hrein-
dýrstarfurinn
felldur í gær
Veiði Hreindýr eru
vinsæl bráð.
Þrettán héldu til
veiða á fyrsta degi
ehf. og að sögn fararstjórans, Láru Henrys-
dóttur, strandaði báturinn þegar siglt var frá
eynni. „Báturinn rykktist til og fór allt í einu
að halla,“ segir hún og eftir það hafi fólk
haldið sér í efra byrði skipsins, en vatn hafi
seytlað inn um neðra byrðið. Þetta hafi verið
heilmikið ævintýri. „Svipað gerðist á sunnu-
daginn. Þá vorum við lengst úti á sjó og ein af
vélunum dó.“
Kallað var eftir aðstoð björgunarsveita
Landsbjargar og voru björgunarskip og
bátar kallaðir út frá Hafnarfirði, Kópavogi,
Seltjarnarnesi, Reykjavík og Kjalarnesi.
Björgunarsveitir fluttu farþega og farar-
stjóra í Eldinguna II sem færði þá til hafnar.
Meðal farþega í Andreu II voru þýsku feðg-
arnir Udo Müller og sonur hans Marlon sem
er tíu ára. Að sögn Müllers eldra tók skipið að
halla eftir að annar bátur reyndi að draga
það á flot. „Þá hvolfdi bátnum næstum því svo
þetta leit ekkert sérlega vel út hjá okkur.“
Hann er gagnrýninn á það sem á eftir fylgdi.
„Við héldum að við yrðum flutt yfir í hitt
skipið, en nei, við þurftum að dúsa í skipinu í
eina klukkustund.“ Müller segir son sinn hafa
orðið mjög hræddan sem og eldri kona um
borð. „Allt fór vel, en þegar skipið tók að
hallast meira og meira fór að fara um mann.“
Þegar björgunarsveitir komu á vettvang hafi
aðgerðir þeirra hins vegar verið fumlausar.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
BETUR fór en á horfðist þegar farþegabát-
urinn Andrea II strandaði á sandrifi austan
við Lundey í Kollafirði á fjórða tímanum í
gær. Sjö farþegar voru um borð auk áhafnar
þegar báturinn tók niðri, en engan sakaði.
Andrea var með hóp ferðamanna í fugla-
skoðun við Lundey í gær á vegum Hvalalífs
Morgunblaðið/Ómar
„Þetta leit ekkert sérlega vel út hjá okkur“
Strönduð Andrea II var enn á rifinu seint í gær en skv. fréttatilkynningu frá Hvalalífi ehf. átti að bíða eftir að flæddi til að losa bátinn af strandstað.
Andrea II strandaði á sandrifi við Lundey með áhöfn og sjö farþega sem voru í fuglaskoðun
Morgunblaðið/Eggert
Skelkaður Hinn 10 ára Marlon
Müller varð mjög hræddur er bát-
urinn strandaði, sagði faðir hans.
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
„ÞEIR skemmtu sér vel og hvöttu
FH áfram. Það heyrðist ekki minna
í þeim en mér,“ segir Elfar Þór Erl-
ingsson, sjálfboðaliði hjá Rauða
krossinum og FH-ingur. Hann hafði
forgöngu um það að félagið bauð
hælisleitendum á leikinn við Ak-
tobe frá Kasakstan í Kaplakrika í
gærkvöldi. Sex þáðu boð FH um að
koma á leikinn, einn frá nágranna-
ríki gestaliðsins, Úsbekistan, fjórir
Írakar og einn Sómali. Hópurinn
var ánægður með kvöldið, þótt FH
hefði tapað. helgi@mbl.is
Gestirnir hvöttu lið FH
Morgunblaðið/Eggert
Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur
sigrunrosa@mbl.is
Í LOK síðasta árs var samþykkt
breyting á lögum um viðbótarlífeyr-
issparnað sem heimilaði sjóðfélögum
sem höfðu náð 60 ára aldri að taka út
sparnaðinn í einni greiðslu.
Þá er þekkt sú breyting sem gerð
var fyrr á þessu ári á lögum um við-
bótarlífeyrissparnað og átti að auð-
velda heimilum að takast á við efna-
hagshrunið með því að geta nýtt sér
hluta af þeim sparnaði
Greiðslur í þessa sjóði eru ekki
staðgreiðsluskyldar strax heldur
koma til lækkunar á tekjuskatts-
stofni, þannig að skattur er reikn-
aður eftir að þær hafa verið dregnar
frá. Þegar svo kemur að útgreiðslu
viðbótarlífeyrissparnaðarins er hann
staðgreiðsluskyldur lögum sam-
kvæmt. Nú er að koma í ljós að þeir
sem vilja nýta eingreiðslumöguleik-
ann geta átt von á því að þurfa að
borga af honum hátekjuskatt. Vissu-
lega hlýtur mörgum að svíða þetta,
enda ekki það sem lagt var upp með
þegar fólk byrjaði að leggja fyrir.
„Fólk getur lent í því að greiða há-
tekjuskatt þar sem það fær eina
greiðslu óvenjuháa. Þetta vissu
menn að myndi gerast með þessu
fyrirkomulagi og það var eiginlega
ekki hægt að hafa þetta öðruvísi þar
sem verið var að leggja þetta á um
mitt ár,“ segir Skúli Eggert Þórð-
arson ríkisskattstjóri.
Þá geti þeir sem eru tekjuháir og
fá laun hjá fleiri en einum launa-
greiðanda, lent í því að þurfa að
borga hátekjuskatt þegar álagning-
arseðill næsta árs kemur. Er ástæð-
an sú að hver launagreiðandi tekur
staðgreiðslu af því sem hann greiðir
út en skattstjóri þarf síðan að taka
allt saman í lok árs.
Indriði H. Þorláksson, aðstoðar-
maður fjármálaráðherra, segir lög
um hátekjuskatt hafa verið útfærð
þannig að endanlega sitji fólk ekki
uppi með hátekjuskatt af ein-
greiðslum. Viðkomandi þurfi að vera
yfir sjö hundruð þúsund króna
mörkunum að meðaltali til að
hátekjuskatturinn haldi sér. Sé farið
yfir mörkin í t.d. einum mánuði þá
leiðréttist það við álagningu og er
endurgreitt.
Hátekjuskattur á lífeyrinn
Þeir sem taka háar eingreiðslur úr viðbótarlífeyrissjóðum þurfa að greiða hátekjuskatt Tekjuháir
hjá fleiri en einum launagreiðanda geta einnig átt von á að fá á sig hátekjuskatt við álagningu
Hinn 1. júlí tók gildi lagabreyting
sem leggur 8% hátekjuskatt á
allar tekjuskattsskyldar tekjur.
Skatturinn er reiknaður mánað-
arlega af staðgreiðsluskyldum
tekjum yfir 700.000 kr.
Skúli Eggert
Þórðarson
Indriði H.
Þorláksson
Eftirfarandi er dæmi um hvernig
hátekjuskattur reiknast af ein-
greiðslu upp á eina milljón
krónur úr viðbótarlífeyrissjóði.
Greiðslan myndar jafnframt
stofn til staðgreiðslu.
Dæmi um útreikning:
Eingreiðsla 1.000.000
Viðmiðunarmörk
hátekjuskatts 700.000
Stofn hátekjuskatts 300.000
Álagningarhlutfall 8%
Hátekjuskattur 24.000
Útreikningur