Morgunblaðið - 16.07.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009 Á 79 ára afmæli Sólheima var af- hjúpaður Engill sameiningar og vonar á Sólheimum. Engillinn er hluti af alþjóðlegu verkefni til að skapa tengingu vonar og ástar um allan heim. Engillinn á Sólheimum er sá tólfti sem settur er upp í jafn- mörgum löndum. Sólheimaengill Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SVEIN Harald Øygard, seðla- bankastjóri, sagði á blaðamanna- fundi í gær að jafnvel þó það hefði verið betra ef tiltekin ákvæði í Ice- save-samningunum hefðu verið með öðrum hætti, breytti það ekki heild- armati Seðlabankans. Bankinn teldi að ekki væru líkur á að íslenska ríkið gæti ekki staðið undir ábyrgð sam- kvæmt samningnum og að synjun á ríkisábyrgð vegna Icesave gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efna- hagslífið. Skrifleg umsögn Seðlabankans um Icesave-samningana var birt í gær. Umsögnin var til umræðu í við- eigandi nefndum Alþingis á mánu- dag og í gær fjallaði Morgunblaðið um efni hennar. „Það er bara fáránlegt“ Umsögn Seðlabankans inniheldur m.a. lögfræðilegt álit sem unnið var af Sigríði Logadóttur, aðallögfræð- ingi bankans, og Sigurði Thorodd- sen, lögfræðingi á alþjóða- og mark- aðssviði bankans. Fundur þeirra með utanríkismálanefnd Alþingis á mánudag varð til þess að Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, lét þau orð falla að hann teldi að þau hefðu villt á sér heimildir þegar þau kynntu minnisblaðið fyrir nefndinni og hann sagðist m.a. hafa velt því fyrir sér hvort þau væru enn í vinnu fyrir Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra. „Ég held að á svona mikilvægri stund fyrir landið ættum við ekki að eyða tímanum í að ræða svona hluti eða gefa út viðlíka yfirlýsingar. Það er bara fáránlegt,“ sagði Øygard þegar hann var spurð- ur um þessi orð Árna Þórs. Sigurður Thoroddsen benti enn- fremur á að í byrjun júlí hefði fjár- laganefnd Alþingis beðið um um- sögn Seðlabankans um Icesave-samningana. Þann 7. júlí hafi verið hringt frá utanríkis- málanefnd og lögfræðingar Seðla- bankans beðnir um að mæta þar sem gestir. Hann og Sigríður Logadóttir hefðu farið á fund nefndarinnar og gert grein fyrir tilteknum þáttum í hinu lögfræðilega áliti sem þá var því sem næst fullgert. Í lok fundar- ins hefðu þau verið beðin um að setja saman minnispunkta um það sem kom fram hjá þeim og það hefðu þau gert. Sigríður Logadóttir sendi enn- fremur tölvupóst til starfsmanns ut- anríkismálanefndar síðdegis á mánudag, eftir að fundinum lauk, til að undirstrika að ekki væri um að ræða hið endanlega álit Seðlabank- ans. Tölvupósturinn er svohljóðandi: „Við lögfræðingar SÍ [Seðlabanka Íslands] viljum undirstrika að minn- isblaðið til utanríkismálanefndar er samantekt á því sem kom fram á fundinum þar sem lögfræðingar mættu sem gestir og ber ekki að líta á það sem umsögn Seðlabankans sem slíka. Við viljum gjarnan að þetta komi fram hjá nefndinni. Verið er að klára vinnslu á umsögn Seðla- bankans til fjárlaganefndar.“ Sigurður Thoroddsen benti enn- fremur á að minnisblaðið sem nefnd- in fékk í hendurnar væri efnislega samhljóða því sem Seðlabankinn birti í gær. Breytir ekki heildarmati  Umsögn Seðlabankans efnislega samhljóða minnisblaði lögfræðinga sem var lagt fyrir utanríkismálanefnd  Ætti ekki að eyða tíma í fáránlegar yfirlýsingar Morgunblaðið/Ómar Lög Sigurður Thoroddsen og Sigríður Logadóttir í Seðlabankanum gær. Svein Harald Øygard sagði að Seðlabankinn hefði viljað fá tækifæri til að veita nánari um- sögn um tiltekna þætti samn- ingsins og ýmislegt í honum væri þess eðlis að betra væri ef það væri með öðrum hætti. Gott hefði verið ef Ísland hefði rétt til að endursemja ef efna- hagsleg staða yrði mun verri en nú stefndi í eða ef ný lög yrðu sett um lágmarksinnistæðu- tryggingar innan EES. En jafnvel þótt færustu lög- fræðingar hefðu veitt álit sitt væri ekki víst að niðurstaðan hefði orðið önnur. Niðurstaða í málinu hefði ráðist í viðræðum. Munurinn á umsögn bankans og minnisblaði sem var kynnt utanríkismálanefnd er að búið er að setja inngang að lögfræði- álitinu. Þar er tekið fram að flestar athugasemdanna í álit- inu eigi við ef sú ólíklega staða kæmi upp að ríkissjóður gæti ekki mætti skuldbindingum vegna Icesave. Þar af leiðandi beri að skoða lagalegar athuga- semdir út frá því ígrundaða áliti bankans að ekki séu líkur á því að íslenska ríkið geti ekki staðið undir ábyrgð samkvæmt samn- ingnum og að synjun á ríkis- ábyrgð gæti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir efnahagslífið. Samið um niðurstöðu HLUTHAFAFUNDUR ICELANDAIR GROUP HF. DAGSKRÁ: 1. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins. Svohljóðandi grein bætist við samþykktir félagsins sem verði 5. gr. a.: Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé með eftirfarandi hætti: (i) Heimilt er að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 15.000.000.000 - fimmtán milljarða íslenskra króna - með áskrift nýrra hluta. (ii) Heimild þessi rennur út þann 1. júlí 2010. (iii) Nafnverð hluta sem hluthafar geta skrifað sig fyrir er ein króna. Heimilt er að ákveða áskriftargengi með almennu útboði nýrra hluta. (iv) Hluthafar njóta ekki forgangsréttar til áskriftar. (v) Hluthöfum er heimilt að greiða fyrir þá nýju hluti sem þeir skrá sig fyrir með skuldajöfnuði að hluta eða öllu leyti, samkvæmt nánari skilyrðum sem stjórn ákveður. Ekki skal gerð sérstök sérfræðiskýrsla vegna greiðslu með skulda- jöfnuði, en stjórn skal þess í stað útbúa greinargerð um verðmæti greiðslunnar, sbr. 6. gr. c. laga nr. 2/1995, um hlutafélög. (vi) Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skrásetningardegi hlutafjár- hækkunarinnar. Stjórn skal setja nánari reglur um fresti til áskriftar og greiðslu hluta. 2. Kosning stjórnar félagsins 3. Önnur mál löglega fram borin Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til stjórnar félagsins, aðalskrifstofu á Reykjavíkur-flugvelli, skemmst fimm dögum fyrir fundinn. Í tilkynningunni skal greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Óski hluthafi eftir að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum skal ósk hans komið skriflega til aðalskrifstofu félagsins sjö dögum fyrir fundinn. Hluthafafundur í Icelandair Group verður haldinn fimmtudaginn 6. ágúst 2009, kl. 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 46 80 6 07 /0 9 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Glæsilegt úrval af sparilegum sumardressum á ÚTSÖLUNNI ÁRNI Þór Sig- urðsson, formað- ur utanríkismála- nefndar Alþingis, segist hafa tjáð lögfræðingum Seðlabankans að teldu þau að hann hefði vegið að starfsheiðri þeirra, biðjist hann afsökunar. Árni Þór telur þó ekki að hann hafi vegið að honum. Aðspurður hvort hann stæði enn við orð sín um að þau hefðu villt á sér heimildir, sagði Árni Þór að á fundi utanríkismálanefndar í gær- morgun hefði komið fram að skýrir fyrirvarar væru gerðir við lögfræði- álitið og vísaði til inngangsins sem fjallað er um hér til hliðar. „Sá fyrir- vari kom auðvitað aldrei fram þegar þessir lögfræðingar komu fyrir ut- anríkismálanefnd.“ Samdægurs sendi aðallögfræðingur Seðlabank- ans tölvupóst þar sem hún áréttaði að minnispunktarnir væru ekki um- sögn bankans sem slík heldur væri hún í vinnslu. Árni Þór benti á að á þriðjudags- morgun hefði Morgunblaðið fjallað um þá gagnrýni sem kæmi fram í umsögn Seðlabankans, sem þó var ekki fullgerð. Hann hefði dregið þá ályktun af tölvupósti frá aðallög- fræðingi bankans að hún hefði ekki verið að tala í umboði Seðlabankans. Fyrirvarinn kom ekki fram á fundi Biðst afsökunar ef vegið var að heiðri Árni Þór Sigurðsson Í umfjöllun um sýninguna Íslensk hönnun 2009 á þriðjudag var rangt farið með nafn hönnuðar kínaprjóna, en hönnuður þeirra er Dögg Guð- mundsdóttir. Þá var einnig farið rangt með starfsheiti viðmælandans, sýningarstjóra sýningarinnar, El- ísabetar V. Ingvarsdóttur. Hún er hönnunarsagnfræðingur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Rangt nafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.