Morgunblaðið - 25.07.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.07.2009, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 2 5. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 200. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF EKKI LENGUR ERFITT AÐ VERA LITRÍKUR <<HM Í SJÖÞRAUT Helga Margrét þykir sigurstrangleg  „Makríllinn er að éta undan öðr- um nytjastofnum og jafnvel síld og loðnu. Við verð- um að nýta hann eins og aðrar tegundir, segir Gunnþór Ingva- son, framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar á Norðfirði. Sjómenn hafa orðið varir við makríl allt í kringum landið og séð mörg dæmi um að þessi nýja tegund í íslenskri fiskveiðilögsögu éti loðnu og jafn- vel síld. »14 Makríll étur undan öðrum nytjastofnum  Norski olíusérfræðingurinn Hans Erik Ramm telur áríðandi að hefja olíuleit á Jan Mayen-hryggnum sem fyrst svo sú staða komi ekki upp að Íslendingar „þurrki upp“ lindir Noregsmegin olíusvæðanna. Inntur eftir þessum ummælum segir Kristinn Einarsson, sérfræð- ingur hjá Orkustofnun, „engar lík- ur“ á að olíustríð sé í uppsiglingu. „Við höfum gengið frá sérstöku samkomulagi um hvernig eigi að vinna með hlutina ef olíulind teygir sig yfir landamærin. Það væri þá ekki nema aðeins í örfá ár sem menn væru eitthvað á eftir. Ég hef enga trú á því að það sé það langt í að Norðmenn opni sín megin að það verði nokkuð til hindrunar.“ »9 Norðmenn verði á undan Íslendingunum í olíuna Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is FYRRVERANDI starfsmenn Milestone, sem átti tryggingafélagið Sjóvá, aðstoða nú fjármálaráðu- neytið við endurskipulagningu sparisjóðanna. Milestone-mennirnir fyrrverandi starfa hjá ráðgjafafyrirtækinu Möttli ehf. sem er í eigu Guð- mundar Ólasonar, fyrrverandi for- stjóra Milestone, Arnars Guð- mundssonar, fyrr- verandi fjár- málastjóra Milestone, Jó- hannesar Sigurðs- sonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Milestone, og Guðmundar Hjaltasonar. Sérsvið ráð- gjafafyrirtækisins er fjárhagsleg endurskipulagn- ing og endurreisn fyrirtækja. Áður en Guðmundur hóf störf hjá Milestone var hann meðal annars sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu og ritari einkavæðingarnefndar. Starfa óbeint fyrir ráðuneytið „Tilteknir aðilar innan hópsins eru að vinna óbeint fyrir fjármálaráðuneytið, en fyrst og fremst fyrir sparisjóðina í því að reyna að koma að fjárhagslegri endurskipulagningu þeirra,“ segir Guðmundur Ólason, framkvæmdastjóri Möttuls. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneyt- inu er Möttull ekki að vinna fyrir ráðuneytið og það innir engar greiðslur af hendi til fyrirtæk- isins. „Í sparisjóðunum og í öllum öðrum fyrirtækjum þarf að stokka upp efnahagsreikninginn, meta eignasafnið og svo framvegis,“ segir Guðmundur. „Að þessari vinnu koma utanaðkomandi aðilar með reynslu eða þekkingu. Ef ríkið er að leggja þessum sparisjóðum til fjármagn þá þarf það að vita á hvaða forsendum það er gert.“ Guðmundur segir að ríkissjóður þurfi meðal annars að hafa yfirsýn um hversu kostnaðarsamt þetta verði. | 22 Frá Mile- stone í endurreisn Milestone-menn endurreisa sparisjóði Í HNOTSKURN » Stjórnvöld gripu ívor til aðgerða til að verja sparisjóða- kerfið. Með neyðarlög- unum var ríkissjóði heimilað að leggja sparisjóðunum til fjár- hæð sem nemur allt að 20% af eigin fé þeirra. » Átta sparisjóðir afellefu sóttu um stofnfjárframlög frá ríkissjóði. Hundruð Íslendinga hafa á síðustu mánuðum flust til Noregs og margir eru á förum. „Mér kæmi ekki á óvart að þegar árið verður gert upp hafi 1.000 Íslendingar flutt hingað,“ segir sr. Arna Grétars- dóttir, prestur íslenska safnaðarins í Noregi. Hún segir marga þá sem utan flytja í raun ekki eiga neinn annan kost í stöðunni og aðlögun fólks að nýju og framandi samfélagi geti því orðið erfið. Almennt farnist Íslendingum þó vel í Noregi. | 18 sbs@mbl.is Hundruð flytjast til Noregs Morgunblaðið/Eggert Ísland yfirgefið Hjónin Oddgeir Þorgeirsson og Guðbjörg Þóra Guðmundsdóttir eru leið til Noregs. „ÞETTA hefur hlaðist upp innra með mér. Fyrra bréfið byrjaði sem einföld ábending en svo sá ég að það var svo margt sem þurfti að segja.“ Þetta segir lögreglumaður sem hefur sent tvö nafnlaus bréf til fjöl- miðla. Hann segir vinnufélaga sína sýna bréfritaranum mikinn stuðn- ing, þótt þeim sé ekki kunnugt um hver hafi skrifað bréfin. Bréfin tvö hafa vakið mikla at- hygli en í þeim eru lýsingar á starfi lögreglunnar og ýmsum atburðum, þar á meðal afleiðingum manneklu og fjársveltis lögreglunnar. Lög- reglumaðurinn, sem ritar bréfin, segir lögreglumenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með viðbrögð dómsmálaráðherra við öllum við- vörunum um fjársvelti lögregl- unnar. „Það er eins og dóms- málaráðherra sé í öðrum heimi og viti ekki hvað er að gerast hjá okk- ur.“ Lögreglumaðurinn segir til- færslur ekki munu duga til. Þó seg- ir hann jákvætt að málefni lögregl- unnar fari fyrir allsherjarnefnd Alþingis. | 12 Segir viðbrögð dóms- málaráðherra vonbrigði Morgunblaðið/Kristján Lögregla Mikið hefur mætt á lög- reglunni undanfarin misseri. SEÐLABANKASTJÓRARNIR fyrrverandi, þeir Davíð Oddsson og Ingimundur Friðriksson, rituðu Björgvini G. Sigurðssyni, þáverandi viðskiptaráðherra, harðort bréf í desember sl. þar sem þeir sögðu við- skiptaráðuneytið ekki hafa fylgt jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Orðrétt segir í bréfinu: „Óviðeig- andi er að embættismenn bankans séu kallaðir í viðskiptaráðuneytið án samráðs við stjórnendur bankans til að fara yfir mögulegar undanþágur með þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta, svo sem með forstjóra Vífilfells sl. föstudag.“ Starfsmenn bankans hafi í kjölfarið fengið fyrirmæli um að sinna ekki slíkum boðum frá ráðu- neytinu. Björgvin kveðst muna eftir þessu bréfi en málsatvik hafi ekki verið þau sem lýst sé í bréfi Seðlabankans. „Það voru nokkur fyrirtæki sem óskuðu eftir útskýr- ingum á gjaldeyrishöftunum,“ segir Björgvin. | 19 Embættismenn kallaðir til án samráðs við stjórnendur Björgvin G. Sigurðsson  Erfitt gæti orðið að ná Hollend- ingum og Bretum aftur að samn- ingaborðinu hafni Alþingi Icesave- samningnum, að mati Indriða H. Þorlákssonar. Indriði telur að víða meðal vina- þjóða okkar sé litið á Icesave-málið sem prófstein á hvar Íslendingar ætli að staðsetja sig í samfélagi þjóðanna til framtíðar. »26-27 Indriði Segir umræðuna einkennast af sparðatíningi og upphrópunum. Icesave-samningurinn prófsteinn á stöðu Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.