Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 4

Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Sveitarsjóðir í athugun  Í raun þörf á að hafa afskipti af flestum sveitarfélögum landsins, segir formaður Sambands sveitarfélaga  Hækkun útsvars og skatta meðal úrræða skv. lögum Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is EKKI fæst uppgefið hvaða 10-15 sveitarfélög það eru sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hyggst taka til sérstakrar skoðunar á næstunni. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóða á landinu var nei- kvæð um 19,3 milljarða króna á síðasta ári, en þar af nam tap sjö þeirra yfir milljarði króna. Fram kom í svari samgönguráðherra á Alþingi í vikunni að eftirlitsnefndin hefur metið þörfina fyrir frekari aðgerðir. „Samkvæmt frumathugun á fjár- hagsáætlunum og ársreikningum verða 10-15 sveitarfélög tekin til frekari skoðunar,“ segir í svari ráðherra. Að sögn Jóhannesar Tómassonar, upp- lýsingafulltrúa samgönguráðuneytisins, er nú beð- ið eftir frekari upplýsingum áður en ákvörðun verður tekin um hver þessara 10-15 sveitarfélaga verði undir eftirliti. Ekki sé víst að ráðist verði í aðgerðir nema hjá fáum þeirra. Halldór Halldórsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir fyrirhugað eftirlit ekki koma á óvart. „Ég hef oft sagt að eftirlitsnefndin mun í rauninni þurfa að hafa af- skipti af flestum sveitarfélögum landsins. Í lögunum er skilgreiningin sú að ef sveit- arfélag er með taprekstur beri eftirlitsnefndinni að grafast fyrir um ástæðurnar fyrir því.“ Ákveði nefndin að grípa til eftirlits felur það í sér að gerður er aðgerðarsamningur við sveitarfélagið. Halldór segir þó ekki fjárráð tekin af viðkomandi sveitarstjórn, en aðeins séu tvö dæmi um að slíkt hafi verið gert hér á landi. Áður en til þess komi séu ýmis úrræði. „T.d. ákvæði í sveitarstjórnarlög- unum um að veita megi sveitarfélagi heimild til að leggja aukaálag ofan á útsvar og skatta. Eins er heimilt að veita sveitarfélagi styrk eða lán úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga til að koma fjárhag þess á réttan kjöl.“ Sé hins vegar útlit fyrir að ekki rætist úr fjár- málum sveitarfélagsins til langs tíma er skv. lögum heimilt að svipta sveitarstjórn fjárforræði og skipa því fjárhaldsstjórn. „Við erum þó alls ekki á því stigi. Núna erum við bara að fást við afleiðingar bankahruns og kreppu og ég veit ekki um neina sveitarstjórn sem ekki er tilbúin að vinna sig út úr vandanum,“ segir Halldór. Halldór Halldórsson EKKI er amalegt að geta brugðið sér í lautar- ferð í miðri höfuðborginni eins og Elliðaárdal- urinn býður upp á. Þessar stúlkur nýttu sér góða veðrið til hins ýtrasta á þeim slóðunum nýlega og létu fáklæddar fara vel um sig á grasinu. Ekki var feimninni fyrir að fara þó að ljósmynd- ari Morgunblaðsins væri á ferðinni og smellti af þeim mynd, heldur veifuðu stúlkurnar og brostu sínu blíðasta til hans. Elliðaárdalurinn er útivistarsvæði sem bragð er að og fleira hægt að gera en sitja í grasi og sulla í ánni, hvort sem er við laxveiði eða til að skola heita fætur. Göngu- og hjólreiðastígar bjóða upp á góða göngu- eða hjólreiðatúra, enda er þar ætíð margt um manninn. Ljúft að vera í lautarferð í höfuðborginni Létu fara vel um sig í Elliðaárdalnum Morgunblaðið/Árni Sæberg „KÆRU félagar, það er mikilvægt að við látum þetta mál, sem ég veit að afar skiptar skoðanir eru um innan hreyfingar- innar, ekki sundra okkur.“ Þetta seg- ir meðal annars í ávarpi Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, á vef flokksins. Er það í tilefni af samþykkt Alþingis um að hefja aðildarviðræður við Evrópu- sambandið. Steingrímur vísar þar til ályktunar landsfundar VG, en þar segir að landsfundur VG leggi áherslu á að aðild Íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enn hafi engin ákvörðun verið tekin og þannig sé niðurstaðan „vel sam- rýmanleg landsfundarályktun í mars síðastliðnum sem lögð var fram í kjöl- far mikils starfs innan flokksins sem allir flokksmenn gátu tekið þátt í“. Að sögn Drífu Snædal, fram- kvæmdastýru VG, hafa þrjátíu manns sagt sig úr flokknum í kjölfar þess að átta þingmenn flokksins samþykktu að hefja aðildarviðræður. Hún segir að margir flokksmenn hafi haft sam- band, bæði til að lýsa ánægju sinni og óánægju með afstöðu þingmanna. Jónmundur Guðmarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir engar merkjanlegar sveiflur í félagaskrá flokksins. Fjöldi úrsagna og skráninga í flokkinn sé sambæri- legur við meðalmánuð. halldorath@mbl.is Sameinuð þrátt fyrir ESB Steingrímur J. Sigfússon Sundri ekki VG FRÁVÍSUNARKRÖFU meints höfuðpaurs í hinu svo- nefnda Papeyjarmáli var hafnað í Héraðsdómi Reykja- víkur í gærmorgun. Verjandi mannsins fór fram á frávís- un málsins þar sem dómstóllinn hefði ekki refsilögsögu yfir skjólstæðingi hans sem er hollenskur. Verjandinn fær ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og fer aðal- meðferð fram á mánudag, eins og áður hafði verið ákveð- ið. Eins og fram hefur komið lagði lögreglan hald á rúm- lega 100 kíló af fíkniefnum á Austurlandi í apríl. Talið er að fíkniefnin hafi verið flutt hingað með seglskútunni Sir- taki. För skútunnar var stöðvuð djúpt út af SA-landi eftir mikla eftirför. Í niðurstöðu dómsins segir að í 7. gr. almennra hegn- ingarlaga segi að sé refsing að einhverju leyti bundin að lögum við afleiðingar verknaðar skuli líta svo á að verkið sé einnig unnið þar sem þessar afleiðingar gerast eða er ætlað að koma fram. Þar sem flytja átti efnin til landsins í söluskyni beinist háttsemin gegn íslenskum hagsmunum og afleiðingar brotsins koma fram hér á landi. andri@mbl.is Frávísunarkröfu hafnað Afleiðingar brotsins beindust gegn íslenskum hagsmunum Hefði Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkt kröfu verjanda Hol- lendingsins í Papeyjarmálinu er auðséð að ákæruvaldið hefði kært úrskurðinn til Hæstaréttar, sem myndi þá eiga lokaorðið. Þar sem kröfunni var hafnað fer aðalmeðferð fram og málið verður lagt í dóm. Verjandinn hef- ur samkvæmt lögum um meðferð sakamála ekki heimild til að kæra úrskurðinn. Ef Hollendingurinn verður hins vegar sakfelldur og áfrýjar máli sínu til Hæstaréttar mun hann að öllum líkindum gera frá- vísun að aðalkröfu og varakrafan verður þá sýkna. Þetta fyrirkomulag, sem hefur verið við lýði í fjölda ára, hefur vissulega í för með sér kostnað og óþægindi fyrir sakborninginn, enda þarf hann að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er tekið fyr- ir. Hugsanlega á forsendum sem standast ekki lög. Fær ekki að kæra úrskurðinn Skútan sem notuð var til verksins. STJÓRN Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hef- ur mótmælt nokkrum tillögum í drögum að frumvarpi til nýrra um- ferðarlaga, m.a. tillögu um að banna ökumönnum undir 20 ára aldri að aka með fleiri en einn far- þega á ákveðnum tímum sólar- hringsins um helgar. Stjórn félagsins telur ólíklegt að tillagan stuðli að fækkun slysa og segir að framfylgd laganna verði flókin. „Telur stjórn Heimdallar að tíma lögreglunnar og fjármunum skattgreiðenda sé betur eytt í önn- ur verkefni en að telja farþega í bíl- um og kanna aldur ökumanna,“ segir í ályktun stjórnar félagsins. Hún telur tillöguna bera vott um virðingarleysi gagnvart ungu fólki. Andvíg frumvarpi til nýrra umferðarlaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.