Morgunblaðið - 25.07.2009, Page 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
Útsalan
í fullum gangi
Opið í dag 10-15 í Bæjarlind
Útsala
Kjólar - stakir jakkar -
yfirhafnir - peysur - buxur o.fl.
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Úti Sveitamarkaður í Mosfellsdal.
Útimarkaður
Morgunblaðið/Kristinn
Í dag, laugardag, verður opnaður
útimarkaðurinn við gróðrarstöð-
ina í Mosskógum í Mosfellsdal.
Markaðurinn verður opinn frá kl.
12 á laugardögum í sumar og
eitthvað fram á haust.
Á markaðnum kennir ýmissa
grasa, m.a. er þar fjölbreytt ný-
upptekið grænmeti sem og Þing-
vallasilungur nýr og reyktur,
pestó, pikles, sultur af ýmsum
gerðum, ullarsokkar, rósir frá
Dalsgarði, kaffi og meðlæti og
svo mætti lengi telja.
Á MORGUN, sunnudag, verður
haldinn barnadagur í Viðey. Boðið
verður upp á skemmtun og leiki
fyrir alla fjölskylduna. Smíðavöll-
urinn verður opinn auk þess sem
hægt verður að búa til sinn eigin
flugdreka.
Kl. 14 verður barnamessa í Við-
eyjarkirkju. Kl. 16.30 halda Villi og
Sveppi skemmtun í Viðeyjarstofu.
Þar verður matseðill svo sér-
staklega sniðinn að smekk barna.
Barnadagur í Viðey
Í NÝLEGRI skýrslu frá European
Child safety Alliance fær Ísland
hæstu einkun (48,5 stig) í frammi-
stöðu í barnaslysavörnum. Alls
tóku 24 ESB-ríki þátt í könnuninni.
Næst á eftir Íslandi koma Holland
(45,5 stig) og Svíþjóð (42,5 stig).
Lægstu einkunn frá Grikkland (27
stig) og Portúgal (27,5 stig).
Holland er með lægstu
dauðaslysatíðni barna eða 5,8
dauðaslys á hverja 100.000 íbúa.
Lettland er með hæstu tíðnina eða
22,4 dauðaslys á hverja 100.000
íbúa. Samkvæmt Hagstofunni er
tíðnin 5,1 á hverja 100.000 íbúa á Ís-
landi.
Íslensk börn örugg
STUTT
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
TERJE Riis-Johansen, olíu- og
orkumálaráðherra Noregs, vill hefja
olíuleit á Jan-Mayen hryggnum,
Noregsmegin við Drekasvæðið,
þvert á vilja umhverfisverndarsinna
sem vilja láta svæðið ósnortið.
Ráðherrann er á öðru máli.
„Ef við ætlum að viðhalda olíu-
tekjunum þurfum við að setja
vinnslu af stað á nýjum svæðum,
sagði ráðherrann í viðtali við norska
útvarpið, NRK, fyrir helgi.
Olíusérfræðingurinn Hans Erik
Ramm telur einnig brýnt að hefja
undirbúninginn því ella kunni Ís-
lendingar að „þurrka upp“ olíu úr
lindum sem eru Noregsmegin.
Frederic Hauge, leiðtogi norsku
umhverfissamtakanna Bellona, er
afar andvígur olíuleitinni.
„Hann ætti að horfa á fuglalífið
sem Noregur hefur alþjóðlegar
skuldbindingar um að vernda.“
Ingeborg Gjærum, leiðtogi nátt-
úruverndarsamtakanna Natur og
Ungdom, er einnig andvíg fyrirhug-
aðri vinnslu sem hún bendir á að sé
fjarri norsku olíusvæðunum.
Fjallað er um málið í norska dag-
blaðinu Dagens Næringsliv og vikið
að andstöðu Kristínar Halvorsen,
fjármálaráðherra Noregs og leið-
toga sósíalíska vinstriflokksins (SV),
við olíuvinnslu á Lofoten og Vester-
ålen, svæðum austan við Jan Mayen
á norðvesturströnd Noregs.
Eitt mikilvægasta málið
„Að hindra olíuleit við Lofoten og
Vesterålen er eitt af okkar mikil-
vægustu málum. Baráttan er erfið.
Stuðningur við SV mun skera úr um
niðurstöðuna. Olíuiðnaðurinn má
ekki alltaf fá að vinna,“ segir hún.
Deilt hefur verið um hugmyndir
um olíuvinnsla við Lofoten í áraraðir
og er það skoðun Halvorsen að
hagsmunir fiskvinnslu og ferðaþjón-
ustu, auk annarra samanlagðra
þátta, vegi þyngra en mögulegur
olíuarður.
Talsmenn miðjuflokksins Venstre
gagnrýna málflutning SV og líkja
sveigjanleika flokksins í orkumálum
við aðlögunarhæfni kamelljónsins.
„Í stjórnarsamstarfi sínu hefur
SV lagt sitt af mörkum til nokkurra
ákvarðana í olíumálum sem ganga í
berhögg við umhverfisverndar-
stefnu flokksins. Risavaxinn þróun-
arvinna og nýteknar ákvarðanir um
að opna fyrir olíuleit við Jan Mayen
eru skýr dæmi,“ segir Gunnar
Kvassheim, formaður orkunefndar
þingsins og þingmaður Venstre.
Vill hefja olíuleit
Olíumálaráðherra Noregs vill rannsaka Jan Mayen
Olíusérfræðingur telur ríða á að vera á undan Íslandi
ÁHERSLA norsku stjórnarinnar á að hefja olíuleit á Jan Mayen mun
styrkja olíuleit og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga á Drekasvæðinu.
Svæðið er á talsverðu dýpi og mun aðkoma norska ríkisins að leitinni að
líkindum styðja við tækniþróun í tengslum við mögulega vinnslu.
Norska þingið greiddi nýlega atkvæði um hvort gefa ætti út leyfi fyrir
olíuleit í Noregshafi með 78 atkvæðum gegn 21 atkvæði Venstre og Kristi-
legra demókrata. Mikill þingmeirihluti var því fyrir leitinni.
Rök umhverfisverndarsinna gegn leitinni eru meðal annars þau að á
svæðinu sé að finna einstakan sjófuglastofn sem beri að vernda.
Mun styrkja olíuleit Íslendinga
Ljósmynd/Statoil/Dag Myrestrand
Á hafi úti Gasvinnsluborpallurinn Sleipnir. Norðmenn deila um hvort leita skuli að olíu á Jan Mayen-hryggnum.
FJÁRLAGANEFND Alþingis hef-
ur gert samning við Hagfræðistofn-
un Háskóla Íslands um að skilað
verði greinargerð um greinargerðir
fjármálaráðuneytisins og Seðla-
bankans vegna Icesave-samning-
anna. Á stofnunin að skila af sér 2.
ágúst nk. í síðasta lagi.
Með bréfi frá 20. júlí sl. óskaði
fjárlaganefnd eftir því að Hagfræði-
stofnun rýndi í gögn fjármálaráðu-
neytis og Seðlabanka, sem notuð
voru til að gera úttekt á málum sem
tengjast heimild fjármálaráðherra,
fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast
Icesave-lánin. Jafnframt er Hag-
fræðistofnun ætlað að hafa ráðlegg-
ingar í skýrslum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins og OECD til hliðsjónar.
Meðal þess sem stofnunin á að
skoða er endurheimtuhlutfall lán-
anna, hagvaxtarspár og forsendur
þeirra, tengsl Icesave-greiðslna og
hagvaxtar, vaxtastigið, skuldastöðu
hins opinbera, lánshæfiseinkunnir,
gengisforsendur og áhrif á viðskipta-
jöfnuð, svo dæmi séu tekin.
Samið við
Hagfræði-
stofnun
Rýnt í Icesaveskjöl
Hann bendir á
að Suður-Kórea
sé ágætt dæmi
um land sem hafi
náð sér fljótt á
strik en þar jókst
hagvöxtur hratt
að lokinni djúpri
kreppu á síðasta
áratug. Í Kóreu
hafi skyndilega
skrúfast fyrir fjármagn til landsins
sem leiddi til mikilla tímabundinna
erfiðleika. Samt sem áður hafi fá
framleiðslufyrirtæki orðið gjald-
þrota og í raun lítil truflun orðið á
grundvallaratvinnuvegum. Því hafi
verið forsendur fyrir skjótum bata.
Skuldakreppa alvarlegust
Alvarlegri tegund kreppu væri
bankakreppa og henni fylgdi gjarn-
an mikið gengisfall. Finnland hefði
t.d. lent í slíkri kreppu við upphaf
síðasta áratugar. Reikna mætti með
að það tæki ríki fjögur til fimm ár að
ná sér eftir slíka kreppu.
Alvarlegasta tegund kreppu væri
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
KREPPAN á Íslandi er alvarlegri
en svo að hægt sé að gera ráð fyrir að
efnahagur landsins nái sér fljótt aft-
ur á strik, líkt og gert er ráð fyrir í
umsögn Seðlabanka Íslands um
áhrif Icesave-samninganna. Þetta er
álit Jóns Daníelssonar, prófessors
við London School of Economics. Í
umsögn Seðlabankans er gert ráð
fyrir 3% hagvexti að jafnaði, miðað
við fast verðlag. Þetta telur Jón að sé
óraunhæf spá og hún taki ekki tillit
til þess að kreppan á Íslandi sé alvar-
legri en flest lönd hafi glímt við.
„Ég held að menn hafi verið of
bjartsýnir,“ segir Jón. Það sé út af
fyrir sig rétt að dæmi séu um að lönd
rétti fljótt úr kútnum eftir efnahags-
kreppur. Slíkt hafi á hinn bóginn að-
eins gerst við tilteknar kringum-
stæður sem séu ekki fyrir hendi á
Íslandi.
Jón hefur sérhæft sig í rannsókn-
um á efnahagskreppum og kennir
m.a. áfanga um þær.
hins vegar skuldakreppa samfara
banka- og gjaldeyriskreppu, líkt og
Ísland stæði nú frammi fyrir. „Það
versta við slíkar skuldakreppur fyrir
ríkissjóð er ekki upphaflegi kostur-
inn, það er að segja kostnaðurinn við
að endurfjármagna banka og fyrir-
tæki, heldur að ríkið fær ekki nægar
tekjur til að borga af lánum, segir
hann. Þetta leiði til vítahrings.
Skattar séu hækkaðir til að eiga fyrir
afborgunum en skattahækkanirnar
leiði til minni umsvifa í efnahagsmál-
um. „Ég er hræddur um að Ísland
lendi í þessum vítahring,“ segir Jón.
Eitt alvarlegasta dæmið, hingað til,
um slíka skuldakreppu sé Japan en
þar hafi ríkt stöðnun og samdráttur í
um tvo áratugi. Um þessar mundir
eru skuldir ríkissjóðs um eða yfir
100% af vergri landsframleiðslu, sem
er litlu hærra hlutfall en hjá Ítalíu og
Belgíu sem standa einna verst Evr-
ópulanda. Jón bendir á að þessi ríki
taki lán í eigin gjaldmiðli en það
skipti gríðarlegu máli. Samt eigi
Ítalía í verulegum vandræðum með
sín fjármál.
Óraunhæf spá um
skammvinna kreppu
Jón Daníelsson
Kreppur geta verið stuttar en það á ekki við um þær allar
Fréttir á SMS
Messað verður
8. ágúst
Í frétt um 150 ára afmæli Ögurkirkju,
sem birtist í Morgunblaðinu í gær,
voru gerð þau mistök að fullyrt var að
hátíðarmessa yrði í kirkjunni í dag,
laugardag. Hið rétta er að messan
verður haldin 8. ágúst. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT