Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 14
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
SÍLD er unnin til manneldis í fiskiðjuveri Síld-
arvinnslunnar á Norðfirði og er það eina fyrirtækið
sem frystir síld í landi um þessar mundir. Fryst er
um borð í nokkrum skipum en öðru er landað í fiski-
mjölsverksmiðjur. Starfsfólk Síldarvinnslunnar
frestaði sumarleyfum þegar í ljós kom að norsk-
íslenska síldin var hæf til manneldisvinnslu sem er
afar óvenjulegt á þessum tíma.
Frysting á norsk-íslensku síldinni hófst undir lok
maí og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síld-
arvinnslunnar, vonast til að hún veiðist áfram og
hægt verði að frysta fram á haust. Á þessum árs-
tíma hefur síldin ekki verið hæf til frystingar og
fiskiðjuverin lokuð. Síldarvinnslan stoppar í staðinn
í ágúst og Gunnþór vonar að síldin verði þá aftur
orðin hæf til vinnslu.
„Síldin veiðist nær landi en venjulega á þessum
tíma og tæknin við að kæla hana og flytja í land er
sífellt að batna,“ segir Gunnþór.
Geta gert meiri verðmæti úr makrílnum
Makríll kemur sem meðafli á síldveiðunum og
hann er frystur eins og mögulegt er. Nú hafa veiðar
sunnan við 64 breiddargráðu verið bannaðar og
makríll má ekki vera meira en 12% af aflanum. „Við
eigum eftir að sjá hvað makríllinn verður hátt hlut-
fall. Þessar reglur geta skapað okkur vandræði ef
við lendum í makrílskotum,“ segir Gunnþór. Undir
það tekur Hákon Þröstur Guðmundsson, skipstjóri
á Margréti EA. „Það er makríll alls staðar en menn
reyna að vinna þetta samkvæmt reglugerðinni. Von-
andi verða stjórnvöld lipur þegar á þetta reynir,“
segir Hákon.
Hlé var gert á síldarfrystingunni þegar skip Síld-
arvinnslunnar tóku þátt í makrílkapphlaupinu. Út-
gerðirnar reyndu að ná sem mestu af heildarkvót-
anum á sem stystum tíma til að skapa sér
veiðireynslu upp á framtíðina. Í ólympískum veiðum
af þessu tagi er ekki tími eða svigrúm til að koma
aflanum í vinnsluhæfu ástandi í land og aflinn fór því
í mjöl og lýsi. Þótt sjómenn og útgerðarmenn tækju
þátt í veiðunum af ákefð eru þeir ekki sáttir við fyr-
irkomulagið. „Þetta hefði horft allt öðruvísi við ef
hægt hefði verið að finna leið til að úthluta kvóta á
makríl. Þá hefði hver og einn reynt að gera sem
mest úr sínum kvóta. Við hefðum þá haldið áfram að
frysta síld og reynt að veiða makrílinn seinna þegar
fituprósentan væri hærri og hann gæfi meiri verð-
mæti,“ segir Gunnþór. Manneldisvinnsla á makríl er
að þróast og Gunnþór er sannfærður um að hægt
verði að auka verðmæti hans umtalsvert.
„Makríllinn er kominn inn í okkar fiskveiði-
lögsögu, allt í kringum landið. Hann er að éta undan
öðrum nýtjastofnum og jafnvel loðnu og síld. Við
verðum að nýta hann eins og aðrar tegundir,“ segir
Gunnþór. Hann segist ekki skilja hvað stjórnvöld
leggi mikla áherslu á að halda heildaraflanum í þeim
112 þúsund tonnum sem veiddust í fyrra. Sá afli
hefði aldrei náðst nema með því að vinna hluta
aflans í mjöl og lýsi. Enn meira sé af makríl í ár og
það hljóti að leggja grunn að aukinni hlutdeild í veið-
unum. „Það er mikilvægt að þjóðirnar nái samn-
ingum um nýtingu stofnsins en á meðan það gerist
ekki verðum við að halda fram okkar réttmætu kröf-
um og tryggja hlutdeild okkar í stofninum. Það ger-
um við með auknum veiðum og markvissum rann-
sóknum. Brýnt er að Íslendingar komist sem fyrst
að veiðistjórnuninni með hinum strandríkjunum til
að tryggja megi sjálfbæra nýtingu á stofninum. Það
er óábyrgt af Norðmönnum og ESB að útiloka Ís-
lendinga frá þátttöku í stjórnum veiðanna,“ segir
Gunnþór.
Síldarfrysting Þótt langt sé síðan Helga Jónsdóttir bæjarstýra vann við síldarsöltun þekkir hún haus
og sporð á síldinni. Hún skoðaði fiskiðjuverið í fylgd Gunnþórs Ingvasonar framkvæmdastjóra.
Síldin til manneldis
Frestuðu lokun fiskiðjuversins til að frysta norsk-íslenska síld Síldarvinnslan
á Norðfirði er eina fyrirtækið sem frystir síldina í landi um þessar mundir
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009
veiðideild
Húsgagnahöl l inni , s ími 585 7239. L indir , Skógar l ind 2, s ími 585 7262
efni í lundaháfa
Opið 7 dagavikunnar
SKIPULAGSSTOFNUN hefur gef-
ið álit sitt á mati á umhverfisáhrif-
um af völdum stækkunar Reykja-
nesvirkjunar í Grindavík og í
Reykjanesbæ. Helstu niðurstöður
stofnunarinnar eru þær að yfir-
borðsvirkni og breytingar á hvera-
svæðinu geti haft neikvæð áhrif á
fugla, aðallega kríu og hugsanlega
einhverjar hveraörverur.
Með tilliti til áhrifa á ferðaþjón-
ustu og útivist er það mat Skipu-
lagsstofnunar að jarðvarmavirkjun
falli illa að svo sérstæðu svæði sem
Reykjanes er náttúrufarslega, en á
náttúrfari þess byggjast vinsældir
svæðisins fyrir útivistarfólk og
ferðamenn. Þá eru samlegðaráhrif
núverandi og fyrirhugaðra fram-
kvæmda verulega neikvæð með til-
liti til landslags og verndargildis.
Skipulagstofnun telur að setja þurfi
þau skilyrði fyrir leyfisveitingunni
að HS orka standi fyrir vöktun á
áhrifum virkjunarinnar á dýralíf,
gróður, lífríki sjávar og fjöru og
hitakærar örverur, í samráði við
sérfræðiaðila.
Álitið liggur frammi hjá Skipu-
lagsstofnun og á www.skipulag.is.
Neikvæð
áhrif á
fuglalíf
Vöktun skilyrði fyrir
leyfisveitingunni
Ríkisstjórnin
hefur samþykkt
að unnið verði
að verkáætlun
um hvernig best
verði lagður
grunnur að
nýrri sókn í ís-
lensku atvinnu-
lífi og samfélagi.
Áætlunin hef-
ur fengið nafnið
„20/20 – Sóknaráætlun fyrir Ís-
land“. Hún á að vera liður í efna-
hagslegri endurreisn þjóðarinnar
með það að markmiði að „Ísland
skipi sér á ný í fremstu röð í verð-
mætasköpun, menntun, velferð og
sönnum lífsgæðum“, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
forsætisráðuneytinu.
Dagur B. Eggertsson er formað-
ur stýrihóps verkefnisins. Gert er
ráð fyrir því að verkefninu ljúki
haustið 2010 þegar fyrir liggi
sóknaráætlun sem nái til ársins
2020.
Vinna á áætlunina í víðtæku
samráði og lögð verður áhersla á
að ná breiðri samstöðu um sam-
eiginlega framtíðarsýn og lykil-
ákvarðanir í endurreisnarstarfinu.
Markmiðið er að forgangsraða
fjármunum, nýta auðlindir og
virkja mannauð þjóðarinnar til að
vinna gegn fólksflótta og leggja
grunn að almennri velsæld.
Boðar tíu ára
áætlun um
nýja sókn
Dagur B.
Eggertsson
„Síldin er ótrúlega fallegur fiskur en aðstæð-
urnar eru ansi mikið breyttar,“ segir Helga Jóns-
dóttir, bæjarstýra í Fjarðabyggð. Það rifjuðust
upp gamlar minningar þegar hún skoðaði fisk-
iðjuver Síldarvinnslunnar á Norðfirði þegar unn-
ið var að frystingu á norsk-íslenskri síld.
Helga var fjögurra ára þegar hún byrjaði að
salta síld á plani afa síns, Skafta Stefánssonar
útgerðarmanns á Siglufirði.
„Ég stóð uppi á palli og saltaði í kút og kallaði
stolt: Taka tunnu, taka tunnu,“ segir Helga.
Þetta voru sérstakir tímar. Fólkið vakti sólar-
hringum saman til að bjarga verðmætum. Helga
var ekki mörg ár í síldinni því hún var enn á
barnsaldri þegar þessi dyntótti fiskur hvarf.
Sjávarútvegurinn hefur verið burðarásinn í at-
vinnulífi staðanna sem mynda Fjarðabyggð og er
enn þótt fjölbreytni hafi aukist, ekki síst með ál-
veri og tengdri þjónustu. Helga segir að mikil-
vægt hafi verið að fá álverið því nú eigi fólk fleiri
kosta völ í atvinnu. Þá hafi skapast svigrúm til
hagræðingar hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum.
„Það vinna fleiri í sjávarútvegi en álverinu og
hann er sálin,“ segir Helga.
Bæjarstýran rifjar upp gamla takta úr síldarsöltuninni
„Við finnum loðnulykt þegar við tökum
nótina. Það er loðna á svæðinu og makríll-
inn liggur í henni. Því vaknar sú spurning
hvort síldin sé að láta undan makríl – hann
sé svo frekur á svæðið,“ segir Hákon Þröst-
ur Guðmundsson, skipstjóri á skipi Sam-
herja, Margréti EA-710, sem var að landa
norsk-íslenskri síld til vinnslu á Norðfirði.
Sjómenn hafa orðið varir við loðnu í mak-
ríl. Þannig hafa skipverjar á Lundey fundið
mörg dæmi um hálfmeltar loðnur í makríl-
mögum, eins og sagt er frá á bloggsíðu
þeirra. Sjómenn hafa orðið varir við makríl
allt í kringum landið. Sumir setja það í sam-
hengi við lélega viðkomu sandsílis og sjó-
fugla.
„Makríllinn er arðræningi og raskar því
jafnvægi sem verið hefur,“ segir Sveinbjörn
Stefánsson, vinnslustjóri hjá HB Granda á
Vopnafirði. Hann segir að öllum tegundum
ægi saman, síld, loðnu, makríl og hval.
„Hvalurinn étur allt og markíllinn étur loðnu
og jafnvel síld.“ Hann telur rétt að veiða
meira af makríl í íslensku lögsögunni.
Makríll raskar jafnvæginu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
STARFRÆKTUR verður alþjóðlegur sumarháskóli á Hrafnseyri 27.-31.
júlí undir nafninu ,,Þjóðir og þjóðernisstefna á hnattvæðingartímum“.
Í ár verður í stað ráðstefnuhalds haldið fimm daga námskeið þar sem
nemendur verða kynntir fyrir hugtökum, kenningum og viðhorfum sem
varða þjóð, þjóðerni og þjóðernisstefnu, auk þess sem fjallað verður um
ferlið að baki hugmyndinni um að tilheyra ákveðinni þjóð, etnískum
hópi eða samfélagi þjóða (t.d. Evrópubandalaginu). Einnig verður
fjallað um nokkra fylgifiska hnattvæðingarinnar, eins og fjölmenningu
og hugmyndir um heimsborgarann (cosmopolitanism).
Kennslan fer fram á ensku.
Kennarar á námskeiðinu eru Richard Jenkins, prófessor í félags- og
mannfræði við Sheffield-háskóla á Englandi, og Valdimar J. Hall-
dórsson, staðarhaldari á Hrafnseyri, sem er mannfræðingur að mennt
frá háskólanum í Árósum í Danmörku (sjá www.hrafnseyri.is og
www.hsvest.is).
Sumarskóli á Hrafnseyri