Morgunblaðið - 25.07.2009, Page 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
UM 500 Íslendingar fluttust til Nor-
egs frá í október í fyrra fram til 1.
júní sl. Atvinnuástand og kringum-
stæður í efnahagsmálum valda því að
fjöldi Íslendinga
rær á ný mið.
Eins og landans
er háttur horfa
margir til Norð-
urlandanna, þá
sérstaklega til
Noregs, þar sem
næga vinnu er að
hafa. „Þegar fólk
flytur út er al-
gengt að önnur
fyrirvinnan fari á
undan: tryggi vinnu og útvegi hús-
næði. Í kjölfarið kemur fjölskyldan
öll. Mér kæmi því ekki á óvart að
þegar árið verður gert upp hafi 1.000
Íslendingar flutt hingað,“ segir sr.
Arna Grétarsdóttir, prestur íslenska
safnaðarins í Noregi.
1. október á síðasta ári voru Ís-
lendingar í Noregi 6.057 en í lok maí
sl. voru þeir orðnir 6.504. Fjölgunin
er því tæplega 500 manns. Raunar
kveðst Arna hafa tilfinningu fyrir því
að hún sé meiri, en tölur endilega
segja. Ýmsir hafi enn ekki tilkynnt
um flutninga.
Fleiri búslóðir utan
Nýjustu tölur Hagstofu um bú-
ferlaflutninga til og frá landinu eru
fyrir tímabilið janúar til mars sl. Í
þeim mánuðum fluttu til landsins
1.551 en 2.262 héldu utan, það er
1.000 Íslendingar og 1.226 erlendir
ríkisborgarar. Fækkunin er því 771
manns.
Ef að líkum lætur munu þær vitna
um að margir hafa ákveðið að skapa
sér og sínum nýja framtíð í nýju landi
eins og víða verður vart, til að mynda
hjá skipafélögunum.
„Það er aukning í flutningi búslóða
frá landinu. Margir stefna á Norð-
urlöndin. Noregur er heitur,“ segir
Anna Guðný Aradóttir, markaðs-
stjóri Samskipa. „Miðað við fyrstu
mánuði ársins í fyrra hefur búslóðum
sem við flytjum frá landinu fjölgað
um 20% í ár. Í samskonar flutningum
til landsins er samdrátturinn 35%. Þá
hefur fjöldi fyrirspurna um flutninga,
hvað þeir kosta og svo framvegis,
tvöfaldast, miðað við síðasta ár.“
Fyrirspurnir í bylgjum
Norræna félagið starfrækir Halló
Norden, upplýsingaþjónustu á veg-
um Norrænu ráðherranefndarinnar.
„Fjöldi fyrirspurna til okkar hefur
aukist mikið að undanförnu. Í raun
koma þær svolítið í bylgjum. Ein
bylgjan reis snemma á árinu og nú er
önnur að ganga yfir. Má ætla að það
fólk sem nú hefur samband ætli sér
að flytja út nú í sumarlok eða um
næstu áramót, því vissulega þarfnast
svona flutningar góðs undirbúnings,“
segir Alma Sigurðardóttir, verkefn-
isstjóri hjá Norræna félaginu. Fyrir-
spurnirnar sem berast segir Alma
vera af ýmsum toga. Margir spyrji til
dæmis um vinnumiðlanir, húsnæðis-
mál og almannatryggingakerfið svo
sem reglur um fæðingarorlof. Einnig
sé spurt um sértækari efni svo sem
rekstur heimilisbílsins, húshitunar-
kostnað og hvar sé hægt að læra til
hundasnyrtis.
Fjölmargir leita sömuleiðis upp-
lýsinga hjá sendiráðum Íslands er-
lendis. „Fólk sem hefur samband við
okkur er oftast að leita upplýsinga
um almenn atriði, til dæmis um rétt
sinn og stöðu í félagslega kerfinu,“
segir Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir, sendiherra Íslands í Osló.
Norðmenn hafa komið betur út úr
heimskreppunni en margar aðrar
þjóðir. Víða í landinu er uppgangur,
til að mynda á vesturströndinni, svo
sem í Kristjansand, Stavanger og
Bergen, en þar gætir mjög áhrifa og
ágóða af olíuvinnslu í Norðursjó.
Fyrirtæki í þessum borgum hafa oft
leitað eftir Íslendingum til starfa sem
og aðilar í Norður-Noregi. Gjarnan
er þá sótt eftir fólki með iðn- og
tæknimenntun.
Frétti af sífellt fleirum
Talsvert er fjallað um flóttann frá
Íslandi til Noregs í þarlendum fjöl-
miðlum. „Maður fréttir af sífellt fleiri
löndum í Noregi,“ segir Þórir Her-
geirsson, þjálfari norska kvenna-
landsliðsins í handbolta, sem hefur
verið búsettur í Noregi sl. 23 ár.
„Fólk virðist í sumum tilvikum ekki
telja sig hafa neinu að tapa heima og
er að prófa eitthvað nýtt. Aðrir nýta
sér svigrúmið í kreppunni og fara til
dæmis í nám. Yfirleitt farnast Íslend-
ingum sem koma hingað vel og þeir
eru eftirsóttir í vinnu,“ segir Þórir.
Sr. Arna Grétarsdóttir segir, að-
spurð hvernig henni virðist fólk nái
að fóta sig í nýju landi, að talsvert af
Íslendingum sem til Noregs flytja
hafi ekki átt neitt val í stöðunni.
„Þetta fólk hefur þurft að flytja úr
landi vegna atvinnumissis, erfiðrar
fjárhagsstöðu og fleiri sambærilegra
þátta. Fyrir vikið er það kannski
lengri tíma að ná sátt við lífið og til-
veruna en ef aðstæður væru því hag-
felldari.“
Noregur ljós í kreppunni
Hundruð Íslendinga hafa flust til Noregs á síðustu mánuðum Verða væntanlega um 1.000 á árinu
Margir leita upplýsinga og ráða Sótt eftir iðn- og tæknifólki Aðlögunin reynist mörgum erfið
Morgunblaðið/Eggert
Úr landi Þau Oddgeir Þorgeirsson og Guðrún Þóra Guðmundsdóttir eru meðal fjölmargra Íslendinga sem eru að
flytja til Noregs um þessar mundir. Þau segjast í raun ekki eiga um annað að velja en yfirgefa landið.
Í Osló Íslendingum bjóðast fjölmörg atvinnutækifæri í Noregi þessi miss-
erin, meðal annars í höfuðborginni en einnig á vesturströndinni.
Hundruð Íslendinga hafa flust til
Noregs að undanförnu og margir
virðast vera á förum á næstunni.
Margir eiga ekkert val í stöðunni
um flutninga, segir prestur Ís-
lendinga í Osló.
Í HNOTSKURN
»Íslendingar búsettir í Nor-egi eru orðnir 6.504. Þeim
hefur fjölgað mikið á síðustu
mánuðum og fleiri virðast á
förum.
»Atvinnutækifæri eru með-al annars á Kristjansand,
Stavanger og Bergen þar sem
áhrifa og ágóða olíu-
vinnslunnar gætir.
»Margir leita upplýsingaáður en þeir flytja, meðal
annars um almannatrygg-
ingar. Fyrirspurnir koma í
bylgjum.
Arna
Grétarsdóttir
„BÚSLÓÐIN er komin í gám
og við förum utan strax eftir
mánaðamót,“ segir Oddgeir
Þorgeirsson pípulagninga-
maður. Sl. haust var svo komið
að sú vinna sem hann hafði hér
heima var orðin það lítil, að
sjálfhætt var. Síðan þá hefur
hann starfað í Noregi og þá
verið ytra nokkrar vikur í
senn. En nú tekur fjölskyldan
sig upp og sest að í bænum
Gjerdrum, skammt utan við
Osló.
Oddgeir og Guðbjörg Þóra
Guðmundsdóttir, eiginkona
hans, hafa búið á Selfossi.
„Það er sorglegt að þurfa að
yfirgefa landið, en það er ekki
um neitt annað að velja. Öll
byggingarstarfsemi hér heima er hrunin og atvinna takmörkuð. Þá hafa
allar afborganir af lánum stórhækkað, mánaðarlegar afborganir okkar af
húsnæði hækkuðu úr 130 þús. um nærri því helming. Sama gildir um bíla-
lánið sem er í erlendri mynt.“
Í Gjerdrum, sem er 5.000 manna bær, hafa til skamms tíma búið þrjár ís-
lenskar fjölskyldur. Nú er fyrirsjáanlegt að þeim fjölgi til muna. „Mér
skilst að búið sé að ráða íslenskan túlk í barnaskólann sem er frábært. Það
hjálpar strákunum okkar, fimm og sjö ára, við námið.“
Ekki um neitt að velja
Til Noregs Oddgeir Þorgeirsson og Guð-
rún Þóra fljúga utan á næstu dögum.
Morgunblaðið/Eggert
„OKKUR einfaldlega langaði að
reyna eitthvað nýtt og spennandi og
höfum tekið stefnuna á Noreg,“ seg-
ir Júlía Rafnsdóttir á Djúpavogi.
Eiginmaður hennar, Brynjólfur Ein-
arsson, hefur lengi starfað við fisk-
eldi og hefur nú ráðið sig til starfa
hjá eldisstöð í Os í Noregi, skammt
frá Bergen. Brynjólfur hóf störf
ytra fyrir nokkru. Júlía, sem rekur
kaffihús í Löngubúð á Djúpavogi,
fer utan með Norrænu í byrjun sept-
ember og með henni börnin þrjú,
sem eru á bilinu fjórtán til fimm
ára.
Aðstæður og þjónusta við fjöl-
skyldufólk í Os segir hún vera með
besta móti og því þyki sér fýsilegt
að setjast þar að. „Skólarnir eru
mjög góðir. Nemendur þurfa til
dæmis ekki að borga efniskostnað
eða kaupa bækur og það munar um
slíkt. Krakkarnir okkar eru mjög spennt fyrir að flytja út og að minnsta
kosti prófa þetta.“
Júlía og Brynjólfur hafa fastsett að dveljast eitt ár í Noregi, en endur-
meta stöðuna að þeim tíma liðnum. „Það eru alls ekki bágar aðstæður í
efnahagslífinu sem ráða því að við erum á förum. Raunar þvert á móti.
Almennt má segja að áhrifa góðærisins gætti mun minna hér úti á landi
en víða annars staðar og fyrir vikið er kreppan alls ekki jafn djúp hér
og víða annars staðar. Hins vegar er talsverður fjöldi fólks héðan frá
Djúpavogi á förum í haust, bæði til náms og starfa, um tuttugu manns,
telst fólki hér til. Það fólk er hins vegar allt að flytjast milli staða hér
innanlands og stefnir að því að snúa aftur í fyllingu tímans,“ segir Júlía.
Á nýjar slóðir Júlía Rafnsdóttir og
sonurinn Guðjón Rafn.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Reyna eitthvað nýtt
„NÚ er ekki annað að gera en
bíta á jaxlinn og horfa fram á
veginn,“ segir Sigurlaug Knud-
sen. Hún og Þráinn Guðbjarts-
son eiginmaður hennar hyggjast
flytja til Danmerkur og í gær-
dag hélt Þráinn utan í atvinnu-
leit. Gangi allt að óskum er mið-
að við að fjölskyldan hafi
sameinast í nýju landi um næstu
áramót.
Þráinn, sem er rafmagnsverk-
fræðingur, hefur verið án at-
vinnu síðustu mánuði og svo er
um fleiri í hans stétt. Sigurlaug
er óperusöngkona og hefur hlut-
verk í Íslensku óperunni í haust
en þegar því sleppir verður fátt
um fína drætti.
Síðustu misserin hafa þau hjónin verið að skapa sér framtíðarheimili í bú-
garðabyggð á Skeiðunum, fyrir austan fjall, þar sem þau fluttu inn fyrir fjór-
um mánuðum. „Núna er ekki annað í stöðunni en flytja aftur út – en snúa til
baka þegar ástandið verður betra. Okkur eru allar bjargir bannaðar þegar
Þráinn er atvinnulaus og afborganir af lánunum hafa stórhækkað,“ segir
Sigurlaug, sem er dönsk í aðra ættina, fædd ytra og danskur ríkisborgari.
Fyrir vikið nýtur hún strax fullra réttinda í danska kerfinu og sama gildir
um börnin þeirra tvö, eins og þriggja ára, en annað þeirra þarf oft á þjónustu
lækna og annarra slíkra að halda.
Horfum fram á veginn
Á förum Sigurlaug Knudsen og Þráinn
Guðbjartsson með börnin sín tvö.
Morgunblaðið/Árni Sæberg