Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 22

Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Þetta helst ... ● VELTA í Kauphöllinni með skuldabréf nam átta milljörðum króna í gær. Hagsjá Landsbankans segir að það hafi verið rólegasti dagur vikunnar. Hlutabréfaveltan var um hundrað milljónir króna, þar af 77 milljónir með bréf Alfesca, sem er að fara af hluta- bréfamarkaði. Viðskiptin höfðu engin áhrif á gengi bréfanna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% í gær og hefur lækkað um 25% frá ára- mótum, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll. helgivifill@mbl.is Mest selt í Alfesca ● Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur hækkað undanfarið. Það er enn talsvert lægra en í upphafi árs, segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Þar er talið að hækkunin sé ekki vegna breyttra verðbólguvæntinga. „Lækkun á verð- bólguálagi á skuldabréfamarkaði frá áramótum liggur því að langmestu leyti í lækkun vaxtaferils ríkisbréfa, og að sama skapi skýrir hækkun óverð- tryggðu kröfunnar aukningu verðbólgu- álags á síðustu vikum,“ segir í Morg- unkorni. Þar segir að meiri óvissa ríki um framboð ríkisbréfa, væntingar fjár- festa um aukið framboð hækki kröfu ríkisbréfanna. helgivifill@mbl.is Verðbólguálag hækkar en óbreyttar væntingar ● Samdrátturinn í efnahagslífi Bret- lands á öðrum árs- fjórðungi er hinn hraðasti frá því skráning þessara hagtalna hófst árið 1955 og við blasir versta niðursveifla í hagkerfinu frá því snemma á níunda áratugnum, segir í frétt AFP. Landsframleiðslan dróst saman um 5,6% á þremur mánuðunum til loka júní miðað við þrjá fyrstu mánuði árs- ins, samkvæmt tilkynningu bresku hag- stofunnar. bvs@mbl.is Enn eykst samdrátt- urinn í Bretlandi Big Ben í London. móts við viðskiptavini bankans sem eigi í greiðsluerfiðleikum. Hins veg- ar sé alltaf hagkvæmara fyrir þá sem geta staðið undir lánum sínum nú að halda áfram afborgunum. Þegar þrjú ár eru liðin fer fram nýtt greiðslumat á viðskiptavininum og það metið hvort hann geti þá stað- ið undir greiðslum af biðláninu. Geti hann það ekki segir Hermann að þá sé hægt að framlengja það eða grípa til annarra ráðstafanna. „Það veit enginn hver staðan verð- ur eftir þrjú ár og meginatriðið er að koma fólki til aðstoðar núna.“ Í til- vikum þeirra, sem hafa nú erlend lán yrði erlenda láninu breytt í krónul- án, að sögn Hermanns. Skýringardæmi Á fasteign er áhvílandi 27 milljóna króna lán, en fasteignin er nú virði um 20 milljóna. Lánið er því í 135% veðhlutfalli og eigandinn ræður ekki við greiðslubyrði. Að því gefnu að eigandinn geti staðið undir 16 millj- óna króna láni (80% af markaðsvirði fasteignarinnar) er gefið út nýtt lán upp á 16 milljónir. Bankinn breytir 11 milljónum í biðlán til þriggja ára og svo er útbúið tryggingabréf að upphæð 6 milljóna króna. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is NÝJA Kaupþing hefur útfært nýja lausn fyrir þá viðskiptavini, sem búa við þær aðstæður að íbúðalán er bæði hærra en markaðsverð fast- eignar og hærra en svo að viðkom- andi standi undir því. Hermann Björnsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Nýja Kaupþings, segir að frysting erlendra lána renni fljótlega út og því hafi bankinn talið að nauðsynlegt væri að hafa slík úrræði til reiðu. Skuldaaðlögunin felur það í sér að lántaki fer í nýtt greiðslumat hjá bankanum og greiðslubyrði hans að- löguð hans aðstæðum. „Gamla láninu er breytt í nýtt verðtryggt lán til allt að fjörutíu ára. Þetta lán er að lág- marki 80% af markaðsvirði fasteign- arinnar núna, en gæti verið hærra, allt eftir aðstæðum hvers og eins. Því sem eftir stendur af gamla láninu er breytt í biðlán án vaxta og verðbóta með einum gjalddaga eftir þrjú ár,“ segir Hermann. Þá er gefið út trygg- ingabréf sem nær upp í 110% af markaðsvirði eignarinnar. Leggur Hermann áherslu á að með úrræðinu sé reynt að koma til Nýja Kaupþing býður skuldaaðlögun  Gamalt lán fært niður í samræmi við greiðslugetu  Yrði að lágmarki 80% af markaðsvirði fasteignar  Afgangur yrði að þriggja ára vaxta- og verðbótalausu biðláni  Staðan endurskoðuð eftir þrjú ár Morgunblaðið/RAX Íbúðir Kaupþing telur marga þurfa á skuldaaðlögun að halda. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is FYRRVERANDI starfsmenn Mile- stone aðstoða nú fjármálaráðuneytið við endurskipulagningu sparisjóð- anna. Um er að ræða ráðgjafafyrir- tækið Möttul ehf., sem er í eigu Guð- mundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone, Arnars Guð- mundssonar, fyrrverandi fjármála- stjóra Milestone, Jóhannesar Sig- urðssonar, fyrrverandi aðstoðarfor- stjóra Milestone, og Guðmundar Hjaltasonar. Hjá fyrirtækinu starfa síðan aðrir fyrrverandi starfsmenn Milestone. Vinnur óbeint fyrir ráðuneytið „Tilteknir aðilar innan hópsins eru að vinna óbeint fyrir fjármálaráðu- neytið, en fyrst og fremst fyrir spari- sjóðina í því að reyna að koma að fjár- hagslegri endurskipulagningu þeirra,“ segir Guðmundur Ólason, framkvæmdastjóri Möttuls, en sér- svið Möttuls er fjárhagsleg endur- skipulagning og endurreisn fyrir- tækja. Áður en Guðmundur hóf störf hjá Milestone var hann m.a. sérfræð- ingur í fjármálaráðuneytinu og var ritari einkavæðingarnefndar. Stjórnvöld gripu í vor til aðgerða til að verja sparisjóðakerfið. Með neyð- arlögunum var ríkissjóði veitt heimild til að leggja sparisjóðunum til fjár- hæð sem nemur allt að 20% af eigin fé þeirra. Átta sparisjóðir af þeim ellefu sem enn eru starfandi í landinu sóttu um stofnfjárframlag frá ríkissjóði. Stærsta fjárhæðin var hjá Byr sem hefur óskað eftir 10,6 milljarða fram- lagi, en sparisjóðurinn skilaði 28,9 milljarða tapi á síðasta ári. Laga efnahagsreikninginn „Í sparisjóðunum og í öllum öðrum fyrirtækjum þarf að stokka upp efna- hagsreikninginn, meta eignasafnið o.s.frv. Að þessari vinnu koma utan- aðkomandi aðilar með reynslu og þekkingu. Ef ríkið er að leggja þess- um sparisjóðum til fjármagn þá þarf það að vita á hvaða forsendum það er gert,“ segir Guðmundur. Hann segir að ríkissjóður þurfi m.a. að hafa yfirsýn um hversu kostn- aðarsamt þetta verði. „Við erum á þeim enda að við vinnum fyrir fyr- irtækin en í þökk lánardrottnanna því öll þessi mál leysast ekki nema með einhvers konar samningum lánar- drottna og félagsins. Þannig er það líka með sparisjóðina,“ segir Guð- mundur Ólason. Milestone-menn endurreisa sparisjóði Laga rekstur svo ríkið viti á hvaða forsendum það veitir fé Í HNOTSKURN »Húsleit var gerð heima hjáGuðmundi Ólasyni í tengslum við rannsókn emb- ættis sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá. »Samkvæmt upplýsingumfrá fjármálaráðuneytinu er Möttull ekki að vinna fyrir ráðuneytið og innir ráðu- neytið engar greiðslur af hendi til fyrirtækisins. DREIFÐ eignaraðild að bönkunum er eitt af meginmarkmiðum ríkisins, að því er fram kemur í drögum að skýrslu fjármálaráðherra um eig- andastefnu ríkisins fyrir fjármála- fyrirtæki. Þar kemur fram að þrátt fyrir að hluti íslenskra fjármálafyr- irtækja sé í eigu ríkisins sé stefnan sú að þau verði til framtíðar með dreifða eignaraðild. Eignarhlutir ríkissjóðs í hlutafélögum sem ríkið eigi meirihluta í verði hjá fjármála- ráðuneytinu, en Bankasýsla ríkisins muni fara með eigendahlutverk með- an á uppbyggingunni stendur. Eitt af undirmarkmiðum ríkis- sjóðs, samkvæmt skýrslunni, er að tryggja samkeppni og skilvirkan rekstur bankanna. Jafnframt leggur ríkið áherslu á að þau fjármálafyr- irtæki sem ríkið á hluti í skuli halda fjárfestingarbankastarfsemi skýrt afmarkaðri frá viðskiptabankastarf- semi. thorbjorn@mbl.is Eignaraðild verður dreifð Morgunblaðið/Ómar Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon vék að eigandastefnu ríkisins í ræðustól Alþingis í gær. Samin hafa verið drög að eigandastefnunni. Fjárfestinga- bankastarfsemi verður aðskilin HAGNAÐUR á rekstri Nýherja á fyrri helmingi ársins nam 90,5 milljónum króna eftir skatta og fjármagnsliði. Rekstrartap fyrir- tækisins nam hins vegar 793,4 millj- ónum. Fasteignir félagsins, einkum eign í Borgartúni, voru endur- metnar og færðar á markaðsvirði í bækur. Munurinn á bókfærðu virði fasteignanna var 813,7 milljónir. Af þeirri upphæð er greiddur 122 milljóna króna tekjuskattur og af- gangurinn færður til hækkunar á eigin fé. „Samkvæmt þeim alþjóðlegu reikningsskilareglum, sem við fylgjum, er gert ráð fyrir að fram geti farið reglulegt endurmat á eignum. Ekki hafði farið fram end- urmat á fasteigninni í Borgartúni frá árinu 2003 og var verðmatið, sem nú fór fram, frekar varlegt,“ segir Þórður Sverrisson. bjarni@mbl.is Nýherji Fasteignin við Borgartún hafði ekki verið metin frá 2003. Endurmátu fasteignir MÁL bandaríska gjaldþrotadóm- stólsins gegn Nýja Kaupþingi var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið snýst um hvort Nýja Kaupþingi sé skylt að afhenda upplýsingar um gamla Kaupþing, samkvæmt upplýs- ingum frá bankanum. Bank of Tokyo Mitsubishi (BoT) á í málaferlum við dótturfélag gamla Kaupþings í New York. Er deiluefn- ið mögulegar kröfur BoT á hendur bankanum fallna og hvort þær fáist greiddar utan skuldaraðar. Skila- nefnd Kaupþings segist ekki geta tjáð sig efnislega um málið á meðan ekki hefur verið leyst úr ágreiningn- um. Ekki er verið að afla upplýsinga um viðskiptavini Nýja Kaupþings né gamla bankans, samkvæmt upplýs- ingum frá skilanefndinni. helgivifill@mbl.is Dómstóll stefnir Nýja Kaupþingi #$% #$%    & & #$% '%     & & ( )*  + , -     & & ./ 0 (%     & & #$% 1 #$% 23    & & ● Færeyski bankinn Eik, sem skráður er í íslensku kauphöllina, tapaði 69 milljónum danskra króna (1,7 millj- örðum ísl. króna) á fyrri helmingi árs- ins, samanborið við 10 milljón danskra króna (240 milljónir ísl. króna) tap á sama tíma fyrir ári. Bankinn telur að tap ársins verði 25- 75 milljónir danskra króna. Eiginfjárhlutfall bankans er 11,6%, samanborið við 13,1% á sama tímabili fyrir ári. Lögbundið lágmark er 8%, segir í afkomutilkynningu. helgivifill@mbl.is Eik tapar 69 milljónum danskra króna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.