Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 27

Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Af öllu þessu dreg ég þá ályktun að samningurinn sé hagstæður. Ef menn geta ekki sýnt fram á að þessir skilmálar séu vondir eða verri heldur en raunhæft er að ætla að unnt hefði að vera að ná læt ég gagnrýni á samninganefndina fyrir lélegan samning mér í léttu rúmi liggja. Auðvitað eru í samningunum ákvæði sem álitamál eru uppi um og þau þarf að ræða og skýra því oft er um misskilning og oftúlkanir að ræða. Dæmi um það er ákvæði um að friðhelgi íslenska ríkisins sé vikið til hliðar, endurskoðunarákvæðið. Þetta þarf að ræða. Ég get ekki neitað því að ég er undrandi á því hvernig um- ræðan bæði í þinginu og í fjölmiðlum hefur að mestu farið frá aðalatriðum og leiðst út í lítilsverðan sparðatín- ing, upphrópanir og órökstuddar full- yrðingar. Það hefur hvarflað að mér sú hugsun að þetta sé vottur af ákvarðanafælni. Í stað þess að horf- ast í augu við raunveruleikann, leggja kalt mat á hann og þá kosti sem eru í boði kjósi menn að fela sig í lýðskrumi.“ Ræður þjóðin við að borga sam- kvæmt þessum samningi án þess að vera blóðmjólkuð? „Að mínu mati er ekki vafi á því. Ef við setjum þetta í samhengi við þekktar stærðir er líklegt að eftir sjö ár hvíli á ríkinu skuld sem nemur um 20 prósentum af landsframleiðslu. Til samanburðar er að umsvif rík- isins á ári eru 35-40 prósent af lands- framleiðslu. Þótt skuldin sé nokkuð stór í þessum samanburði er hún við- ráðanleg stærð sem kemur til greiðslu á átta árum. Það gerir að jafnaði um 2,5-3 prósent af lands- framleiðslu á ári að meðtöldum vöxt- um. Á þessum átta árum minnkar þannig það fé sem við höfum til ann- arra hluta um 2,5-3 prósent frá því sem ella hefði verið. Við skulum líka hafa í huga að árlegur vöxtur lands- framleiðslunnar er af þessari sömu stærðargráðu eða meiri. Menn hafa dregið upp hryllings- mynd af efnahagslegum afleiðingum þessara samninga. Raunverulegar afleiðingar eru langt frá að vera eins dramatískar og menn vilja vera láta með tali um að við séum að steypa okkur í örbirgð og eilífa fátækt. Það er einfaldlega ekki rétt.“ Ákveðinn prófsteinn Ef Icesave-samningurinn verður felldur á Alþingi, hvað gerist þá? „Á þessu stigi getum við einungis ráðið í hver yrðu viðbrögð samnings- aðila. Mitt mat er að það verði erfitt og tímafrekt að fá þá aftur að samn- ingaborðinu. Það var niðurstaða okk- ar og þeirra að miðað við aðstæður væri þetta sanngjarn samningur. Þeir telja að þeir hafi veitt okkur góð kjör og þeir hafa líka tekið á sig mikl- ar byrðar. Við þyrftum að geta sýnt fram á hvað við fyndum að samn- ingnum. Þeim er fullljós efnahagsleg staða okkar og áhrif samningsins á hana. Okkur tekst ekki að telja þeim trú um að við séum þjóð sem komin er að fótum fram og finnst ekki fýs- andi að ganga fyrir þá að nýju með betlistaf í hendi. Ég á von á því að þeir meti stöðuna þannig ef samn- ingurinn verður felldur að þá sé mjög vandsamið við okkur um þetta og að yfirlýsingar okkar til dæmis í tengslum við samkomulagið við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn um vilja til að ljúka málinu með samningum séu ekki mjög trúverðugar. Ég tel ekki ólíklegt að fyrstu viðbrögð þeirra yrðu slík og að skjót lausn með ein- hverjum breytingum á tilteknum at- riðum í samningum sé býsna fjar- lægur möguleiki. Menn geta fullyrt og jafnvel trúað því að hægt sé að ná betri samn- ingum en menn verða þá að hafa rök fyrir máli sínu, geta sýnt fram á að raunhæft sé að hægt sé að semja til lengri tíma, fá lengri greiðslufrest, lægri vexti og svo framvegis. Ég hef ekki þá sannfæringu, fjarri því. En það sem ég óttast mest eru aðrar af- leiðingar þess að slá þessu máli á frest. Það má vera nokkuð ljóst að atriði eins og samskipti við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, lánveitingar frá Norðurlöndunum, framhaldið á bankamálum og lánveitingar til framkvæmda hér á landi verða sett í mikla óvissu og hættu ef okkur tekst ekki að ljúka þessu máli á skikk- anlegum tíma. Það er gífurlega mikið undir þannig að menn ættu að varast að setja málið í heild í hættu. Ég lít á þetta mál sem ákveðinn prófstein á það hvar við ætlum að vera staðsett í framtíðinni í sam- félagi þjóðanna og ég hygg að það sé gert víða meðal vinaþjóða okkar og viðskiptaaðila. Ég tel að sú nálgun að reyna að leysa það með lagalegum hætti, dómsúrskurði eða þess háttar sé dæmd til að mistakast. Burtséð frá því hvort hægt sé að koma málinu í slíkan farveg myndi úrskurður um að okkur væri ekki á grundvelli ein- hverra laga skylt að borga aldrei geta verið nein lausn. Eftir stæði spurningin um það hvort ætti að bæta viðskiptavinum íslensku bank- anna tapaðar innstæður og ef svo væri hver ætti þá að gera það. Þetta er siðferðileg og pólitísk spurning og henni verður ekki svarað nema sem slíkri. Það svar var gefið síðastliðið haust með viðurkenningu íslenskra stjórnvalda á siðferðilegri og póli- tískri skyldu sinni og samningarnir nú eru punkturinn á eftir því svari.“ Það hefur verið talað um að fresta málinu til hausts. Hvernig líst þér á þá leið? „Það er gert ráð fyrir að rík- isábyrgðin sé veitt á þingi fyrir sum- arhlé þess. Ég skal ekki segja um það hvernig viðsemjendur myndu bregðast við, hvort þeir myndu telja forsendur samnings brostnar kæmi til frestunar. En það er ekki það eina sem skiptir máli, frestun þar gæti komið af stað keðjuverkun í öðrum málum. Ég er viss um að frestun Icesave-málsins hefði miklar afleið- ingar og sé ekkert sem mælir með henni. Málið liggur skýrt fyrir og ákvörðunar er þörf. Því fyrr því betra.“ Heldurðu að Íslendingar komist út úr þessum þrengingum sínum? „Ég er bjartsýnn á það. Þótt þetta séu erfiðir tímar þá býr kraftur í þjóðinni og fólk er vinnusamt og vel menntað og tækifærin mörg. Ef Ice- save-málið nær lendingu kæmi mér ekki á óvart að eftir fimm til átta ár værum við komin í jafn góða stöðu og var fyrir hrunið.“ Morgunblaðið/Eggert á bátinn er staða okkar meðal þjóða eftir sem áður bærileg. » Ef menn geta sýnt fram á með rökum aðsamningsniðurstaðan sé léleg eða ófullnægj- andi þá er ég tilbúinn að játa á mig mistök, kunn- áttuleysi eða hvað annað sem skýrði það. En ef menn geta ekki sýnt fram á þetta er gagnrýni sem byggist á því að sá tortryggnisfræjum um hæfi- leika nefndarmanna á veikum grunni byggð og í reynd rógsígildi. » Ég get ekki neitað því að ég er undrandi á þvíhvernig umræðan bæði í þinginu og í fjöl- miðlum hefur að mestu farið frá aðalatriðum og leiðst út í lítilsverðan sparðatíning, upphrópanir og órökstuddar fullyrðingar. Það hefur hvarflað að mér sú hugsun að þetta sé vottur af ákvarðana- fælni. Í stað þess að horfast í augu við raunveru- leikann, leggja kalt mat á hann og þá kosti sem eru í boði kjósi menn að fela sig í lýðskrumi. NÝJAR HANDHÆGARUMBÚÐIR gerir grillmat að hreinu lostæti! E N N E M M /S ÍA /N M 38 33 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.