Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 32

Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 EINSTAKIR út- gerðarmenn hafa hald- ið því fram að und- anförnu að ef hin svokallaða fyrning- arleið í sjávarútvegi verði farin þá fari öll útgerðarfyrirtæki landsins á hausinn inn- an fárra ára sem af sér leiddi að allur hér- lendur útgerð- arrekstur legðist af, þ.e. fiskarnir í sjónum fengju að synda þar óáreittir um ókomin ár. Lítum aðeins á hvað mundi nú gerast ef allar núverandi útgerðir færu á hausinn á einu bretti. Sagt er að útgerðin skuldi á milli 5 og 6 hundruð milljarða (hef reynt að fá töluna staðfesta eða henni hafnað en hvorugt tekist), sem er sennilega fimm-sexfalt verðmæti skipanna sem viðkomandi lánastofnanir hafa tekið að veði fyrir skuldunum. Af- gangurinn, 4-5 hundruð milljarðar, hefur greinilega verið lánaður út á væntanlegar tekjur, þ.e. kvótann eins og rakið var hér í blaðinu fyrir skömmu. Segjum nú að ríkið hirði allan kvótann af núverandi hand- höfum hans samtímis og í framhald- inu færi öll hérlend útgerð á haus- inn. Bankarnir sætu uppi með illseljanleg skip, a.m.k. hér á landi þar sem enginn kaupir skip nema það hafi viðunandi veiðiheimildir og erlendis er lítill markaður fyrir fiskiskip nema þá gegn mjög vægu verði. Er þá ekki allt rétt sem tals- menn LÍÚ hafa haldið fram að und- anförnu, að allt fari fjandans til ef hin svokallaða fyrningarleið verður að veruleika? Hvað skiptir máli? Hér skiptir tvennt meginmáli. Það fyrra er að fiskarnir í sjónum fara ekkert þótt skipt verði um útgerðaraðila og hið síðara er að sjómennirnir verða allir til staðar þótt nefnd kerfisbreyting ætti sér stað en hjá sjómönnunum er mesta sérþekkingin, sérþekking sem mjög erfitt er að bæta upp vegna þess að hér á landi eigum við bara eina áhöfn á skipin. Við eigum enga va- raáhöfn sem hægt er að grípa til í tilviki sem þessu, við eigum varaá- höfn á skrifstofurnar en ekki á skipin.Við getum skipt áhöfnum skipa í meginatriðum í þrennt, þ.e. þá sem starfa í brúnni, vélinni og á dekkinu. Til þess að geta starfað bæði í brú og vél þurfa við- komandi að hafa lokið ákveðnu námi sem hér á landi er enn á fram- haldsskólastigi. Á öllum Norð- urlöndunum er a.m.k. vélstjórn- arnámið komið á háskólastig og mun einnig færast þangað hjá okk- ur, þ.e. ef okkar vélstjórnarmenntun á að standa jafnfætis menntun vél- stjóra annars staðar á Norð- urlöndum. Ég hef haldið því fram áður að ef fiskiskipið væri vinnustaður í landi, þ.e. vinnustaður sem veltur ekki á alla kanta, og ef áhöfnin færi heim til sín á hverjum degi að afloknu dagsverki, þá yrði a.m.k. krafist framhaldsmenntunar á háskólastigi til þess að sinna bæði starfi skip- stjórans og yfirvélstjórans um borð. En þar sem störfin eru ekki eft- irsótt þá er samkeppnin um þau mjög lítil en gæti aukist í kreppunni sem nú er að skella á. Hvað varðar undirmennina um borð, þá eru eng- ar formlegar menntunarkröfur gerðar til þeirra hér á landi. Annars staðar á Norðurlöndum er krafist allt að fjögurra ára menntunar til þess að geta talist fullgildur háseti á kaupskipum. Ég hef haldið því fram að góður háseti sem getur sinnt öllum störfum und- irmanns á fiskiskipi sé ígildi iðn- aðarmanns, þ.e. maður sem hefur þekkingu á veiðarfærum og viðhaldi þeirra; getur unnið með og umgeng- ist öll þau tæki og tól sem nú eru notuð bæði í vinnslurýminu og einn- ig á aðalþilfari fiskiskipa. Hér er um mikinn fjölda bæði tækja og tóla að ræða sem verður að umgangast af þekkingu til þess að þau sinni sínu hlutverki eins og til er ætlast. Bankar eiga ekki marga kosti Bankarnir ættu engan annan kost en að selja eða leigja nýjum útgerð- araðilum skipin á viðráðanlegu verði. Einfaldlega vegna þess að annar kostur er bara ekki í boði. Halda má því fram að ef allir núver- andi útgerðaraðilar hyrfu frá grein- inni í einu, myndi mikil þekking tap- ast sem erfitt yrði að bæta úr svona í einu vetfangi. Það er vafalítið rétt en hafa verður í huga að aðeins lítill hluti þeirra sem starfa við rekstur núverandi útgerða tilheyrir jafn- framt eigendahópnum. Þeir sem ekki tilheyra honum munu örugg- lega vilja starfa áfram við útgerð fiskiskipa. Til viðbótar er mikið til í landinu af velmenntuðum ein- staklingum sem gætu tekið að sér hvaða stjórnunarstarf sem er í nú- tíma útgerðarrekstri. Við eigum ein- faldlega fleiri en eina varaáhöfn á kontórana. Niðurstaða Mín niðurstaða er einfaldlega sú að þó að einhverjir, eða allir, núver- andi útgerðarmenn fiskiskipa hér á landi færu á hausinn eins og spáð er, muni það síður en svo hafa í för með sér endalok Íslandsbyggðar. Þessi margraddaði taktfasti hræðsluáróður, sleginn með tón- sprota LÍÚ, er líka nokkuð hjáróma í ljósi þess að einstakir félagsmenn LÍÚ hafa ekki haft af því áberandi sút að hirða veiðiréttinn af ein- stökum sjávarplássum á liðnum ár- um og skilja þau eftir bjargarlaus. Hið sama telja þeir nú yfirgang og óhæfu með kökk í hálsi. Eins og allt- af í lífinu mun maður koma í manns stað, líka í þessari atvinnugrein, og kirkjugarðar heimsins munu halda áfram að hýsa ómissandi fólk, þrátt fyrir allt, um ókomin ár. Ómissandi fólk? Eftir Helga Laxdal » Þessi margraddaði hræðsluáróður, sleg- inn með tónsprota LÍÚ, er líka nokkuð hjáróma í ljósi þess að einstakir félagsmenn LÍÚ hafa ekki haft af því sút Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur. RÍKISSTJÓRNIN og þingheimur allur þarf að að svara strax neyðarkalli íslenskra heimila. Í neyðarkall- inu felst sú beiðni að leiðréttur verði strax höfuðstóll allra íbúða- lána, með niðurfell- ingu áfallinnar vísitölu frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag og í kjöl- farið að aflétta vís- tölubindingu íbúðarlána alfarið. Höfuðstóll íbúðalánanna hefur hækkað í mörgum tilfellum um margar milljónir og er því um stóra eignaupptöku að ræða á íbúðar- húsnæði af völdum þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað. Skuld- urunum er einum gert að bera þær byrðar sem hljótast af því af- brigðilega ástandi sem skapast hef- ur. Lánardrottnar hafa hinsvegar bæði belti og axlabönd og láta sem sér komi málið ekki við. Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti í fjöl- miðlum ekki alls fyrir löngu að staða heimilanna væri ekki eins slæm og af væri látið og vitnaði í skýrslu frá Seðlabankanum. Það er alveg ljóst að fólkið sem býr í þessu landi er ekki á sama máli og þeir sem fara með stjórnina. Úrræði ríkisstjórnarinnar vegna þeirra sem eiga í greiðsluerfiðleikum eru eng- an veginn í takt við það sem ætti að viðgangast í vestrænum ríkjum. Íslendingar eru stoltir og vinnu- söm þjóð sem vill standa við þær skuld- bindingar sem þeir hafa tekið á sig vegna íbúðakaupa sinna, en vilja ekki láta féfletta sig. Nú er svo komið að margir hafa misst vinnuna. Venjulegar þarfir fjölskyldufólks eru látnar sitja á hak- anum. Og enn bætast við álögur á heimilin með hækkun skatta og verðlag hækkar stöð- ugt. Jóhanna Sigurðardóttir sýndi mikinn skörungsskap þegar hún náði að koma á Samstöðusáttmála við samtök atvinnulífs og launa- fólks. Því miður var ekki tekið á skuldastöðu heimilanna í þessum samningi með raunhæfri lausn. Það sem venjulegt fólk þarf á að halda er að gerður verði samstöðusátt- máli við heimilin í landinu og í hon- um komi fram lausn í takt við þá kröfu sem Hagsmunasamtök heim- ilanna hafa sett fram fyrir hönd heimilanna í landinu. Það er leið- rétting á vísitölubindingu íbúðalána og niðurfelling vísitölubindingar í kjölfarið. Samtökin hafa undanfarið margítrekað við stjórnvöld og aðra þá er málið varðar þá miklu þörf að þessi leiðrétting fari fram án frek- ari tafar. Lesandi góður, þú getur fengið nánari upplýsingar um baráttumál Hagsmunasamtaka heimilanna á www.heimilin.is og jafnframt skráð þig í samtökin. Með því sýnum við samstöðu og baráttuvilja, að berjast fyrir því að fá leiðrétta þá miklu eignarupptöku sem íbúðareigendur hafa orðið fyrir, með óraunhæfri hækkun höfuðstóls íbúðalána. Í viðtali í mogrunþætti Rásar-2 fjallaði Svandís Svavarsdóttir fulltrúi VG, um Icesave-samning- inn, hún er dóttir þess aðila sem fór fyrir hinni margumræddu samn- inganefnd vegna Icesave-reikning- anna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og taldi hún að gerður hefði verið góður samningur fyrir þjóðina. Einnig sagði hún eitthvað á þá leið að við: „Ættum að hætta að bora okkur í svartsýni, það væri ekki það sem við þyrftum á að halda núna, heldur setja undir okkur hausinn og ganga áfram.“ Svartsýni er einmitt það sem hrjáir venjulegt fólk á Íslandi í dag, hvað svo sem stjórnmálamenn láta frá sér fara, það virðist vera komið svo að það er ekki nokkur skiln- ingur á stöðu mála venjulegs fólks á Íslandi hjá mörgum af þeim sem völdin hafa. Við skulum vona að Jóhanna Sig- urðardóttir sýni í verki að henni sé annt um heimilin í landinu og taki af skarið og komi á Samstöðusátt- mála við heimilin í landinu og geri það áður en fleiri heimili brenna upp. Það þýðir ekkert að telja fólki trú um að þetta sé ekki framkvæm- anlegt á meðan gengið er til samn- inga um að múlbinda þjóðina um aldur og ævi með því samkomulagi sem nú liggur fyrir þinginu, vegna Icesave. Það var ótrúlegt að sjá í fjöl- miðlum að þeir Björgúlfsfeðgar, sem komu þjóðinni í þetta stóra skuldafen sem uppgjör Icesave- málsins er, skuli leyfa sér að fara fram á að skuldir þeirra séu af- skrifaðar. Það er ótrúlega ófyr- irleitið og eins og blaut tuska fram- an í almenning. Ég man ekki betur en að Björgúlfur hafi verið stór hluthafi í Morgunblaðinu og við sölu þess voru afskrifaðir tæplega 3 milljarðar. Það er kaldhæðið á sama tíma og Hagsmunasamtök heimilanna vinna að því af einstökum krafti að leita allra leiða til að leiðrétta þann órétt sem heimilin í landinu hafa verið beitt, að verða vitni að þeirri fá- dæma lítilsvirðingu og blygð- unarlausu græðgi sem fram kemur í hugmyndum þeim sem ofan grein- ir, ef rétt reynist. Ef ekki verður hlustað á neyðaróp frá heimilum landsins þarf fólk að taka til sinna ráða þannig að ríkisstjórn landsins skilji alvöru málsins. Það verður einungis gert með því að fólk taki sig saman og standi vörð um heim- ilin í landinu. Samstöðusáttmáli við heimili landsins Eftir Björgu Þórð- ardóttur » Svartsýni er það sem hrjáir venjulegt fólk á Íslandi í dag. Björg Þórðardóttir Höfundur er fv. markaðs- og sölustjóri. HÚN VAR döpur lesning, grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsókn- arflokksins, um finnsku leiðina í Morg- unblaðinu 19. júlí sl. Þingmaðurinn taldi sig þess umkominn, að vara landa okkar sér- staklega við hinni „finnsku leið“ í þreng- ingum okkar. Boðskapurinn var þessi: Finnska leiðin leiddi af sér viðvarandi atvinnuleysi, fátækt og drykkjuskap í Finnlandi. Trú þeirra á menntun og nýsköpun reyndist tál eitt. Við Íslendingar eigum hins vegar að auka neysluna, drekka meiri ís- lenska mjólk, veiða meiri íslenskan fisk og framleiða meira (íslenskt) ál og væntanlega í boði Alcoa og Rio Tinto. Það væri „íslenska leiðin“. Svo ættum við að fella Icesave- samninginn og þá sjálfsagt borga sem minnst. Finnar borga Skoðum fyrst það að borga skuld- ir sínar. Eftir fyrri heimsstyrjöld fengu margar Evrópuþjóðir rífleg lán til að standa undir endur- uppbyggingu. Þær hættu að borga af lánunum þegar heimskreppan skall á um 1930, nema ein. Sú þjóð var Finnar. Öll heimsstyrjaldarárin síðari voru Finnar í stríði. Í lokin voru á þriðja hundrað þúsund fallnir og særðir og frá Kirjálahéruðunum, sem Sovétmenn innlimuðu, flúði á fimmta hundrað þúsund manns. Um allt Finnland var löndum skipt til að útvega þeim landrými. Til viðbótar þessu greiddu Finnar Sov- étmönnum gríðarháar stríðs- skaðabætur. Árið 1952 héldu Finnar Ólympíu- leika í Helsinki með glæsibrag og luku við að greiða stríðsbæt- urnar. Um 1990 urðu mikil umskipti í finnskum efnahag eftir und- anfarin nokkur góð ár. Bankar hrundu og fasteignir féllu í verði. En hvað mest munaði um hrun í útflutningi með falli Sovétríkjanna og tilheyrandi atvinnu- leysi. Það varð að taka stór erlend lán til að bjarga ríkisbúskapnum. Finnar og ESB Hvað gerðu Finnar þá? Syst- urflokkur Framsóknarflokksins í Finnlandi; Miðflokkurinn, gjör- breytti stefnu sinni í Evrópumálum og hóf stuðning við inngöngu í Evr- ópusambandið. Sama gerðu flestir aðrir flokkar og Finnland var orðið aðili að Evrópusambandinu 1994. Jafnframt var ákveðið að leggja af finnska markið og sækja um upp- töku evru. Það markmið náðist 1999. Nú er Finnland talið það ríki heims, ásamt Noregi, sem síðast yrði gjaldþrota, legði heimskreppan þjóðir heims að velli. Innan ESB nýtur Finnland virðingar umfram flest önnur ríki. Það er nóg að nefna Nokia til að minna á nýsköpun í atvinnulífinu og skólafólk streymir til Finnlands úr öllum heimshornum, til að kynna sér menntakerfi Finna. En tollurinn var líka hár og mis- tök voru gerð í því að verja ekki bet- ur velferðarkerfið og bregðast of seint við félagslegum vandamálum. Upptaka evrunnar kallaði á aukinn aga í fjármálum og Finnar voru búnir að borga upp sín kreppulán fyrr en nokkurn óraði fyrir. Enn og aftur sannaðist finnska skilvísin. Að borga skuldir sínar telst þjóð- ardyggð í Finnlandi. Sigurður Ingi í læri hjá Finnum Þingmaðurinn nýi; Sigurður Ingi Jóhannsson, kallar Finna frændur okkar og vini af „smekkvísi“ sinni í greininni. Í reynd reynir hann að sýna fram á, að þeir eigi að vera okkur „víti til varnaðar“. Við höfum apað eftir þeim vitleysuna. Eflaust hefur þingmaður Sunn- lendinga, eins og aðrir Íslendingar, farið um víðan völl og kannski komið til Finnlands. Málflutningur hans bendir hins vegar til, að hann hafi aldrei komið út fyrir Hreppana. Honum væri hollt að kynna sér stefnu Miðflokksins í Finnlandi, ætli hann sér að fjalla áfram um finnskar leiðir. Annars ætti hann helst ekki að fjalla um það sem hann virðist hafa lítið vit á. Honum, flokki hans og bændasamtakanna íslensku býð- ur það verkefni, að takast á við Evr- ópuumræðuna af raunsæi og fram- sýni. Gott væri þá að byrja á því að kynna sér finnsku leiðina til Evr- ópusambandsins. Miðflokkurinn finnski er sjálfsagt með góða heima- síðu, ekki bara á finnsku, heldur líka á sænsku. Finnska leiðin og Sigurður Ingi Jó- hannsson þingmaður Eftir Reyni Ingibjartsson Reynir Ingibjartsson »Eflaust hefur þing- maður Sunnlend- inga, eins og aðrir Ís- lendingar, farið um víðan völl og kannski komið til Finnlands. Málflutningur hans bendir hins vegar til, að hann hafi aldrei komið út fyrir Hreppana. Höfundur fæst við útgáfustörf og er áhugamaður um finnsk málefni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.