Morgunblaðið - 25.07.2009, Síða 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝ Guðbjörg Guð-laugsdóttir fædd-
ist í Vík í Mýrdal 27.
júní 1929. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands, Selfossi,
19. júlí sl.
Foreldrar hennar
eru hjónin Guðlaug
M. Jakobsdóttir hús-
freyja, f. 1892, d.
1938, og Guðlaugur
G. Jónsson pakk-
húsmaður í Vík, f.
1894, d. 1984. Systk-
ini Guðbjargar eru í
aldursröð talin: Jakob, f. 1917, d.
1992, Valgerður, f. 1918, d. 2002,
Jón, f. 1919, d. 2008, Anton, f. 1920,
d. 1993, Guðrún, f. 1922, d. 1999,
Guðfinna, f. 1923, d. 1998, Sólveig,
f. 1924, Guðlaug S., f. 1926, d. 2006,
Einar f. 1927, d. 1996, Ester, f.
1931, Erna f. 1932, Þorsteinn, f.
1933, d. 1999, Svavar, f. 1935, d.
2002, Guðlaug M., f. 1938.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
bjargar er Ólafur Friðrik Ög-
mundsson, f. 1926. Foreldrar hans
eru Ögmundur Ólafsson, f. 1894,
d.1995, og Guðrún Jónsdóttir, f.
1899, d. 1992. Guðbjörg og Ólafur
giftu sig 18.12. 1948 og börn þeirra
eru: 1) Ögmundur, f. 1948, m.
J. Lárusdóttir, eiga þau ein son,
Ingveldur Þ., m Erlingur Þór-
arinsson, eiga þau 2 dætur, Pétur.
5) Guðlaugur Jón, f. 1955, m. Ang-
ela Rós Sveinbjörnsdóttir, barnsm.
hans er Guðlaug H. Konráðsdóttir,
börn þeirra eru: Guðbjörg, m.
Hilmar Þór Sunnuson, eiga þau 4
börn, Hafliði G., m. Elva Adolfs-
dóttir, eiga þau 2 börn, Konráð G.,
m. Eygló Árnadóttir. 6) Baldur, f.
1960, m. Kristín E. Leifsdóttir, börn
þeirra eru: Valdimar G., m. Þóra
Þórðardóttur, Einar V., m. Kristrós
Einarsdóttir, Kristrún Ósk. 7)
Halla, f. 1961, m. Guðni Einarsson,
börn þeirra eru: Íris, m. Benedikt
Brynleifsson, eiga þau 1 son. Ívar,
m. Þórunn Einarsdóttir, Einar,
Þorgeir. 8) Jón Geir, f. 1964, m.
Ólöf Ragna Ólafsdóttir, börn þeirra
eru: Ægir Óli Andrésson, Jón Atli,
Unnsteinn. Börnin eru 8, barna-
börnin 28 og langömmubörnin í
dag 36. Hópurinn hennar með
tengdabörnum telur í dag 110
manns.
Guðbjörg var heimavinnandi
fram undir 1970 er hún hóf störf
hjá Prjónastofunni Kötlu og síðar
hjá Kf. Skaft. í Vík. 1987 flytja þau
hjónin að Höfn og eru búsett þar til
1996 er þau flytja á Selfoss og hafa
búið þar síðan.
Hestamennska var mikið stunduð
hjá þeim hjónum. Síðustu árin nutu
þau þess að ferðast innanlands með
burstabæinn sinn og fóru víða.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Víkurkirkju 25. júlí og hefst athöfn-
in kl. 14.
Helga Halldórsdóttir,
börn þeirra eru Ólaf-
ur, barnsm. Guðrún
H. Kolbeins, eiga þau
2 dætur, Unna Björg,
m. Sigurður F. Sig-
urjónsson, eiga þau 2
dætur, Brynjar, m.
Helga V. Bjarnadótt-
ir. 2) Alda Guðlaug, f.
1949, var gift Kjart-
ani Kjartanssyni,
börn þeirra eru: Sig-
ríður S., m. Sævar
Kristjánsson eiga þau
3 börn, Einar Kjart-
an, m. Hrafnhildur Rós Gunn-
arsdóttir, eiga þau 2 börn, Bjarki
Þ., barnsm. Karen Guðmunds-
dóttir, eiga þau 3 börn. 3) Lilja Guð-
rún, f. 1950, m. Björn Friðriksson,
börn þeirra eru: Ólafur S., m. Berg-
þóra Ástþórsdóttir, eiga þau 3
börn. Guðbjörg Rósa, m. Gísli Unn-
steinsson, eiga þau 2 dætur. Anna
Birna, barnsf. Kristófer Ingimund-
arson, eiga þau 3 dætur, Friðrik S.,
m. Sunna Björk Guðmundsdóttir,
Friðrik á 2 dætur. 4) Erna, f. 1953,
m. Eyjólfur Sigurjónsson, börn
þeirra: Sigurjón, m. Kristín Magn-
úsdóttir, eiga þau 2 syni, Steinunn,
m. Kristján B. Jónsson, eiga þau 2
dætur. Guðbjörn Óli, m. Ingibjörg
Í dag verður til moldar borin ást-
kær tengdamóðir mín. Hvílík gæfa
að hafa fengið að kynnast henni
Guðbjörgu, hún var hvers manns
hugljúfi, virtist taka mótlæti og
áföllum með óendanlegu æðruleysi,
hún var mjög gefandi manneskja.
Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að
kynnast henni og njóta hennar
elsku. Ég sat hjá henni daginn áður
en hún lést á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Selfossi. Þá áttum við
góðan tíma sem ég er óendanlega
þakklát fyrir. Alla tíð var Guðbjörg
stöðugt með hugann hjá fjölskyld-
unni sinni sem er nú talsvert stór.
Hún hvatti til ættarmóta helst á
hverju ári ef því varð við komið.
Hún fylgdist vel með öllum ung-
unum sínum. Mér kemur í hug fal-
legt ljóð sem ég lærði fyrir nokkr-
um árum.
Aldrei skaltu að leiðum lesti
leita í fari annars manns
aðeins grafa ennþá dýpra
eftir bestu kostum hans.
Geymdu ekki gjafir þínar
góðum vini – í dánarkrans.
(Heiðrekur Guðmundsson.)
Þetta ljóð finnst mér lýsa henni
tengdamóður minn.
Hæglát, hugljúf, traust, jákvæð,
glaðvær, æðrulaus, góðhjörtuð,
blíð, sterk, alla þessa kosti bar Guð-
björg. Missir þinn er mikill, kæri
tengdapabbi, missir okkar allra er
mikill sem þekktum Guðbjörgu.
Guð styrki okkur öll í sorginni.
Geymum minningu um góða
manneskju í hjörtum okkar og hún
lifir að eilífu.
Takk fyrir allt,
þín tengdadóttir,
Kristín Erna Leifsdóttir.
Guðbjörg lést á Sjúkrahúsinu á
Selfossi 19. júlí síðastliðinn eftir að
hafa barist hetjulega við erfiðan
sjúkdóm. Kallið kom svo sem ekki
óvænt, en samt er maður aldrei
tilbúinn að kveðja ástvini, tíminn
hentar manni ekki, svona er eig-
ingirnin.
Ég hef verið tengdasonur Guð-
bjargar og Ólafs í yfir 40 ár og aldr-
ei borið skugga á okkar samskipti.
Á kveðjustund koma ótal minning-
ar koma upp í hugann og það er
gott að fá að njóta þeirra. Ég átti
því láni að fagna að fá að vinna í
Kaupfélaginu í Vík með Guðbjörgu,
það var góður tími og vil ég þakka
hann af alhug. Mín kæra tengda-
mamma er nú farin til æðri heima
þar sem veikindi og vanlíðan er
ekki lengur til staðar. Svo er hún er
líka að koma heim í Víkina í dag.
Megi góður Guð blessa hana og
umvefja sínum líknandi örmum. Ég
bið líka um blessun Guðs til Ólafs
og allra afkomenda þeirra.
Far þú í friði, elsku Guðbjörg,
þinn,
Kjartan Kjartansson.
Í dag kveðjum við ömmu mína.
Yndisleg amma mín hefur alla tíð
leikið mjög stórt hlutverk í mínu
lífi. Ég á henni svo margt að þakka.
Amma hafði svo gott lag á að láta
manni líða vel, svo róleg, góð og
einstaklega hlý manneskja. Ég á
svo margar fallegar minningar af
Víkurbrautinni. Þar var ég nánast
daglegur gestur strax og ég var
farin að ganga. Þar kenndi amma
mér að spila, leggja kapla, baka
pönnukökur og formkökur og
margt fleira. Amma hafði enda-
lausa þolinmæði, skammaði mig
aldrei nokkurn tíma, ég held að hún
sé sú eina sem kom nálægt uppeld-
inu á mér sem sá ekki ástæðu til
þess. Oft var glatt á hjalla í Víkinni
þegar allt stóðið var samankomið á
Víkurbrautinni. Amma og afi áttu
átta börn sem eignuðust svo fullt af
börnum. Veislurnar voru því fjöl-
mennar þegar allir komu saman
eins og t.d. á aðfangadagskvöld. Þá
voru kræsingarnar bornar upp í
stofu og slegið upp stórveislu. Spil-
að, spjallað og leikið fram eftir
kvöldi. Amma var mikil hestakona.
Það var virkilega gaman að sjá
hvernig amma umgekkst hrossin.
Allt í rólegheitunum, aldrei neinn
asi. Það var alltaf svo gaman að
fara með ömmu og afa í hesthúsið.
Eftirminnilegir reiðtúrar sem við
fórum niður í fjöru og austur með
eins og alltaf var sagt. Ég er svo
glöð að eiga fullt af minningum um
svo margt sem ég gerði með ömmu.
Eftir að ég varð fullorðin var ég svo
heppin að amma og afi fluttu á Sel-
foss. Þá var svo stutt á milli okkar.
Stelpurnar mínar urðu þess að-
njótandi að kynnast yndislegri
langömmu og áttu margar góðar
stundir með henni.
Elsku afi, missir þinn er mikill.
Að kveðja lífsförunaut sinn til svo
margra ára er erfitt. Við erum til
staðar fyrir þig.
Elsku amma, takk fyrir allar
stundirnar, alla þolinmæðina, allt
hrósið, alla hlýjuna, alla brandar-
ana og fyrir að vera alltaf til fyrir
mig.
Þín,
Guðbjörg Rósa.
Margar og góðar minningar rifj-
ast upp þegar við hugsum um ynd-
islega ömmu okkar sem hefur nú
fengið hvíld frá hetjulegri baráttu
sinni við erfið veikindi síðustu vik-
ur.
Margt kemur upp í hugann og
má þar nefna hestaferðirnar með
ykkur afa, fýlatímann á haustin,
þar sem þið kennduð okkur réttu
handtökin og þegar þið tjölduðuð
inni í gömlu rétt, þar sem þið héld-
uð fyrir okkur eftirminnileg pyl-
supartí, svo ekki sé nú minnst á all-
ar sandkökurnar þínar í gegnum
tíðina, sem hvergi brögðuðust bet-
ur en hjá þér. Það hefur verið ein-
stakt að fylgjast með ykkur afa á
ferðalögum ykkar á sumrin og sjá
hvað þið hafið verið samheldin þar
sem og í öllu öðru. Þið voruð örugg-
lega með þeim fyrstu til að taka út
fellihýsið ykkar á vorin og þrífa og
undirbúa það fyrir ferðalögin. Það
lýsir nú líka vel dugnaði þínum og
þrautseigju þegar þið afi drifuð
ykkur austur í Pétursey í vor, til
þess að sinna þessu fasta vorverki,
þrátt fyrir að krabbameinið væri
farið að segja til sín. En það var
líka ýmislegt annað sem þú náðir að
gera í sumar þrátt fyrir allt. Þú
komst í ferminguna hans Magnúsar
Arnar í Skógakirkju um hvítasunn-
una og síðan hélst þú upp á afmælið
þitt með eftirminnilegum hætti,
komst okkur flestum svo sannar-
lega á óvart þegar þú vaknaðir að
morgni hins 27. júní, orðin áttræð
að aldri og vildir ólm komast á
Heimaland og hitta fólkið þitt þar.
Búið var að blása afmælið af tveim-
ur dögum fyrr vegna versnandi
heilsufars og engan grunaði að þú
myndir komast þetta. En þú svo
sannarlega mátaðir okkur í þetta
skiptið. Það lýsir nú líka þinni per-
sónu en þú þurftir oft að drífa í
hlutunum, hefjast handa og láta
verkin tala. Það var ekki til neitt
droll á þínum bæ.
Okkur finnst alveg frábært að
þið afi hafið getað ferðast svona
mikið á ykkar efri árum og þegar
við minntumst á það við þig hvað
við værum ánægð með þetta hrós-
aðir þú því alltaf hvað afi væri góð-
ur bílstjóri. Það var ekki nóg með
að þið keyrðuð hringinn í kringum
landið, þið fóruð líka á bílnum ykk-
ar inn á fjöll, þ.e. inn í Kvíslarlón
þar sem þið nutuð þess að vera í
kyrrðinni og veiða ásamt Sigurjóni
og fjölskyldu. Guðbjörn og Inga
giftu sig bæði í sumar og söknuðu
þess að þið afi væruð ekki viðstödd
en þú varst svo sannarlega með
þeim í huga og fékkst svo fréttir af
öllu saman og naust þess að skoða
myndirnar. Steina og fjölskylda
eiga eftir að sakna þess að þú komir
ekki með afa norður á Akureyri í
sumar. Það eru ógleymanlegar búð-
arferðirnar með þér, ásamt berja-
ferðinni í Svarfaðardal á meðan afi
og Kristján fóru á sjó og renndu
fyrir fisk.
Elsku amma, það var svo sárt að
missa þig en um leið þökkum við
Guði að þér þurfi ekki lengur að
líða illa. Takk fyrir hvað þú varst
okkur góð. Elsku afi, missir þinn er
þó mestur og biðjum við góðan Guð
að gefa þér styrk.
Sigurjón, Steinunn, Guð-
björn Óli, Ingveldur Þórey,
Pétur og fjölskyldur.
Það er sama hver aðdragandinn
er og hver á í hlut. Þegar einhver
sem gefur svo mikið, laðar svo
marga að sér og er um leið fyr-
irmynd allra sinna á einn eða annan
hátt, fellur frá verður áfallið alltaf
sárt þegar að því kemur að kveðja.
Við verðum eigingjörn því við vilj-
um hafa ömmu hjá okkur lengur en
skiljum samt að líf hennar var ekki
eins og hún kaus síðustu dagana.
En við eigum margar, já ótrúlega
margar yndislegar minningar sem
ylja okkur um ókomna framtíð.
Þegar litið er til baka koma upp í
hugann myndir af ömmu og afa, því
það er varla hægt að tala um annað
en ekki hitt, þau voru alltaf mjög
samrýnd og svo falleg saman.
Minningar um þau á hestbaki, and-
litið á ömmu ljómaði sjaldan meira
en þegar hún var komin á bak.
Glaður var fallegur og það leyndi
sér ekki þegar amma var nálægt
honum hversu mikið hún dáði hann
og virðingin fyrir þessum fallega
fák var greinileg öllum sem sáu.
Þar og í hestaferðum með ykkur
læddist inn áhugi fyrir hestum sem
hefur enn ekki skilað okkur í hesta-
mennsku en hver veit, þetta blund-
ar í okkur, svo mikið er víst.
Húsið þeirra var alltaf opið, sama
hvort það var í Vík, á Höfn eða Sel-
fossi og oftar en ekki var þar
barnaskari. Eftir að við fluttum til
Reykjavíkur naut Sigga þess nokk-
ur sumur að fá að vera hjá ykkur og
vinna í Vík. Við nutum þess öll að
vera í ömmu og afa dekri og fá að
eyða tíma með ykkur sem var mik-
ils virði þá en minningarnar eru
enn dýrmætari núna. Eins voru
ferðalögin með ömmu, afa, Höllu,
Guðna og strákunum yndisleg og
ógleymanleg fyrir okkur öll. Amma
kenndi okkur svo margt sem styrk-
ir okkur og fylgir okkur í gegnum
lífið sem er okkur ómetanlegt.
Elsku afi, þinn missir er mikill en
þú átt okkur að og við eigum þig að.
Guð veiti þér og okkur öllum styrk
á þessum erfiðu tímum.
Sigríður, Einar, Bjarki
og fjölskyldur.
Þegar ég hugsa til þín, elsku
amma mín, dettur mér fyrst í hug
bjarta brosið þitt og hlýleg kveðja
alltaf þegar við hittumst. Þú varst
einstök kona og ég kem til með að
sakna þín mikið.
Þegar þið afi bjugguð í Vík í einu
vestasta húsinu þar kallaði ég þig
alltaf ömmu vesturfrá. Þú passaðir
mig fyrir hádegi á virkum dögum
til fimm ára aldurs. Mér þótti ein-
staklega gott að vera hjá ykkur afa
og um helgar bað ég alltaf um að fá
að fara „vestrúr“.
Við áttum margar góðar stundir
saman. Þú varst svo ótrúlega þol-
inmóð að dunda, spjalla, lesa eða
spila. Okkur fannst skemmtilegast
að spila rommý og þá skráðum við
samviskusamlega niður stigin og
reikningar stóðu opnir, jafnvel
fram á næsta dag.
Ég eignaðist mitt fyrsta barn 25
ára gömul með öll lífsins gæði og
nútímaþægindi innan handar og
ómetanlegt að geta hringt í
mömmu og fengið ráð. Þegar móð-
urhlutverkið vefst fyrir mér verður
mér oft hugsað til þín, 25 ára gam-
allar, með fjögur börn, öll yngri en
sex ára. Þú misstir móður þína ung
og gast því ekki leitað til hennar.
Þið höfðuð ekki mikið fé á milli
handanna og þú prjónaðir og saum-
aðir upp úr gömlum flíkum til að
klæða mannskapinn.
Þegar þú varst 35 ára voru börn-
in orðin átta. Þú hefur viðurkennt
að þetta var puð en sagðir líka hve
ánægð þú varst að eiga öll þessi
börn og þessa stóru fjölskyldu sem
við erum í dag, 107 manns með
mökum. Það segir mikið um þig og
afa hversu samheldin og náin fjöl-
skyldan er í dag. Þú fylgdist vel
með okkur fólkinu þínu, varst með
alla afmælisdaga á hreinu og pass-
aðir að allir fengju kort eða kveðju.
Þú varst alltaf svo næm, sást til
dæmis ef eitthvað amaði að og
varst einstaklega glögg að sjá ef
konur voru þungaðar. Þú hlustaðir
vel eftir og mundir það sem við þig
var sagt.
Þið afi giftust ung og alltaf
fannst mér jafn gaman að sjá
hversu ástfangin þið voruð og hve
mikla virðingu þið báruð fyrir
hvoru öðru. Ég veitti því athygli
hvernig þú talaðir við afa og ávarp-
aðir hann stundum með „góði
minn“ og sagðir það á svo fallegan
hátt.
Ég ber mikla virðingu fyrir þér
amma mín og er þakklát fyrir
stundir okkar saman. Ég læt hér
fylgja vísu sem pabbi þinn kenndi
þér og þú huggaðir mig einu sinni
með.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson.)
Þín
Íris.
Elsku amma Guðbjörg.
Það er erfitt að trúa því að nú
sértu farin frá okkur yfir í betri
heim. Allar þær stundir sem við
áttum með þér voru yndislegar og
allar minningar um þig eru falleg-
ar, elsku besta amma okkar.
Við kveðjum þig með miklum
söknuði.
Hvíldu í friði.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthól-
um)
Þínar langömmustelpur,
Lilja Björg og Dagný Rún.
Guðbjörg
Guðlaugsdóttir
Hildimundur
Sæmundsson
✝ Hildimundur Sæ-mundsson fædd-
ist í Landakoti,
Bessastaðahreppi,
hinn 11. júní 1936.
Hann lést hinn 7. júlí
2009.
Útför hans var
þriðjudaginn 21. júlí sl.
Meira: mbl.is/minningar
Jóhanna
Lárusdóttir
✝ Jóhanna Lár-usdóttir fæddist í
Borgarnesi 11. nóv-
ember 1923. Hún lést
á sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 25. júní sl.
Útför Jóhönnu var
gerð frá Akureyr-
arkirkju 2. júlí sl.
Meira: mbl.is/minningar