Morgunblaðið - 25.07.2009, Qupperneq 41
Minningar 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir
altari. Félagar úr kirkjukórnum leiða
söng, organisti Peter Máté. Kaffisopi að
guðsþjónustu lokinni.
BREIÐABÓLSTAÐARKIRKJA í Vest-
urhópi | Messa kl. 14. Prestur sr. Sig-
urður Grétar Sigurðsson.
BÚSTAÐAKIRKJA | Morgunmessa kl.
11. Einsöngvari Edda H. Austmann
Harðardóttir. Kór Bústaðakirkju syngur
og organisti er Renata Ivan. Heitt á
könnunni eftir messu. Messuþjónar taka
á móti kirkjugestum. Prestur er sr. Pálmi
Matthíasson. Þetta er 7. sunnudagur
eftir þrenningarhátíð.
DIGRANESKIRKJA | Sameiginlegt helgi-
hald á vegum þjóðkirkjusafnaðanna í
Kópavogi. Messa kl. 11 í Digraneskirkju.
Sr. Magnús B. Björnsson þjónar. Sjá
digraneskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Kl. 11 messa, sr. Anna
Sigríður Pálsdóttir prédikar, organisti er
Marteinn Friðriksson. Sönghópur úr
Dómkórnum syngur. Hádegisbænir á
miðvikudögum, kvöldkirkjan á fimmtu-
dögum.
FRÍKIRKJAN Kefas | Óformleg sam-
verustund kl. 16.30 í umsjá Hreims H.
Garðarssonar. Í júlí verður dagskrá nokk-
uð opin og óráðin. Kaffi á eftir. Nánar á
heimasíðu kirkjunnar.
GARÐAKIRKJA | Ljóðamessa kl. 20.
Jóna Hrönn Bolladóttir íhugar út frá ljóð-
um og Bjartur Logi Guðnason organisti
leikur á orgelið á milli hugleiðinga. Alt-
arisganga í lok stundarinnar. Kyrrð, íhug-
un og samfélag. Boðið upp á akstur frá
Vídalínskirkju kl. 19.30, frá Jónshúsi kl.
19.40 og Hleinum kl. 19.45. Allir vel-
komnir.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar
og þjónar fyrir altari. Forsöngvari er
Marta Guðrún Halldórsdóttir og organisti
er Örn Magnússon.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10.
Bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Samskot til Umhyggju, félags
langveikra barna. Messuhópur þjónar.
Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur
Jóhannsson. Molasopi eftir messu.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Kvöld-
messa kl. 20. Prestur sr. Sigríður Guð-
marsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir,
kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjukaffi.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni
og hópi messuþjóna. Félagar úr Mót-
ettukór syngja, einnig syngur gestakór
frá Bremen í Þýskalandi. Organisti Lára
Bryndís Eggertsdóttir. Sögustund fyrir
börnin. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr.
Bjarna Þórs Bjarnasonar. Organisti Lára
Bryndís Eggertsdóttir og forsöngvari
Guðrún Finnbjarnardóttir. Orgeltónleikar
kl. 17. Douglas Cleveland frá Bandaríkj-
unum leikur.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa og ferming kl.
11. Organisti Douglas Brotchie. Prestar
sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr.
Halldór Reynisson.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sameiginlegt
helgihald í sumar á vegum þjóð-
kirkjusafnaðanna í Kópavogi. Messa kl.
11 í Digraneskirkju. Sr. Magnús B.
Björnsson þjónar.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma sunnudag kl. 20. Umsjón hefur
Harold Reinholdtsen. Ólafur Jóhannsson
verður með Guðs orð og góðar fréttir frá
Ísrael. Bæn þriðjudag kl. 20. Sum-
arkirkja opin daglega kl. 9-11 og kl. 19-
22, nema sunnudaga. Morgunstund alla
daga kl. 10.30 og Máttarstund kl. 21
(nema sunnudag kl. 20).
HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Gunnar Jóhannesson messar. Tónleikar
kl. 14. Fiðla og selló. Guðný Guðmunds-
dóttir og Gunnar Kvaran. Ókeypis að-
gangur.
HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 14 í umsjón Félags fyrrverandi þjón-
andi presta.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl.
20. Lofgjörð og fyrirbænir, Örn Leó Guð-
mundsson predikar. Sjá kristskirkjan.is
KEFLAVÍKURKIRKJA | Eiríksreið: Hjólað
á milli kirkna á Reykjanesi til minningar
um sr. Eirík Brynjólfsson sem hjólaði
reglulega um Reykjanesskagann, sókn-
arbörnum sínum til þjónustu. Kl. 10 lagt
af stað frá Keflavíkurkirkju. Hjólað í Út-
skála þaðan í Hvalsneskirkju og loks í
Kirkjuvogskirkju. Helgihald, fróðleikur og
samvera á hverjum stað. Keflavík-
urprestar og leikmenn stýra dagskránni.
KÓPAVOGSKIRKJA | Vegna sumarleyfa
verður ekki helgihald í kirkjunni. Bent er
á guðsþjónustu í Digraneskirkju kl. 11.
LANGHOLTSKIRKJA | Kirkjan er lokuð í
júlímánuði vegna sumarleyfa. Sr Pálmi
Matthíasson, sóknarprestur Bústaða-
kirkju, þjónar Langholtssöfnuði á með-
an. Bent á messur í Bústaðakirkju og
Grensáskirkju.
LAUGARNESKIRKJA | Ljóðamessa kl.
20. Sr. Bjarni Karlsson les valin ljóð og
flytur hugleiðingar í samhengi þeirra.
Guðmundur E. Erlendsson leikur undir
almennan söng. Messukaffi.
LINDASÓKN í Kópavogi | Sumarsam-
starf safnaða þjóðkirkjunnar í Kópavogi.
Messa kl. 11 í Digraneskirkju. Sr. Magn-
ús Björn Björnsson þjónar.
MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11 að Mosfelli í Mosfellsdal. Prestur sr.
Skírnir Garðarsson. Organisti Arnhildur
Valgarðsdóttir. Meðhjálpari Rut Magn-
úsdóttir.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr
Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Org-
anisti Magnús Ragnarsson. Sr. Guðbjörg
Jóhannesdóttir og sr. Toshiki Toma
þjóna fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.
Kaffi og samfélag eftir messu á Torginu.
Sóknarfólk Neskirkju er einnig hvatt til
að taka þátt í bænagöngu á Þingvöllum.
Mæting við Þingvallakirkju kl. 12.45.
Gengið í ca 40 mín. um þinghelgina
ásamt leiðsögufólki. Messað verður í
Þingvallakirkju kl. 14.
SALT kristið samfélag | Háaleitisbraut
58-60. Samkoma kl. 17. „Ávöxtur and-
ans er trúmennska.“ Ræðumaður sr.
Ragnar Gunnarsson. Kristniboðarnir
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Kristján
Þór Sverrisson segja frá starfi í Eþíópíu.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónar
ásamt Eygló J. Gunnarsdóttur djákna,
kirkjukórinn leiðir söng og organisti er
Jörg Sondermann. Veitingar í safn-
aðarheimili á eftir. Morgunsöngur þriðju-
daga til föstudaga kl. 10. Sókn-
arprestur.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta í Skóg-
arbæ kl. 16. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórs-
son prédikar. Félagar úr Kór Seljakirkju
leiða safnaðarsöng. Organisti Tómas
Guðni Eggertsson. Kvöldmessa í Selja-
kirkju kl. 20.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar.
Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Org-
anisti Tómas Guðni Eggertsson. Alt-
arisganga.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund
kl. 11 í umsjón sr. Hans Markúsar Haf-
steinssonar héraðsprests. Söngur, ritn-
ingarlestur og bænastund.
SLEÐBRJÓTSKIRKJA í Jökulsárhlíð |
Messa kl. 14. Hr. Jón A. Baldvinsson,
vígslubiskup prédikar og blessar nýtt
þjónustuhús. Kirkjukaffi í nýja húsinu.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari
og prédikar. Organisti er Ester Ólafs-
dóttir. Almennur safnaðarsöngur. Með-
hjálparar eru Ólöf Erla Guðmundsdóttir,
Eyþór Jóhannsson og Erla Thomsen.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Verðum í
Kirkjulækjarkoti um verslunarmanna-
helgina.
ÞINGEYRAKIRKJA Húnavatnsprófasts-
dæmi | Messa kl. 14. Kristín Árnadóttir,
djákni, þjónar og organisti er Elínborg
Sigurgeirsdóttir.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr.
Halldór Reynisson predikar og þjónar fyr-
ir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálms-
son, meðhjálparar Ása Guðjónsdóttir og
Sigurður Bjarnason. Bænaganga fyrir
messu hefst við kirkjuna kl. 12.45.
ÞÖNGLABAKKI í Fjörðum | Útimessa í
Fjörðum, á grunni Þönglabakkakirkju, kl.
14. Messugestir aka í Hvalvatnsfjörð og
ganga þaðan klukkustund í Þorgeirs-
fjörð. Bátsferð verður frá Grenivík ef sjó-
lag leyfir. Almennur söngur undir stjórn
Margrétar Bóasdóttur. Prestar Bolli Pét-
ur Bollason í Laufási og Kristján Valur
Ingólfsson á Þingvöllum. Upplýsingar í
símum 895-8131 (Björn) 897-2221
(Kristján Valur) og 892-3189 (bátur).
ORÐ DAGSINS:
Sjá, ég er með yður.
(Matt. 28)
Morgunblaðið/RAX
Dómkirkjan í Reykjavík.
MESSUR Á MORGUN
Mikið er það óraunverulegt að
sitja hér og skrifa minningargrein
um þig, elsku afi minn. Örvænting,
var það fyrsta sem kom upp í huga
mér þegar amma hringdi í mig að
kvöldi laugardagsins. Við höfðum
öll átt yndislegan dag saman með
fjölskyldu og vinum og tilefnið var
80 ára afmæli ömmu. En í hjarta
okkar allra var einnig mikil gleði
vegna þess að þú varst að koma
heim í fyrsta skipti í langan tíma í
meira en dagstund. Þú varst kom-
inn til að vera alla helgina. Þú
varst á batavegi og við gátum horft
til framtíðar. Þessir mánuðir á
sjúkrahúsinu voru þér oft erfiðir.
Alltaf var samt svo yndislegt að
koma til þín á sjúkrahúsið þegar
þú með miklu stolti sagðir okkur
frá æfingunum sem sjúkraþjálfinn
lét þig gera þann daginn og hversu
vel þér tókst til. Við hittumst ekki
oft síðustu vikurnar en þó voru þau
skipti eftirminnileg og dýrmæt.
Það eru ófáar minningar sem
tengjast því að sitja við matarborð-
ið hjá ykkur ömmu og þú alltaf á
græna koffortinu raulandi lagstúfa.
Ég fann alltaf fyrir svo miklu ör-
yggi þarna í eldhúsinu hjá ykkur.
Þú varst maður sem vildir öllum
vel og varst með einstaklega fal-
legt og gott hjartalag. Þegar for-
eldrar okkar systkinanna létust
langt fyrir aldur fram, varst þú
stoð okkar og stytta og fyrir það
er ég þér óendanlega þakklát. Þú
áttir yndislegt bros og þetta bros
og alla þína glettni langar mig að
sjá þó ekki væri nema einu sinni
enn.
Síðustu dagar hafa verið und-
arlegir, tómleiki og sorg hafa verið
í huga mér því ég lifði í þeirri von,
elsku afi minn, að þú fengir að
vera með okkur lengur, en nú ertu
kominn úr okkar höndum, úr þess-
um heimi og ég treysti því Guði al-
máttugum fyrir eilífri velferð
þinni. Ég kveð þig með miklum
söknuði og þú munt ávallt eiga
stað í hjarta mínu.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Sóley Magnúsdóttir.
Laugardaginn 19. júlí andaðist
hér á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Svavar Ottesen prentmeistari og
bókaútgefandi eftir erfiðar sjúk-
dómsraunir og fótarmissi. Við and-
lát hans hverfur okkur sjónum
kunnur bæjarbúi, vinsæll og vand-
virkur fagmaður og bókagerðar-
maður og dugandi íþróttafrömuð-
ur. Hann hóf prentnám í POB 1.
júní 1947 og lauk sveinsprófi 18
ára gamall, 1. júní 1951. Hann
starfaði í POB til 1967, en vann
síðan á eigin vegum sem prent-
smiðjustjóri í nær 20 ár. Árið 1988
hóf hann störf hjá blaðinu Degi
sem prófarkalesari og gegndi því
nákvæmnisstarfi í fjölmörg ár.
Í prýðilegri viðtalsgrein í Degi
16. des. 1989 lýsir Svavar skil-
merkilega prentnáminu og vinnu-
brögðum í þessari iðngrein um
miðja síðustu öld, sem fljótlega
upp úr því breyttist úr „handa-
vinnu“ gamla tímans yfir í hraða
og tæknivinnslu nútímans. Ítarleg
er einnig lýsing Svavars á lífi og
kjörum alls þorra almennings sem
bjó við allþröngan kost allt fram að
stríðsárunum 1939-1945 og þá
miklu breytingu sem víðast varð
þá til bóta, framfarir og aukin við-
skipti við aðrar þjóðir. Hann
skynjaði vel erfiðleika fólksins og
varð mjög pólitískur og lagði
Framsóknarflokknum til þann
stuðning er hann gat. Honum var
falin þar seta í ýmsum nefndum og
ráðum og um tíma formannsstarf.
Íþróttir voru eitt helsta áhugamál
hans. Svavar gekk kornungur til
liðs við KA svo sem flestir Innbæ-
ingar, enda skíðabrekkurnar rétt
við heimili hans og garparnir
bernskuvinir. Um áratuga skeið
stóðu þeir Svavar og Ragnar
(Gógó) Sigtryggs. tilbúnir með
skeiðklukkurnar við markið, hvort
sem haldið var skíða-, sund- eða
frjálsíþróttamót. Nú hafa þessir
látnu heiðursmenn nóg um að
ræða á öðru tilverustigi, alla
brandarana, mótin, fundi og ferðir.
Svavar starfaði einnig í handknatt-
leiksráði og knattspyrnuráði og
ritari á aðalstjórn KA var hann
1967-1970. Hann var formaður
Skíðaráðs Akureyrar árin l956-
l955. Hann var sæmdur gullmerki
KA 1978 og gerður heiðursfélagi
1998. Ætíð var leitað ráða hjá
Svavari varðandi bæklinga og
bækur um KA. Hann átti sæti í rit-
nefnd KA bæði fyrri afmælisbókar
1988 og 1998 (70 ára) ásamt þeim
er þetta ritar og Hermanni Sig-
tryggssyni. Allt var vandað er frá
honum kom. Helst í fallegum brún-
um lit, gyllt á kápu og kjöl. Þannig
vildi hann hafa nokkurskonar Ak-
ureyrarseríu.
Nú að leiðarlokum, er við kveðj-
um þennan hægláta en dugmikla
vin, þakkar stjórn KA honum mik-
ilsverð störf og vottar skyldmönn-
um hans innilega samúð. Margir
eldri KA-menn, einkum skíða-
menn, minnast hans með þakklæti
og virðingu. Ég þakka Svavari
samfylgdina, hjálpsemi við ýmsar
ritsmíðar, einlæga vináttu, glens
og gamanstundir.
Sóleyju og fjölskyldunni votta ég
samúð mína og þakkir. Það var ró-
legt og hlýlegt að heimsækja þau
er kvölda tók á lífsferli þeirra.
Kannski var ævistarf hans sjálfs
ekki ósvipað því sem kom úr hans
þrykki: Vandað-fallegt-gyllt á kápu
og kjöl – og kannski brúnt!
Ég sakna Svavars og bið honum
allrar blessunar, nú þegar sá er
öllu ræður leiðir hann sér við hönd
um ókunna stigu.
Haraldur Sigurðsson.
Svavari Ottesen kynntist ég er
ég starfaði sem blaðamaður og rit-
stjóri á dagblaðinu Degi á Akur-
eyri. Hann var þá prófarkalesari á
blaðinu og hafði því vökul augu á
því efni sem fór í blaðið. Var síð-
asta sían áður en textinn fór í um-
brot. Oft hristi hann höfuðið yfir
greinum sem rötuðu á síður blaðs-
ins. Fannst oft sem málfarið mætti
vera betra og ekki fannst honum
innihaldið heldur alltaf gáfulegt.
En hann lét sig þó hafa það að
„hleypa“ þessu í gegn. Og brosti
svo út í annað.
Kaffitímarnir á Degi eru eftir-
minnilegir. Alltaf líflegar umræður
og Svavar nær undantekningalaust
í hringiðunni. Þó svo að umræð-
urnar hæfust á allt öðru en pólitík
enduðu þær oftar en ekki á pólitík.
Og Svavar var að sjálfsögðu til
varna fyrir Framsóknarflokkinn,
enda sannkristinn framsóknarmað-
ur. Einn sá almesti framsóknar-
maður sem ég hef kynnst. Varði
flokkinn fram í rauðan dauðann,
hvað sem á dundi og var betri en
enginn í bakvarðasveit hans í að-
draganda kosninga. Ef Svavar lok-
aði að sér á prófarkalesarakon-
tórnum var nokkuð ljóst að þar
voru pólitískir samherjar í Fram-
sóknarflokknum að leggja línurnar
fyrir prófkjör eða kosningar.
KA-maður var Svavar einnig
fram í fingurgóma og vann ötul-
lega á ýmsan hátt fyrir félagið. Sat
m.a. um tíma í aðalstjórn félagsins
og var einn af lykilmönnum við rit-
un sögu KA á 60 ára afmæli félags-
ins.
Svavar var einstakur húmoristi
og samstarfsfélagi. Hann kunni að
gera grín að sjálfum sér og sam-
starfsfélögunum á sinn einstaka
hátt. Á litlu jólum var hann boðinn
og búinn að standa bakvið bar-
borðið og skenkja félögum sínum í
glös. Blöndurnar voru ekki alltaf
veikar! Sagðist sjálfur hafa klárað
þennan kvóta fyrir mörgum árum,
en við hinir hefðum gott af því að
fá okkur aðeins í tána!
Ég hitti Svavar fyrir ekki svo
löngu. Það var kannski ekki til
staðar alveg sami baráttuandinn
og í þá daga á Degi, en engu að
síður var stutt í húmorinn og Svav-
ar fylgdist greinilega vel með hin-
um pólitísku hræringum í landinu
og hafði sterkar skoðanir á þeim,
eins og forðum daga.
Minning Svavars Ottesen er um-
vafin hlýju og gleði. Öllum ástvin-
um hans sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Óskar Þór Halldórsson.
Félagsstarf
25.7. Ok (K1)
Brottf. frá BSÍ kl. 08:00
V: 4.500/5.600 kr. Vegalengd 20-
22 km. Hækkun 400-500 m.
Göngutími 8-9 klst.
Fararstj. Vala Friðriksdóttir.
30.7.-3.8. Djúpárdalur-
Grænalón-Núpsstaðarskógur
Brottf. frá BSÍ kl. 08:30
V: 29.000/36.000 kr.
Nr. 0907LF19
Fararstj. Reynir Þór Sigurðsson.
31.7.-3.8. Núpsstaðarskógur
Brottf. frá BSÍ kl. 17:00
V: 29.000/36.000 kr.
Nr. 0907HF05
Fararstj. Einar Aðalsteinsson.
6.-9.8. Sveinstindur-
Skælingar
Brottf. frá BSÍ kl. 08:30
V: 35.000/43.000 Nr .0908LF02
Fararstj. Kristíana Baldursdóttir.
6.-9.8. Strútsstígur
Brottf. frá BSÍ kl. 08:30
V: 33.000/41.000 Nr.0908LF03
Fararstj. Ingvi Stígsson.
Skráning á utivist@utivist.is
eða í síma 562 1000.
Sjá nánar www.utivist.is