Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 206. DAGUR ÁRSINS 2009
Heitast 14°C | Kaldast 7°C
Hægviðri og víða
skúrir, hlýjast á
Austurlandi. Sums
staðar næturfrost í
innsveitum. »10
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-,.
+/0-.0
**,-01
+2-11.
+/-*31
*0-.1/
**.-33
*-2+2*
*1,-,.
*.4-04
5 675 +3# 89: +//1
*+,-4.
+/.-+0
**0-/2
+3-/0.
+/-+/4
*0-421
**.-..
*-2+./
*10-*,
*.1-*4
+2*-3130
&;<
*+0-*.
+/.-.0
**0-2.
+3-*2.
+/-+0.
*0-444
**4-*/
*-22/1
*10-.2
*.1-04
ÞETTA HELST»
Aðstoða við
endurskipulagningu
Fyrrverandi starfsmenn Mile-
stone, sem átti tryggingafélagið
Sjóvá, aðstoða nú fjármálaráðu-
neytið við endurskipulagningu
sparisjóðanna. »22
Gætu fallið á fyrirvörum
Icesave-samningarnir standa í
þingmönnum og sumir þeirra hafa
rætt að setja verði einhvers konar
fyrirvara á þá. »6
Eftirlit með sveitasjóðum
Ekki fæst uppgefið hvaða 10-15
sveitarfélög það eru sem eftirlits-
nefnd með fjármálum sveitarfélaga
hyggst taka til sérstakrar skoðunar
á næstunni. »4
Sársaukinn ótrúlegur
Sigurður Baldursson er á góðum
batavegi eftir að hafa klemmst fast-
ur á milli sex tonna trukks og kerru
á Gæsavatnaleið. »8
Flytja til Noregs
Hundruð Íslendinga hafa flust til
Noregs á síðustu mánuðum. Ástæð-
an er atvinnuástand og kringum-
stæður í efnahagsmálum. »18
SKOÐANIR»
Staksteinar: Hégómi utanríkis-
ráðherrans
Forystugreinar: Mannúð |
Olíukapphlaup?
Pistill: Íslensk sjónbrellusmiðja
Ljósvaki: Út og suður í Danmörku?
UMRÆÐAN»
Endurskoðun sögunnar
Ábyrgðarmannakerfið aflagt
Ómissandi fólk?
Finnska leiðin og Sigurður Ingi …
FÓLK»
Ilmur er í guðfræði og
Gauragangi. »48
Laura og Julio eftir
Juan José Millás er
skondin, lipur og
skemmtilega hugsuð
skáldsaga að mati
gagnrýnanda. »47
BÓKMENNTIR»
Skondin og
skemmtileg
KVIKMYNDIR»
Karlar sem hata konur
fær fjarka. »50
TÓNLIST»
Jóhanna Guðrún fylgir
frægðinni eftir. »49
Tónskáldinu Gunn-
ari Karel Mássyni
var boðið að semja
verk fyrir Sommer-
liche Musiktage Hit-
zacker. »53
Óskað eftir
tónskáldi
TÓNLIST»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Sautján fyrrverandi kærustur
2. Fimm ný tilfelli inflúensu
3. Byrjaði sem einföld ábending
4. Ófrísk kona flutt … vegna H1N1
Íslenska krónan hélst óbreytt
Útgáfurétturinn
á Skaparanum,
bók rithöfund-
arins Guðrúnar
Evu Mín-
ervudóttur frá
síðustu jólum,
hefur verið seld-
ur til Englands,
Þýskalands og
Ítalíu. Þegar er
byrjað að þýða
bókina yfir á ítölsku en það gerir
Silvia Cosimini er þýddi einnig
Yosoy, síðustu bók höfundarins. Sú
bók naut mikilla vinsælda þar í
landi.
Guðrún Eva segir viðbrögð við
bókum sínum önnur erlendis en hér
heima en Skaparinn var tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
nú síðast. | 46
Skapari Guð-
rúnar Evu kem-
ur út í Evrópu
Guðrún Eva Mín-
ervudóttir
Hópur 15 til 17 ára ungmenna
kannaði viðhorf nemenda til
kennslu í lífsleikni. Þau unnu
könnunina mjög fagmannlega og
kynntu niðurstöður hennar í gær.
Úrtakið var nokkuð stórt eða 355
unglingar á höfuðborgarsvæðinu.
Almennt virðist unglingum þykja
gaman í lífsleiknitímum og námið
þarft. Hins vegar mætti kennslan
vera markvissari. Ungmennin
sem unnu að rannsókninni segjast
hafa áhyggjur af því að
Reykjavíkurborg og lögreglan
hyggjast draga saman seglin í
forvörnum sem eru hluti af námi
í lífsleikni. Þá segja þau kennslu í
fjármálum litla sem sé heldur
bagalegt. | 19
Hugmyndir
ungmenna um
kennslu í lífsleikni
BETUR fór en á horfðist þegar lítil flugvél nauðlenti á
flugvellinum í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Að sögn lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu urðu engin slys á fólki, en
ekki var vitað um orsök atviksins í gærkvöldi.
Flugvél nauðlenti í Mosfellsbæ
Giftusamleg lending á gróinni grundu
Morgunblaðið/Golli
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
EFTIR stutt samband sumarið 1987
skildi leiðir þeirra Sigurðar Sigurð-
arsonar Szarvas og Elisabethar
Haugen, sem þá voru bæði 26 ára
gömul. Þremur árum síðar hafði
hinni norsku Elisabeth ekki tekist
að gleyma honum og ákvað því að
reyna að taka upp þráðinn.
„Ég herti upp hugann og hringdi í
íslensku þjóðskrána, í von um að
finna stóru ástina mína aftur, út frá
þeim upplýsingum sem ég hafði,“
hefur vefútgáfa Aftenposten eftir
henni. Í kjölfarið skrifaði hún ást-
arbréf til Sigurðar, árið 1990.
Svo vildi til að móðir Sigurðar tók
á móti bréfinu og lagði það í skúffu.
Bréfið datt hins vegar á milli þilja í
kommóðunni og lá þar í 17 ár. Þá
fékk Sigurður símtal frá móður
sinni. „Ég fékk auðvitað áfall þegar
ég las bréfið sem ég átti að fá fyrir
17 árum, því mér hafði heldur aldrei
tekist að gleyma Elisabeth.“
Hann hafði strax uppi á netfangi
hennar og sendi henni línu. Engum
togum skipti þá að þau tóku upp
þráðinn og tveimur mánuðum síðar
flutti hún til Íslands, árið 2007.
Þau höfðu gert áætlanir um að
gifta sig í september, en vegna
kreppunnar á Íslandi hafa áætlanir
breyst og eru þau nú flutt til Østfold
í Noregi þar sem Sigurður er kom-
inn með vinnu.
Ástin lenti á bið í 20 ár
Kynntust á klúbbi í Osló árið 1987 Ástarbréf féll milli
þilja Það tafði endurfundina en nú er brúðkaup á döfinni
Aftenposten Fjallaði ítarlega um
sögu Elisabethar og Sigurðar.
Í HNOTSKURN
»Þau unnu á næturklúbbi íOsló og kynntust þannig.
»Elisabeth var þá að skiljavið fyrri mann sinn og
hafði forræði yfir börnum
þeirra. Hún einsetti sér að
gleyma Sigurði eftir að hann
fór heim, en það tókst ekki.
Dauðarokkssveitin Sororicide snýr
aftur í sviðsljósið í næsta mánuði,
en sveitin hefur ekki komið saman í
upprunalegri mynd frá 1994.
Sororicide mun hita upp fyrir
sænsku sveitina Entombed á tón-
leikum í Sódómu í lok ágúst, en að
sögn bassaleikara sveitarinnar
stendur ekki til að spila á fleiri tón-
leikum að svo stöddu. | 48
Afturgengið
dauðarokk
Upp risin Sororicide um það leyti
sem hún lagði upp laupana 1994.